Var erlendum sparifjáreigendum mismunað í raun? Ólafur Elíasson, Eiríkur S. Svavarsson og Ragnar F. Ólafsson og Jóhannes Þ. Skúlason skrifa 18. desember 2010 06:00 Því hefur verið haldið fram af Eftirlitsstofnun EFTA að íslensk stjórnvöld hafi mismunað breskum og hollenskum sparifjáreigendum í Icesave-málinu. Íslenskar innistæður hafi verið tryggðar upp í topp en aðrar innistæður hafi verið ótryggðar. Það er rétt að íslensk stjórnvöld gripu til þeirrar neyðarráðstöfunar að gefa út yfirlýsingu um að íslenskar innistæður væru tryggðar að fullu til að koma í veg fyrir algert hrun á Íslandi. Því má hins vegar ekki gleyma að íslensk stjórnvöld gripu líka til ráðstafana sem vörðu hagsmuni erlendra sparifjáreigenda. Með neyðarlögunum var sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi tryggður forgangur að erlendu eignasafni Landsbankans. Með þeirri aðgerð virðast breskum og hollenskum sparifjáreigendum hafa verið tryggðar endurheimtur upp á allt að 90% af þeirri upphæð sem þeir höfðu lagt inn á Icesave, án nokkurrar íhlutunar þarlendra stjórnvalda (miðað við áætlun skilanefndar Landsbankans um endurheimtur). Í þessu sambandi verður að benda á að innistæður á Íslandi voru hins vegar aðeins tryggðar í íslenskum krónum og sú trygging var veitt eftir hrun þegar gengisfall hafði orðið á verðmætum þeirra innistæðna. Mismunandi málsmeðferð er ekki ávísun á mismunun í verðmætum Sé því haldið fram að mismunun hafi átt sér stað er ekki nóg að benda á að aðilar hafi ekki hlotið sömu málsmeðferð. Fyrir dómstólum verða Bretar og Hollendingar einnig að sýna fram á að þeirra sparifjáreigendum hafi ekki verið tryggð sömu verðmæti og þeim íslensku. Við nánari skoðun virðist það ekki vera raunin. Tökum dæmi: Breti sem lagði 10.000 sterlingspund inn á Icesave-reikning í Bretlandi 1. janúar 2008, þegar innlagnir inn á Icesave stóðu í hámarki. Hann ætti nú von á u.þ.b. 9.000 pundum úr þrotabúi Landsbankans vegna íslensku neyðarlaganna. Þessi sparifjáreigandi hefur tapað um 1.000 sterlingspundum og vöxtum á tímabilinu. Þetta væri niðurstaðan hefðu bresk stjórnvöld ekki gripið inn í og greitt Bretanum út innistæðurnar. Berum þetta nú saman við íslenskan sparifjáreigenda sem lagði sömu upphæð inn á reikning Landsbankans í Reykjavík. Hann lagði inn á sparifjárreikning 10.000 sterlingspund sem breyttust í íslenskar krónur. Þannig var innistæða hans 1.240.000 ISK 1. janúar 2008. Þessi innistæða hans hefur borið almenna sparifjárvexti frá þeim tíma og stendur nú í u.þ.b. 1.370.000 ISK. Sé litið til verðmætis þessara króna er augljóst að raunverðmæti þeirra í t.d. sterlingspundum eða annarri mynt á EES-svæðinu er langt undir þeim verðmætum sem breskum sparifjáreigendum voru tryggð með neyðarlögunum sem gáfu þeim forgang í erlendar eigur Landsbankans. Á núverandi gengi fengi íslenski sparifjáreigandinn t.d. aðeins um 6.600 sterlingspund fyrir krónueign sína. Þrátt fyrir ólíka málsmeðferð er ekki augljóst að dómari muni komast að þeirri niðurstöðu að sparifjáreigendur í Bretlandi og Hollandi hafi verið órétti beittir. Enda virðist sem þeim hafi í raun verið tryggð meiri verðmæti út úr bankahruninu en sparifjáreigendum á Íslandi.Jóhannes Þ. SkúlasonRagnar F. ÓlafssonEiríkur S. Svavarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram af Eftirlitsstofnun EFTA að íslensk stjórnvöld hafi mismunað breskum og hollenskum sparifjáreigendum í Icesave-málinu. Íslenskar innistæður hafi verið tryggðar upp í topp en aðrar innistæður hafi verið ótryggðar. Það er rétt að íslensk stjórnvöld gripu til þeirrar neyðarráðstöfunar að gefa út yfirlýsingu um að íslenskar innistæður væru tryggðar að fullu til að koma í veg fyrir algert hrun á Íslandi. Því má hins vegar ekki gleyma að íslensk stjórnvöld gripu líka til ráðstafana sem vörðu hagsmuni erlendra sparifjáreigenda. Með neyðarlögunum var sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi tryggður forgangur að erlendu eignasafni Landsbankans. Með þeirri aðgerð virðast breskum og hollenskum sparifjáreigendum hafa verið tryggðar endurheimtur upp á allt að 90% af þeirri upphæð sem þeir höfðu lagt inn á Icesave, án nokkurrar íhlutunar þarlendra stjórnvalda (miðað við áætlun skilanefndar Landsbankans um endurheimtur). Í þessu sambandi verður að benda á að innistæður á Íslandi voru hins vegar aðeins tryggðar í íslenskum krónum og sú trygging var veitt eftir hrun þegar gengisfall hafði orðið á verðmætum þeirra innistæðna. Mismunandi málsmeðferð er ekki ávísun á mismunun í verðmætum Sé því haldið fram að mismunun hafi átt sér stað er ekki nóg að benda á að aðilar hafi ekki hlotið sömu málsmeðferð. Fyrir dómstólum verða Bretar og Hollendingar einnig að sýna fram á að þeirra sparifjáreigendum hafi ekki verið tryggð sömu verðmæti og þeim íslensku. Við nánari skoðun virðist það ekki vera raunin. Tökum dæmi: Breti sem lagði 10.000 sterlingspund inn á Icesave-reikning í Bretlandi 1. janúar 2008, þegar innlagnir inn á Icesave stóðu í hámarki. Hann ætti nú von á u.þ.b. 9.000 pundum úr þrotabúi Landsbankans vegna íslensku neyðarlaganna. Þessi sparifjáreigandi hefur tapað um 1.000 sterlingspundum og vöxtum á tímabilinu. Þetta væri niðurstaðan hefðu bresk stjórnvöld ekki gripið inn í og greitt Bretanum út innistæðurnar. Berum þetta nú saman við íslenskan sparifjáreigenda sem lagði sömu upphæð inn á reikning Landsbankans í Reykjavík. Hann lagði inn á sparifjárreikning 10.000 sterlingspund sem breyttust í íslenskar krónur. Þannig var innistæða hans 1.240.000 ISK 1. janúar 2008. Þessi innistæða hans hefur borið almenna sparifjárvexti frá þeim tíma og stendur nú í u.þ.b. 1.370.000 ISK. Sé litið til verðmætis þessara króna er augljóst að raunverðmæti þeirra í t.d. sterlingspundum eða annarri mynt á EES-svæðinu er langt undir þeim verðmætum sem breskum sparifjáreigendum voru tryggð með neyðarlögunum sem gáfu þeim forgang í erlendar eigur Landsbankans. Á núverandi gengi fengi íslenski sparifjáreigandinn t.d. aðeins um 6.600 sterlingspund fyrir krónueign sína. Þrátt fyrir ólíka málsmeðferð er ekki augljóst að dómari muni komast að þeirri niðurstöðu að sparifjáreigendur í Bretlandi og Hollandi hafi verið órétti beittir. Enda virðist sem þeim hafi í raun verið tryggð meiri verðmæti út úr bankahruninu en sparifjáreigendum á Íslandi.Jóhannes Þ. SkúlasonRagnar F. ÓlafssonEiríkur S. Svavarsson
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun