„Það ástand sem þetta frumvarp skapar og hefur haft á rekstur fyrirtækisins Hvals hf. er algjörlega óviðunandi,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akraness vegna frumvarps um leyfisveitingar vegna hvalveiða sem lagt hefur verið fram á Alþingi.
„Atvinnuástand á Vesturlandi er grafalvarlegt og nái frumvarpið fram að ganga eru að minnsta kosti 150 störf í hættu. Það ástand sem þetta frumvarp skapar og hefur haft á rekstur fyrirtækisins Hvals hf. er algjörlega óviðunandi,“ segir bæjarstjórnin sem skorar á Alþingi að afturkalla frumvarpið strax svo skipuleggja megi veiðar og vinnslu í sumar. - gar