Ekki félagshyggjustjórn enn 17. febrúar 2010 06:00 Björgvin Guðmundsson skrifar um ríkisstjórnina. Margir félagshyggjumenn urðu glaðir, þegar Samfylkingin og Vinstri græn fengu hreinan meirihluta þingsæta í kosningunum í apríl sl. Þetta var í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að flokkar jafnaðarmanna fengu hreinan meirihluta. Mönnum var að vísu ljóst, að aðstæður í þjóðfélaginu voru mjög erfiðar eftir hrun bankanna og kreppu í efnahags- og atvinnulífi. Nýja stjórnin lofaði því samt að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi. Hún hét því að verja íslenska velferðarkerfið. Stærsta kosningaloforðið var þó það, að fyrna kvótakerfið á 20 árum og koma á réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann. Almannatryggingar skornar niðurÞað er ekki nóg, að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn. Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnumál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni. Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja, þ. e. kjör þeirra, sem minnst mega sín. Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar. Enda þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli. Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar. Það komu í leitirnar 24 milljarðar, sem ekki hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn. Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna „velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega. Ekki má mismuna atvinnulausumFélagsmálaráðherra hefur einnig lagt fram tillögur um að skera niður að hluta til atvinnuleysisbætur til ungmenna undir 24 ára aldri. Er það gert á þeim grundvelli að þessi ungmenni leiti ekki nægilega eftir atvinnu eða námi. Enda þótt gagnrýna megi það að umrædd ungmenni leiti ekki nægilega mikið eftir vinnu eða námi er það gagnrýnisvert að skera niður atvinnuleysisbætur til þeirra og spurning hvort það er ekki brot á jafnræðisreglu. Ekki má í þessu efni mismuna eftir aldri. Alla vega er það óeðlilegt að „félagshyggju"-stjórn skeri niður atvinnuleysisbætur þeirra sem yngstir eru. Aukinn jöfnuður í skattamálumRáðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í anda félagshyggju. Skattar eru hækkaðir mest á þeim hæst launuðu en minna á þeim sem minni hafa tekjurnar og raunar lækka skattar hjá þeim lægst launuðu. Þetta er í anda félagshyggju og jafnaðar og ég er ánægður með það. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar höfðu gengið þveröfuga braut í skattamálum, lækkað skatta á hálaunamönnum en hækkað þá á láglaunafólki.Síðan hækkar núverandi ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt og er það vel en jafnframt er ákveðið að ákveðin upphæð sparifjár sé undanþegin skatti. Það er vel og mætti ganga lengra á þeirri braut. Fyrning kvótans úrslitamál stjórnarinnarEkkert bólar enn á framkvæmd stærsta umbótamáls núverandi ríkisstjórnar, þ. e. fyrningar kvótans. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, dregur lappirnar í því máli. Fólkið í Samfylkingunni sættir sig ekki við það, að þetta mál verði svikið. Það krefst þess að staðið verði við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Það er nógu lengi búið að braska með kvótana. Tími er kominn til þess að þjóðin taki kvótana í eigin hendur og úthluti þeim á ný réttlátlega gegn auðlindagjaldi. Nýir aðilar verða að fá tækifæri til þess að komast inn í greinina. Það fer mikið eftir framkvæmd þessa máls hvort ríkisstjórnin telst jafnaðar-og félagshyggjustjórn. En jafnframt verður hún að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega og veita þeim réttlátar kjarabætur, sambærilegar þeim sem verkafólk fær. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Björgvin Guðmundsson skrifar um ríkisstjórnina. Margir félagshyggjumenn urðu glaðir, þegar Samfylkingin og Vinstri græn fengu hreinan meirihluta þingsæta í kosningunum í apríl sl. Þetta var í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að flokkar jafnaðarmanna fengu hreinan meirihluta. Mönnum var að vísu ljóst, að aðstæður í þjóðfélaginu voru mjög erfiðar eftir hrun bankanna og kreppu í efnahags- og atvinnulífi. Nýja stjórnin lofaði því samt að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi. Hún hét því að verja íslenska velferðarkerfið. Stærsta kosningaloforðið var þó það, að fyrna kvótakerfið á 20 árum og koma á réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann. Almannatryggingar skornar niðurÞað er ekki nóg, að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn. Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnumál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni. Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja, þ. e. kjör þeirra, sem minnst mega sín. Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar. Enda þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli. Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar. Það komu í leitirnar 24 milljarðar, sem ekki hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn. Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna „velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega. Ekki má mismuna atvinnulausumFélagsmálaráðherra hefur einnig lagt fram tillögur um að skera niður að hluta til atvinnuleysisbætur til ungmenna undir 24 ára aldri. Er það gert á þeim grundvelli að þessi ungmenni leiti ekki nægilega eftir atvinnu eða námi. Enda þótt gagnrýna megi það að umrædd ungmenni leiti ekki nægilega mikið eftir vinnu eða námi er það gagnrýnisvert að skera niður atvinnuleysisbætur til þeirra og spurning hvort það er ekki brot á jafnræðisreglu. Ekki má í þessu efni mismuna eftir aldri. Alla vega er það óeðlilegt að „félagshyggju"-stjórn skeri niður atvinnuleysisbætur þeirra sem yngstir eru. Aukinn jöfnuður í skattamálumRáðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í anda félagshyggju. Skattar eru hækkaðir mest á þeim hæst launuðu en minna á þeim sem minni hafa tekjurnar og raunar lækka skattar hjá þeim lægst launuðu. Þetta er í anda félagshyggju og jafnaðar og ég er ánægður með það. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar höfðu gengið þveröfuga braut í skattamálum, lækkað skatta á hálaunamönnum en hækkað þá á láglaunafólki.Síðan hækkar núverandi ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt og er það vel en jafnframt er ákveðið að ákveðin upphæð sparifjár sé undanþegin skatti. Það er vel og mætti ganga lengra á þeirri braut. Fyrning kvótans úrslitamál stjórnarinnarEkkert bólar enn á framkvæmd stærsta umbótamáls núverandi ríkisstjórnar, þ. e. fyrningar kvótans. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, dregur lappirnar í því máli. Fólkið í Samfylkingunni sættir sig ekki við það, að þetta mál verði svikið. Það krefst þess að staðið verði við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Það er nógu lengi búið að braska með kvótana. Tími er kominn til þess að þjóðin taki kvótana í eigin hendur og úthluti þeim á ný réttlátlega gegn auðlindagjaldi. Nýir aðilar verða að fá tækifæri til þess að komast inn í greinina. Það fer mikið eftir framkvæmd þessa máls hvort ríkisstjórnin telst jafnaðar-og félagshyggjustjórn. En jafnframt verður hún að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega og veita þeim réttlátar kjarabætur, sambærilegar þeim sem verkafólk fær. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun