„Ég vil að allir sjái mynd af þessu tæki“ 19. maí 2010 06:00 Leiktæki sömu tegundar Tvær kaðlarólur og rennibraut eru á leiktækinu. Þetta tæki, sem er nákvæmlega eins, er stutt frá heimili drengsins sem lést. Rólurnar tvær voru skornar niður eftir slysið á laugardaginn. fréttablaðið/anton „Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. „Ég spyr hvernig stendur á því að það er hægt að selja tæki sem veldur skaða sem þessum. Rannsóknarlögreglan segir að tækið sé löglegt til nota í einkagörðum þar sem börn leika sér undir eftirliti. Þetta er auðvitað fásinna. Þegar keypt eru leiktæki fyrir lítil börn hlýtur maður að geta gengið að því vísu að tækið sé barnvænt en ekki stórhættulegt.“ Hákon segir að enginn hafi orðið vitni að slysinu á laugardaginn. Atburðarásin hafi verið hröð og ekki í mannlegu valdi að grípa inn í. Hann gagnrýnir hart að kaðlarólur séu enn seldar. „Það getur ekki verið að ástæðulausu að flestar rólur eru keðjurólur þar sem sérstök hlíf kemur í veg fyrir að hægt sé að búa til snöru eða lykkju eins og hún sem olli slysinu á laugardaginn,“ segir Hákon. Hann segir að leiktækið hafi verið keypt í BYKO, en það sé einnig selt í fleiri verslunum um allt land og hvergi sé varað við því að rólurnar séu hættulegar. Leiktækið var sett upp stutt frá heimili drengsins en hefur verið tekið niður. „Lögreglan tók niður tækið að ósk fólksins sem átti það, en það er annað eins í garði hjá öðru fjölbýlishúsi hérna rétt hjá. Ég er viss um að þessi leiktæki eru í fjölmörgum görðum um allt land og því vil ég benda fólki á þá hættu sem af því stafar,“ segir Hákon. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, hefur unnið að málinu frá upphafi í samstarfi við rannsóknarlögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur jafnframt verið fulltrúum frá versluninni BYKO til ráðgjafar. Hún segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi þar sem hún er bundin trúnaði að ósk lögreglunnar. Hún vill hins vegar fullvissa alla um það að faglega hafi verið staðið að rannsókn málsins og nauðsynlegar ráðstafanir gerðar um leið og mögulegt er. Ekki eru unnt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. Ekki náðist í neinn af forsvarsmönnum BYKO við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Fréttir ársins 2010 Innlent Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
„Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. „Ég spyr hvernig stendur á því að það er hægt að selja tæki sem veldur skaða sem þessum. Rannsóknarlögreglan segir að tækið sé löglegt til nota í einkagörðum þar sem börn leika sér undir eftirliti. Þetta er auðvitað fásinna. Þegar keypt eru leiktæki fyrir lítil börn hlýtur maður að geta gengið að því vísu að tækið sé barnvænt en ekki stórhættulegt.“ Hákon segir að enginn hafi orðið vitni að slysinu á laugardaginn. Atburðarásin hafi verið hröð og ekki í mannlegu valdi að grípa inn í. Hann gagnrýnir hart að kaðlarólur séu enn seldar. „Það getur ekki verið að ástæðulausu að flestar rólur eru keðjurólur þar sem sérstök hlíf kemur í veg fyrir að hægt sé að búa til snöru eða lykkju eins og hún sem olli slysinu á laugardaginn,“ segir Hákon. Hann segir að leiktækið hafi verið keypt í BYKO, en það sé einnig selt í fleiri verslunum um allt land og hvergi sé varað við því að rólurnar séu hættulegar. Leiktækið var sett upp stutt frá heimili drengsins en hefur verið tekið niður. „Lögreglan tók niður tækið að ósk fólksins sem átti það, en það er annað eins í garði hjá öðru fjölbýlishúsi hérna rétt hjá. Ég er viss um að þessi leiktæki eru í fjölmörgum görðum um allt land og því vil ég benda fólki á þá hættu sem af því stafar,“ segir Hákon. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, hefur unnið að málinu frá upphafi í samstarfi við rannsóknarlögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur jafnframt verið fulltrúum frá versluninni BYKO til ráðgjafar. Hún segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi þar sem hún er bundin trúnaði að ósk lögreglunnar. Hún vill hins vegar fullvissa alla um það að faglega hafi verið staðið að rannsókn málsins og nauðsynlegar ráðstafanir gerðar um leið og mögulegt er. Ekki eru unnt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. Ekki náðist í neinn af forsvarsmönnum BYKO við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Fréttir ársins 2010 Innlent Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira