Brugðist við gagnrýni 8. október 2010 06:00 Forkostuleg og ósanngjörn umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um ráðningu skrifstofustjóra í Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Hún er ósanngjörn vegna þess að sá sem ráðinn var í stöðuna hefur ekki verið látinn njóta sannmælis. Jóhann Guðmundsson heitir maðurinn. Hann hefur starfað í aldarfjórðung í stjórnsýslunni, þar af í ellefu ár sem skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Í fjögur ár var hann einn af fulltrúum stjórnarráðsins í Brussel. Hann hefur m.a. haft þann starfa að undirbúa lagafrumvörp í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti og verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Meðal annars vegna þessarar reynslu sinnar, auk þess sem hann hefur tilskilda menntun, var Jóhann metinn hæfastur af starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, sem fóru yfir málið. Reynsla Jóhanns og þekking réð þar mestu um en þess skal getið að margir hæfir einstaklingar voru um hituna. Þrátt fyrir það var niðurstaðan afgerandi. Rökin voru sannfærandi fyrir þessari niðurstöðu og var Jóhann ráðinn á grundvelli hennar. Tími húsmennsku er liðinn!Nú kemur að hinni forkostulegu hlið þessa máls. Jóhann hefur verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Á þeirri forsendu leggja nú ýmsir kapp á að tortryggja ráðningu hans. Um það vil ég segja tvennt. Jóhann Guðmundsson er ekki, alla vega svo ég viti til, skráður í neinn stjórnmálaflokk. Í öðru lagi hefði það ekki átt að útiloka hann jafnvel þótt svo væri. Tími „húsbænda og hjúa“ er liðinn – eða á að vera það. Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki verkfæri þeirra heldur sjálfstæðir einstaklingar sem á að meta sem slíka og láta þá ekki gjalda starfa sinna þótt þau tengist stjórnmálamönnum. Slíkt væri í anda MaCarthys, bandaríska öldungadeildarþingmannsins, sem á tíma Kaldastríðsins hamaðist gegn öllum sem grunur lék á að hefðu vinstri sinnaðar skoðanir og varð frægur að endemum. Eða Berufsverbot í Þýskalandi eftirstríðsáranna, sem lét félagslega þenkjandi fólk gjalda skoðana sinna. Nú er þessu ekki einu sinni fyrir að fara. Heldur er það gert tortryggilegt að umsækjandi um stöðu starfaði með einstaklingum með tilteknar skoðanir! Sama niðurstaðaÝmsir hafa orðið til að leggja orð í belg í þessari umræðu. Þannig segir prófessor við Háskóla Íslands í fréttum RÚV að slæmt sé að ráðherrar hafi „afskipti“ af ráðningum. Nokkrir fjölmiðlamenn dylgja um annarleg sjónarmið. En hvaða „fagfólk“ vilja þeir að hafi ráðningarvaldið? Prófessorar? Ráðningarskrifstofur? Eða er það kannski í lagi að stjórnmálamenn, sem þurfa öðrum fremur að standa skil gerða sinna, hafi ábyrgðina á hendi? Að mínu mati er það vinnsluferlið og niðurstaðan sem endanlega skiptir máli. Eða snýst ekki spurningin um að rétt sé að verki staðið? Að niðurstaðan sé sanngjörn? Að allir njóti sannmælis? Umsækjandinn, og kannski líka stöðuveitandinn – jafnvel þótt hann sé stjórnmálamaður? Hefði Jóhann Guðmundsson sloppið við ómaklegar dylgjur ef starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ráðið hann til starfa án milligöngu minnar? Niðurstaðan hefði verið hin sama. Skiljanleg gagnrýniEn hvað veldur gagnrýninni? Hún er ekki einskorðuð við skrif í prentmiðlum eða fréttir í fjölmiðlum. Hún nær miklu víðar og birtist til dæmis víða í bloggheimum. Mín tilfinning er sú að verið sé að gagnrýna mismunun og leyndarhyggju sem viðgengist hefur til margra ára og áratuga. Þótt það sé þessi ráðning sem gagnrýnin beinist nú að, þá þykir þeim sem gagnrýna hana hún vera dæmigerð um það sem viðgengist hefur um langan aldur, leyndarhyggju og pólitíska mismunun. Krafan nú er um gerbreytt vinnubrögð hvað þetta varðar, nokkuð sem ég get tekið undir. Þá er viðfangsefnið þetta: Hvernig má tryggja að allir fái notið sannmælis, og þá ekki síst sá sem sækir um stöðu og hlýtur hana? Hvernig á að haga málum þannig að pólitísk ábyrgð sé fyrir hendi en byggð á eðlilegu og sanngjörnu mati? Viðfangsefnið er að eyða tortryggni þar sem hún á ekki heima. Fyrsta skrefið er að þeir sem hafa ráðingarvaldið á hendi séu reiðubúnir að ræða málin opinskátt og bregðist við gagnrýni. Þetta greinarkorn er viðleitni í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Forkostuleg og ósanngjörn umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um ráðningu skrifstofustjóra í Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Hún er ósanngjörn vegna þess að sá sem ráðinn var í stöðuna hefur ekki verið látinn njóta sannmælis. Jóhann Guðmundsson heitir maðurinn. Hann hefur starfað í aldarfjórðung í stjórnsýslunni, þar af í ellefu ár sem skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Í fjögur ár var hann einn af fulltrúum stjórnarráðsins í Brussel. Hann hefur m.a. haft þann starfa að undirbúa lagafrumvörp í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti og verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Meðal annars vegna þessarar reynslu sinnar, auk þess sem hann hefur tilskilda menntun, var Jóhann metinn hæfastur af starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, sem fóru yfir málið. Reynsla Jóhanns og þekking réð þar mestu um en þess skal getið að margir hæfir einstaklingar voru um hituna. Þrátt fyrir það var niðurstaðan afgerandi. Rökin voru sannfærandi fyrir þessari niðurstöðu og var Jóhann ráðinn á grundvelli hennar. Tími húsmennsku er liðinn!Nú kemur að hinni forkostulegu hlið þessa máls. Jóhann hefur verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Á þeirri forsendu leggja nú ýmsir kapp á að tortryggja ráðningu hans. Um það vil ég segja tvennt. Jóhann Guðmundsson er ekki, alla vega svo ég viti til, skráður í neinn stjórnmálaflokk. Í öðru lagi hefði það ekki átt að útiloka hann jafnvel þótt svo væri. Tími „húsbænda og hjúa“ er liðinn – eða á að vera það. Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki verkfæri þeirra heldur sjálfstæðir einstaklingar sem á að meta sem slíka og láta þá ekki gjalda starfa sinna þótt þau tengist stjórnmálamönnum. Slíkt væri í anda MaCarthys, bandaríska öldungadeildarþingmannsins, sem á tíma Kaldastríðsins hamaðist gegn öllum sem grunur lék á að hefðu vinstri sinnaðar skoðanir og varð frægur að endemum. Eða Berufsverbot í Þýskalandi eftirstríðsáranna, sem lét félagslega þenkjandi fólk gjalda skoðana sinna. Nú er þessu ekki einu sinni fyrir að fara. Heldur er það gert tortryggilegt að umsækjandi um stöðu starfaði með einstaklingum með tilteknar skoðanir! Sama niðurstaðaÝmsir hafa orðið til að leggja orð í belg í þessari umræðu. Þannig segir prófessor við Háskóla Íslands í fréttum RÚV að slæmt sé að ráðherrar hafi „afskipti“ af ráðningum. Nokkrir fjölmiðlamenn dylgja um annarleg sjónarmið. En hvaða „fagfólk“ vilja þeir að hafi ráðningarvaldið? Prófessorar? Ráðningarskrifstofur? Eða er það kannski í lagi að stjórnmálamenn, sem þurfa öðrum fremur að standa skil gerða sinna, hafi ábyrgðina á hendi? Að mínu mati er það vinnsluferlið og niðurstaðan sem endanlega skiptir máli. Eða snýst ekki spurningin um að rétt sé að verki staðið? Að niðurstaðan sé sanngjörn? Að allir njóti sannmælis? Umsækjandinn, og kannski líka stöðuveitandinn – jafnvel þótt hann sé stjórnmálamaður? Hefði Jóhann Guðmundsson sloppið við ómaklegar dylgjur ef starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ráðið hann til starfa án milligöngu minnar? Niðurstaðan hefði verið hin sama. Skiljanleg gagnrýniEn hvað veldur gagnrýninni? Hún er ekki einskorðuð við skrif í prentmiðlum eða fréttir í fjölmiðlum. Hún nær miklu víðar og birtist til dæmis víða í bloggheimum. Mín tilfinning er sú að verið sé að gagnrýna mismunun og leyndarhyggju sem viðgengist hefur til margra ára og áratuga. Þótt það sé þessi ráðning sem gagnrýnin beinist nú að, þá þykir þeim sem gagnrýna hana hún vera dæmigerð um það sem viðgengist hefur um langan aldur, leyndarhyggju og pólitíska mismunun. Krafan nú er um gerbreytt vinnubrögð hvað þetta varðar, nokkuð sem ég get tekið undir. Þá er viðfangsefnið þetta: Hvernig má tryggja að allir fái notið sannmælis, og þá ekki síst sá sem sækir um stöðu og hlýtur hana? Hvernig á að haga málum þannig að pólitísk ábyrgð sé fyrir hendi en byggð á eðlilegu og sanngjörnu mati? Viðfangsefnið er að eyða tortryggni þar sem hún á ekki heima. Fyrsta skrefið er að þeir sem hafa ráðingarvaldið á hendi séu reiðubúnir að ræða málin opinskátt og bregðist við gagnrýni. Þetta greinarkorn er viðleitni í þá átt.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun