Óttinn er kominn aftur, rautt í öllum kauphöllum 5. febrúar 2010 10:06 Hinn þekkti fjárfestir Bill Gross segir að óttinn sé kominn aftur á fjármálamarkaði heimsins. Þetta sjáist best á því að rauðar tölur eru nú í nær öllum kauphöllum heimsins. Markaðurinn á Wall Street endaði í mínus í gærkvöldi, Asíumarkaðirnir upplifðu stærsta fall sitt á síðustu mánuðum í nótt og vísitölur lækka í öllum kauphöllum Evrópu í dag. Bill Gross líkir stöðunni nú við upphaf undirmálslána-kreppunnar. Í viðtali við CNBC stöðina segir hann að umfang óttans meðal fjárfesta sé að vísu ekki jafnmikið og í kjölfar undirmálslána-kreppunnar en hægt sé að finna sameiginlega punkta í stöðunni nú og þá. Bill Gross er stofnandi Pimco, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heimsins og hann er forstjóri Total Return sem er stærsti skuldabréfasjóður heimsins. Það sem liggur að baki óttans nú að mati Gross er annarsvegar slæmar tölur frá bandaríska vinnumarkaðinum og hinsvegar vaxandi áhyggjur af skuldastöðu ríkjanna í Suður-Evrópu. „Alþjóðamarkaðir hafa á síðasta ári verið keyrðir áfram af lánapólitík ríkisstjórna og seðlabanka. Nú erum við byrjaðir að setja spurningamerki við markaðsverðmæti þeirra hlutabréfa sem hafa hækkað á grunni þessarar stefnu," segir Gross. Gross bendir á að eftir að undirmálslána-kreppan hófst hélst verðmæti hlutabréfa hátt langt fram á árið 2008 þegar svo allt hrundi þá um haustið. Hugsanlega sé hið sama að gerast að nýju. Allavega bendir Gross á að vogunarsjóðir séu í auknum mæli hættir að endurlána fé sem þeir hafa sjálfir tekið að láni á lágum vöxtum. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hinn þekkti fjárfestir Bill Gross segir að óttinn sé kominn aftur á fjármálamarkaði heimsins. Þetta sjáist best á því að rauðar tölur eru nú í nær öllum kauphöllum heimsins. Markaðurinn á Wall Street endaði í mínus í gærkvöldi, Asíumarkaðirnir upplifðu stærsta fall sitt á síðustu mánuðum í nótt og vísitölur lækka í öllum kauphöllum Evrópu í dag. Bill Gross líkir stöðunni nú við upphaf undirmálslána-kreppunnar. Í viðtali við CNBC stöðina segir hann að umfang óttans meðal fjárfesta sé að vísu ekki jafnmikið og í kjölfar undirmálslána-kreppunnar en hægt sé að finna sameiginlega punkta í stöðunni nú og þá. Bill Gross er stofnandi Pimco, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heimsins og hann er forstjóri Total Return sem er stærsti skuldabréfasjóður heimsins. Það sem liggur að baki óttans nú að mati Gross er annarsvegar slæmar tölur frá bandaríska vinnumarkaðinum og hinsvegar vaxandi áhyggjur af skuldastöðu ríkjanna í Suður-Evrópu. „Alþjóðamarkaðir hafa á síðasta ári verið keyrðir áfram af lánapólitík ríkisstjórna og seðlabanka. Nú erum við byrjaðir að setja spurningamerki við markaðsverðmæti þeirra hlutabréfa sem hafa hækkað á grunni þessarar stefnu," segir Gross. Gross bendir á að eftir að undirmálslána-kreppan hófst hélst verðmæti hlutabréfa hátt langt fram á árið 2008 þegar svo allt hrundi þá um haustið. Hugsanlega sé hið sama að gerast að nýju. Allavega bendir Gross á að vogunarsjóðir séu í auknum mæli hættir að endurlána fé sem þeir hafa sjálfir tekið að láni á lágum vöxtum.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent