„Ég vil að allir sjái mynd af þessu tæki“ 19. maí 2010 06:00 Leiktæki sömu tegundar Tvær kaðlarólur og rennibraut eru á leiktækinu. Þetta tæki, sem er nákvæmlega eins, er stutt frá heimili drengsins sem lést. Rólurnar tvær voru skornar niður eftir slysið á laugardaginn. fréttablaðið/anton „Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. „Ég spyr hvernig stendur á því að það er hægt að selja tæki sem veldur skaða sem þessum. Rannsóknarlögreglan segir að tækið sé löglegt til nota í einkagörðum þar sem börn leika sér undir eftirliti. Þetta er auðvitað fásinna. Þegar keypt eru leiktæki fyrir lítil börn hlýtur maður að geta gengið að því vísu að tækið sé barnvænt en ekki stórhættulegt.“ Hákon segir að enginn hafi orðið vitni að slysinu á laugardaginn. Atburðarásin hafi verið hröð og ekki í mannlegu valdi að grípa inn í. Hann gagnrýnir hart að kaðlarólur séu enn seldar. „Það getur ekki verið að ástæðulausu að flestar rólur eru keðjurólur þar sem sérstök hlíf kemur í veg fyrir að hægt sé að búa til snöru eða lykkju eins og hún sem olli slysinu á laugardaginn,“ segir Hákon. Hann segir að leiktækið hafi verið keypt í BYKO, en það sé einnig selt í fleiri verslunum um allt land og hvergi sé varað við því að rólurnar séu hættulegar. Leiktækið var sett upp stutt frá heimili drengsins en hefur verið tekið niður. „Lögreglan tók niður tækið að ósk fólksins sem átti það, en það er annað eins í garði hjá öðru fjölbýlishúsi hérna rétt hjá. Ég er viss um að þessi leiktæki eru í fjölmörgum görðum um allt land og því vil ég benda fólki á þá hættu sem af því stafar,“ segir Hákon. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, hefur unnið að málinu frá upphafi í samstarfi við rannsóknarlögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur jafnframt verið fulltrúum frá versluninni BYKO til ráðgjafar. Hún segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi þar sem hún er bundin trúnaði að ósk lögreglunnar. Hún vill hins vegar fullvissa alla um það að faglega hafi verið staðið að rannsókn málsins og nauðsynlegar ráðstafanir gerðar um leið og mögulegt er. Ekki eru unnt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. Ekki náðist í neinn af forsvarsmönnum BYKO við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Fréttir ársins 2010 Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
„Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. „Ég spyr hvernig stendur á því að það er hægt að selja tæki sem veldur skaða sem þessum. Rannsóknarlögreglan segir að tækið sé löglegt til nota í einkagörðum þar sem börn leika sér undir eftirliti. Þetta er auðvitað fásinna. Þegar keypt eru leiktæki fyrir lítil börn hlýtur maður að geta gengið að því vísu að tækið sé barnvænt en ekki stórhættulegt.“ Hákon segir að enginn hafi orðið vitni að slysinu á laugardaginn. Atburðarásin hafi verið hröð og ekki í mannlegu valdi að grípa inn í. Hann gagnrýnir hart að kaðlarólur séu enn seldar. „Það getur ekki verið að ástæðulausu að flestar rólur eru keðjurólur þar sem sérstök hlíf kemur í veg fyrir að hægt sé að búa til snöru eða lykkju eins og hún sem olli slysinu á laugardaginn,“ segir Hákon. Hann segir að leiktækið hafi verið keypt í BYKO, en það sé einnig selt í fleiri verslunum um allt land og hvergi sé varað við því að rólurnar séu hættulegar. Leiktækið var sett upp stutt frá heimili drengsins en hefur verið tekið niður. „Lögreglan tók niður tækið að ósk fólksins sem átti það, en það er annað eins í garði hjá öðru fjölbýlishúsi hérna rétt hjá. Ég er viss um að þessi leiktæki eru í fjölmörgum görðum um allt land og því vil ég benda fólki á þá hættu sem af því stafar,“ segir Hákon. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, hefur unnið að málinu frá upphafi í samstarfi við rannsóknarlögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur jafnframt verið fulltrúum frá versluninni BYKO til ráðgjafar. Hún segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi þar sem hún er bundin trúnaði að ósk lögreglunnar. Hún vill hins vegar fullvissa alla um það að faglega hafi verið staðið að rannsókn málsins og nauðsynlegar ráðstafanir gerðar um leið og mögulegt er. Ekki eru unnt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. Ekki náðist í neinn af forsvarsmönnum BYKO við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Fréttir ársins 2010 Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira