Rooney, Robinson og Ritchie flækt í skattsvikarannsókn 15. febrúar 2010 10:37 Fjöldi þekktra Breta á borð við fótboltamanninn Wayne Rooney, sjónvarpsstjörnuna Anne Robinson og leikstjórann Guy Ritchie eru nú flækt í skattsvikarannsókn. Þau eiga það sameiginlegt að hjá fjárfest hjá sjóði sem heitir Inside Track.Sjóðurinn sem hér um ræðir er sakaður um að hafa sérhæft sig í að nýta fjárfestingar viðskiptavina sinna á þann veg að viðkomandi borgaði ekki skatt af þeim. Bresk skattayfirvöld standa nú fyrir rannsókn á starfsháttum sjóðsins.Inside Track sjóðurinn er í eigu fjármálafyrirtækisins Ingenious Media en honum var komið á fót fyrir nokkrum árum þegar ríkisstjórn Gordon Brown samþykkti nýja löggjöf sem fól í sér ýmiskonar skattaafslætti handa þeim sem fjárfestu í breskri kvikmyndagerð.Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail var markmið löggjafarinnar að að auðvelda þeim sem áhuga höfðu á því að fjárfesta í breskum kvikmyndum. Nú óttast margir að þekktir og auðugir einstaklingar hafi nýtt sér löggjöfina til að koma tekjum sínum undan skatti.Þegar er búið að breyta fyrrgreindri löggjöf á þann hátt að allar skattaívilnanir fara nú til kvikmyndagerðarmanna/fyrirtækja sjálfra en ekki þeirra sem fjárfesta í viðkomandi myndum.Talsmaður breska skattsins segir að þegar sé búið að loka fyrir skattagötin í löggjöfinni en rannsókn embættisins beinist að því hvort auðugir einstaklingar hafi fyrir þann tíma nýtt sér götin til að komast hjá skattgreiðslum.Talsmaður Ingenious Media segir að Inside Track sé fjárfestingarsjóður fyrir kvikmyndir en ekki til þess að einstaklingar komist hjá skattgreiðslum. Hann segir sjóðinn ekkert hafa brotið af sér og fagnar rannsókn skattyfirvalda. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjöldi þekktra Breta á borð við fótboltamanninn Wayne Rooney, sjónvarpsstjörnuna Anne Robinson og leikstjórann Guy Ritchie eru nú flækt í skattsvikarannsókn. Þau eiga það sameiginlegt að hjá fjárfest hjá sjóði sem heitir Inside Track.Sjóðurinn sem hér um ræðir er sakaður um að hafa sérhæft sig í að nýta fjárfestingar viðskiptavina sinna á þann veg að viðkomandi borgaði ekki skatt af þeim. Bresk skattayfirvöld standa nú fyrir rannsókn á starfsháttum sjóðsins.Inside Track sjóðurinn er í eigu fjármálafyrirtækisins Ingenious Media en honum var komið á fót fyrir nokkrum árum þegar ríkisstjórn Gordon Brown samþykkti nýja löggjöf sem fól í sér ýmiskonar skattaafslætti handa þeim sem fjárfestu í breskri kvikmyndagerð.Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail var markmið löggjafarinnar að að auðvelda þeim sem áhuga höfðu á því að fjárfesta í breskum kvikmyndum. Nú óttast margir að þekktir og auðugir einstaklingar hafi nýtt sér löggjöfina til að koma tekjum sínum undan skatti.Þegar er búið að breyta fyrrgreindri löggjöf á þann hátt að allar skattaívilnanir fara nú til kvikmyndagerðarmanna/fyrirtækja sjálfra en ekki þeirra sem fjárfesta í viðkomandi myndum.Talsmaður breska skattsins segir að þegar sé búið að loka fyrir skattagötin í löggjöfinni en rannsókn embættisins beinist að því hvort auðugir einstaklingar hafi fyrir þann tíma nýtt sér götin til að komast hjá skattgreiðslum.Talsmaður Ingenious Media segir að Inside Track sé fjárfestingarsjóður fyrir kvikmyndir en ekki til þess að einstaklingar komist hjá skattgreiðslum. Hann segir sjóðinn ekkert hafa brotið af sér og fagnar rannsókn skattyfirvalda.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira