Umfjöllun: HK-sigur á Akureyri fleytti liðinu í úrslitakeppnina Hjalti Þór Hreinsson skrifar 5. apríl 2010 22:04 Gunnar Magnússon hefur náð frábærum árangri með HK. Fréttablaðið Þar sem Valur vann FH í N1-deild karla í handbolta í kvöld var ljóst að liðið sem vann á Akureyri kæmist í úrslitakeppnina og það var hlutskipti HK. Kópavogsbúar voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og unnu sanngjarnan 22-24 sigur. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, setti sjálfan sig í leikmannahópinn á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu á tímabilinu. Hörður Fannar Sigþórsson var meiddur og því fyllti Rúnar í skarðið. Hann kom inn á undir lokin og stóð fyrir sínu. Akureyri hafði tapað þremur leikjum í röð og breytti útaf sinni hefðbundu 6-0 vörn í byrjun í 5+1 vörn þar sem Valdimar Fannar Þórsson var tekinn úr umferð. Það gekk ágætlega en vörn Akureyrar var ekki slæm, en þó ekki mikið betri en það. Hörður Flóki varði ágætlega fyrir aftan hana, níu skot í fyrri hálfleik. Tveir Akureyringar í lið HK voru atkvæðamiklir í byrjun, Sveinbjörn varði frábærlega og Atli Ævar Ingólfsson skoraði fyrstu fjögur mörk HK. Í stöðunni 1-5 tók Akureyri leikhlé. Sveinbjörn varði alls 19 skot í fyrri hálfleik, þar af fimmtán á fyrstu fimmtán mínútunum. Samt náði HK ekki afgerandi forystu. Ótrúlegar tölur hjá Sveinbirni og án þess að gera lítið úr þessari 68% markvörslu í fyrri hálfleik voru mörg skot Akureyringa ævintýralega slök. Bæði lið gerðu mörg fáránleg mistök, hentu boltanum frá sér ítrekað til að mynda. Niðurstaðan var leiðinlegur hálfleikur þar sem Sveinbjörn og markvarsla hans stóðu upp úr. Engin brottvísun var í fyrri hálfleiknum. Staðan 9-13 í hálfleik. Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Seinni hálfleikur var æsispennandi eftir það og tveimur mörkum munaði mest á liðunum. HK var alltaf í forystunni og Akureyringum gekk erfiðlega að jafna. Það tókst loks þegar átta mínútur voru eftir og staðan 20-20. Gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Agaður sóknarleikur þeirra var lykillinn að sigrinum undir lokin þegar vörn liðsins slakaði á. HK-ingar spiluðu mjög skynsamlega í sókninni og töfðu leikinn mjög vel. Niðurstaðan góður sigur HK, 22-24. Sveinbjörn var eðlilega besti maður þeirra en Atli Ævar Ingólfsson og Bjarki Már Gunnarsson leiddu sóknina frábærlega. Hjá Akureyri stóð enginn upp úr, Oddur átti ágætan leik og Hörður Flóki líka. Liðið saknaði lykilmanna sinna í leiknum, Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason voru báðir slakir í kvöld. Akureyri þarf nú að vinna Hauka á Ásvöllum í lokaumferðinni. Þeir eru þó enn með hlutina í sínum höndum, þrátt fyrir allt. Ef HK vinnur FH kemst liðið einnig áfram.Akureyri-HK 22-24 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/4 (14), Árni Þór Sigtryggsson 5 (16), Guðmundur H. Helgason 3 (8), Halldór Logi Árnason 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Jónatan Magnússon 1 (4), Heimir Örn Árnason 0 (6), Andri Snær Stefánsson 0 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (44) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Guðmundur 2, Guðlaugur 2, Oddur).Fiskuð víti: 4 (Árni, Oddur, Hreinn, Andri).Utan vallar: 4 mín.Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 7 (9), Bjarki Már Gunnarsson 6 (10), Bjarki Már Elísson 3/2 (4), Valdimar Þórsson 3 (10), Ragnar Hjaltested 2 (4), Sverrir Hermannsson 2 (12), Hákon Hermannsson Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 0 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26 (48) 54%Hraðaupphlaup: 1 (Ragnar).Fiskuð víti: 2 (Valdimar, Atli).Utan vallar: 4 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson. Frábærir lengst af, misstu aðeins tökin í lokin. Olís-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Sjá meira
Þar sem Valur vann FH í N1-deild karla í handbolta í kvöld var ljóst að liðið sem vann á Akureyri kæmist í úrslitakeppnina og það var hlutskipti HK. Kópavogsbúar voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og unnu sanngjarnan 22-24 sigur. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, setti sjálfan sig í leikmannahópinn á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu á tímabilinu. Hörður Fannar Sigþórsson var meiddur og því fyllti Rúnar í skarðið. Hann kom inn á undir lokin og stóð fyrir sínu. Akureyri hafði tapað þremur leikjum í röð og breytti útaf sinni hefðbundu 6-0 vörn í byrjun í 5+1 vörn þar sem Valdimar Fannar Þórsson var tekinn úr umferð. Það gekk ágætlega en vörn Akureyrar var ekki slæm, en þó ekki mikið betri en það. Hörður Flóki varði ágætlega fyrir aftan hana, níu skot í fyrri hálfleik. Tveir Akureyringar í lið HK voru atkvæðamiklir í byrjun, Sveinbjörn varði frábærlega og Atli Ævar Ingólfsson skoraði fyrstu fjögur mörk HK. Í stöðunni 1-5 tók Akureyri leikhlé. Sveinbjörn varði alls 19 skot í fyrri hálfleik, þar af fimmtán á fyrstu fimmtán mínútunum. Samt náði HK ekki afgerandi forystu. Ótrúlegar tölur hjá Sveinbirni og án þess að gera lítið úr þessari 68% markvörslu í fyrri hálfleik voru mörg skot Akureyringa ævintýralega slök. Bæði lið gerðu mörg fáránleg mistök, hentu boltanum frá sér ítrekað til að mynda. Niðurstaðan var leiðinlegur hálfleikur þar sem Sveinbjörn og markvarsla hans stóðu upp úr. Engin brottvísun var í fyrri hálfleiknum. Staðan 9-13 í hálfleik. Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Seinni hálfleikur var æsispennandi eftir það og tveimur mörkum munaði mest á liðunum. HK var alltaf í forystunni og Akureyringum gekk erfiðlega að jafna. Það tókst loks þegar átta mínútur voru eftir og staðan 20-20. Gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Agaður sóknarleikur þeirra var lykillinn að sigrinum undir lokin þegar vörn liðsins slakaði á. HK-ingar spiluðu mjög skynsamlega í sókninni og töfðu leikinn mjög vel. Niðurstaðan góður sigur HK, 22-24. Sveinbjörn var eðlilega besti maður þeirra en Atli Ævar Ingólfsson og Bjarki Már Gunnarsson leiddu sóknina frábærlega. Hjá Akureyri stóð enginn upp úr, Oddur átti ágætan leik og Hörður Flóki líka. Liðið saknaði lykilmanna sinna í leiknum, Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason voru báðir slakir í kvöld. Akureyri þarf nú að vinna Hauka á Ásvöllum í lokaumferðinni. Þeir eru þó enn með hlutina í sínum höndum, þrátt fyrir allt. Ef HK vinnur FH kemst liðið einnig áfram.Akureyri-HK 22-24 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/4 (14), Árni Þór Sigtryggsson 5 (16), Guðmundur H. Helgason 3 (8), Halldór Logi Árnason 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Jónatan Magnússon 1 (4), Heimir Örn Árnason 0 (6), Andri Snær Stefánsson 0 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (44) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Guðmundur 2, Guðlaugur 2, Oddur).Fiskuð víti: 4 (Árni, Oddur, Hreinn, Andri).Utan vallar: 4 mín.Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 7 (9), Bjarki Már Gunnarsson 6 (10), Bjarki Már Elísson 3/2 (4), Valdimar Þórsson 3 (10), Ragnar Hjaltested 2 (4), Sverrir Hermannsson 2 (12), Hákon Hermannsson Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 0 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26 (48) 54%Hraðaupphlaup: 1 (Ragnar).Fiskuð víti: 2 (Valdimar, Atli).Utan vallar: 4 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson. Frábærir lengst af, misstu aðeins tökin í lokin.
Olís-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti