Borgin hreinsar til í kringum lóð Hrafns 17. apríl 2010 05:00 laugarnestangi Loftmyndin sýnir það rask sem borgaryfirvöld telja að Hrafn hafi gert á landi utan lóðarmarkanna. Hann hafi stækkað tjarnir og komið upp mannvirkjum. Reykjavíkurborg mun fjarlægja allar óleyfisframkvæmdir utan lóðamarka Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga á mánudag. Hann hefur frest til klukkan 9 á mánudagsmorgun til að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga, að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja án frekari fyrirvara „þaðan grjót og annað, sem ekki á þar heima“. Nokkur styr hefur staðið um lóðina og svæðið í kringum hana og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, óskaði eftir að svæði utan lóðar yrði komið í það horf sem það var þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa brotið það samkomulag og framkvæmt utan lóðar sinnar, í landi sem njóti minjaverndar. Þar sé til dæmis elsti kirkjugarður í Reykjavík og landnámsjörð. Í bréfi frá borginni sem Hrafni barst í gær er vísað í samkomulagið við hann. Þar segir: „Hrafni er ljóst að honum er óheimilt að breyta jarðvegi utan lóðamarka.“ Hrafn segist ekki hafa gert það og segir tjarnir, sem fullyrt er að hann hafi átt við, náttúrulegar. Stærðarmun á þeim á myndum megi skýra með því að mismunandi mikið vatn sé í mýrartjörnum. Það sé eðlilegt. Þá telur hann borgina skaðabótaskylda verði listaverk kúbönsku listakonunnar Nailes Barzaga, sem standa á Laugarnestanganum, fjarlægð. „Mér finnst þetta bera mikinn keim af taugaveiklun.“ Þá segir Hrafn að árið 2007 hafi borgaryfirvöld tilkynnt honum að gert yrði við hann samkomulag um málið. Hann vísaði í tölvubréf frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, en þar segir: „Ég held að það sé áhugi fyrir hendi að koma á einhvers konar samkomulagi milli þín og Reykjavíkurborgar. Það þarf hins vegar að finna því réttu formerkin og farveginn.“ Embættismenn eigi að leita lausnar. Hrafn segir því boltann hafa verið hjá borgaryfirvöldum og því ekki nema eðlilegt að hann hafi beðið rólegur eftir þeirra tilboði. Þá fullyrðir hann að bréf, sem borgaryfirvöld sendu honum dagsett 1. júlí 2009, hafi aldrei borist. Hrafn segir að ekki hafi tekist að ljúka málinu vegna tíðra breytinga í ráðhúsinu. „Vandinn er sá að borgarstjórar hafa komið og farið og ekki skrýtið að eitthvað hafi farið fram hjá þeim.“ kolbeinn@frettabladid.is hrafn gunnlaugsson Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Reykjavíkurborg mun fjarlægja allar óleyfisframkvæmdir utan lóðamarka Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga á mánudag. Hann hefur frest til klukkan 9 á mánudagsmorgun til að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga, að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja án frekari fyrirvara „þaðan grjót og annað, sem ekki á þar heima“. Nokkur styr hefur staðið um lóðina og svæðið í kringum hana og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, óskaði eftir að svæði utan lóðar yrði komið í það horf sem það var þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa brotið það samkomulag og framkvæmt utan lóðar sinnar, í landi sem njóti minjaverndar. Þar sé til dæmis elsti kirkjugarður í Reykjavík og landnámsjörð. Í bréfi frá borginni sem Hrafni barst í gær er vísað í samkomulagið við hann. Þar segir: „Hrafni er ljóst að honum er óheimilt að breyta jarðvegi utan lóðamarka.“ Hrafn segist ekki hafa gert það og segir tjarnir, sem fullyrt er að hann hafi átt við, náttúrulegar. Stærðarmun á þeim á myndum megi skýra með því að mismunandi mikið vatn sé í mýrartjörnum. Það sé eðlilegt. Þá telur hann borgina skaðabótaskylda verði listaverk kúbönsku listakonunnar Nailes Barzaga, sem standa á Laugarnestanganum, fjarlægð. „Mér finnst þetta bera mikinn keim af taugaveiklun.“ Þá segir Hrafn að árið 2007 hafi borgaryfirvöld tilkynnt honum að gert yrði við hann samkomulag um málið. Hann vísaði í tölvubréf frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, en þar segir: „Ég held að það sé áhugi fyrir hendi að koma á einhvers konar samkomulagi milli þín og Reykjavíkurborgar. Það þarf hins vegar að finna því réttu formerkin og farveginn.“ Embættismenn eigi að leita lausnar. Hrafn segir því boltann hafa verið hjá borgaryfirvöldum og því ekki nema eðlilegt að hann hafi beðið rólegur eftir þeirra tilboði. Þá fullyrðir hann að bréf, sem borgaryfirvöld sendu honum dagsett 1. júlí 2009, hafi aldrei borist. Hrafn segir að ekki hafi tekist að ljúka málinu vegna tíðra breytinga í ráðhúsinu. „Vandinn er sá að borgarstjórar hafa komið og farið og ekki skrýtið að eitthvað hafi farið fram hjá þeim.“ kolbeinn@frettabladid.is hrafn gunnlaugsson
Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira