Körfubolti

Páll hættur að þjálfa KR

Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán

Páll Kolbeinsson stýrði KR í síðasta skipti í kvöld er KR tapaði fyrir Snæfell í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

„Það stóð aldrei annað til en að ég yrði bara í eitt ár. Sigurður Ingimundarson átti að vera þjálfari liðsins en hann fór til Svíþjóðar. Þá varð ég að taka þetta að mér ásamt Guðmundi Magnússyni," sagði Páll en hann verður áfram formaður meistaraflokksráðs félagsins.

„Nú hefst bara leitin að nýjum þjálfara. Þegar ég kom aftur til félagsins þá stóð aldrei annað til en að KR yrði alltaf með topplið. Það hefur tekist og Suðurnesjaliðin einoka þetta ekki lengur. Við ætlum að halda því þannig og mæta sterkir til leiks á næstu leiktíð."

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekkert tjá sig um hver yrði arftaki Páls. Sagði að það myndi skýrast á næstunni.

Tveir reyndir þjálfarar - Friðrik Ragnarsson og Valur Ingimundarson - eru á lausu og ekki ólíklegt að KR-ingar heyri hljóðið í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×