BIS: Þjóðarskuldir eru komnar á suðupunktinn 9. apríl 2010 14:27 Áhættan sem BIS sér fyrir augum sínum er fólgin í miklum hækkunum á vöxtum og álagi á ríkisskuldabréfum þar sem fjárfestar eru nú þegar að drukkna í þessum pappírum Forráðmenn Alþjóða greiðslumiðlunarbankans (BIS) í Basel eru ekki að skafa af hlutunum. Þeir segja að þjóðarskuldir séu nú að skríða yfir hættumörkin hjá Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi og flestum þjóðum í Vestur Evrópu. Afleiðingin gæti orðið skuldabréfakreppa í miðju alþjóðlega hagkerfinu.„Eftirmáli fjármálakreppunnar er um það bil að koma bullandi fjárhagsvandamáli í hagkerfum iðnaðarþjóðanna á suðupunktinn," segir í áliti BIS en fjallað er um málið í blaðinu Telegraph. „Gífurlegs niðurskurðar er þörf til að koma í veg fyrir vaxtahækkanir, ef það er ekki þegar of seint fyrir sumar þjóðir."Áhættan sem BIS sér fyrir augum sínum er fólgin í miklum hækkunum á vöxtum og álagi á ríkisskuldabréfum þar sem fjárfestar eru nú þegar að drukkna í þessum pappírum. „Skuldabréfamiðlarar eru þekktir fyrir skammsýni sína og telja að þeir geti komist í skjól áður en stormurinn skellur á," segir Stephen Cecchetti aðalhagfræðingur BIS í áliti sem ber heitið „Framtíð opinberra skulda".Cecchetti segir að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær markaðurinn fer að þrýsta á ríkisstjórnir um að fá meira í sinn hlut fyrir að halda á sífellt stækkandi þjóðarskuldum þ.e. ríkisskuldabréfum. Cecchetti segir að hættan sé á að óstöðvandi spírall fari í gang þar sem hækkandi vextir kalli á aukna útgáfu skuldabréfa sem kalli á enn hærri vexti o.sv.fr.Bretland fær það óþvegið í áliti Cecchetti. Landið gæti hafa siglt inn í kreppuna með litlar opinberar skuldir en það svigrúm hefur verið notað og sú þróun hefur leitt í ljós hve opinber reikningsskil eru rotin í Bretlandi. Fram kemur að stór hætta sé á að opinbera skuldir Bretlands verði stjórnlausar.Áætlað er að bara vaxtagreiðslur af opinberum skuldum Bretlands muni vaxa úr núverandi 5% af landsframleiðslu landsins upp í 10% innan tíu ára og að árið 2040 verði þessar afborganir orðnar 27% af landsframleiðslunni. Grikkir eiga betri framtíð fyrir sér hvað þetta varðar og Ítalir eru hreinir englar í samanburðinum.Niðurskurður hjá hinu opinbera er besta og einfaldasta leiðin til að berjast gegn of mikilli skuldsetningu. BIS segir að áætlanir núverandi stjórnar Bretlands um að draga úr umsvifum hins opinbera um 1,3% af landsframleiðslu á ári næstu þrjú árin dugi hvergi nærri til. Nær væri að taka Spán til fyrirmyndar sem ætlar að skera fjárlagahalla sinn úr 11,4% og niður í 3% á sama tímabili. Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Forráðmenn Alþjóða greiðslumiðlunarbankans (BIS) í Basel eru ekki að skafa af hlutunum. Þeir segja að þjóðarskuldir séu nú að skríða yfir hættumörkin hjá Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi og flestum þjóðum í Vestur Evrópu. Afleiðingin gæti orðið skuldabréfakreppa í miðju alþjóðlega hagkerfinu.„Eftirmáli fjármálakreppunnar er um það bil að koma bullandi fjárhagsvandamáli í hagkerfum iðnaðarþjóðanna á suðupunktinn," segir í áliti BIS en fjallað er um málið í blaðinu Telegraph. „Gífurlegs niðurskurðar er þörf til að koma í veg fyrir vaxtahækkanir, ef það er ekki þegar of seint fyrir sumar þjóðir."Áhættan sem BIS sér fyrir augum sínum er fólgin í miklum hækkunum á vöxtum og álagi á ríkisskuldabréfum þar sem fjárfestar eru nú þegar að drukkna í þessum pappírum. „Skuldabréfamiðlarar eru þekktir fyrir skammsýni sína og telja að þeir geti komist í skjól áður en stormurinn skellur á," segir Stephen Cecchetti aðalhagfræðingur BIS í áliti sem ber heitið „Framtíð opinberra skulda".Cecchetti segir að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær markaðurinn fer að þrýsta á ríkisstjórnir um að fá meira í sinn hlut fyrir að halda á sífellt stækkandi þjóðarskuldum þ.e. ríkisskuldabréfum. Cecchetti segir að hættan sé á að óstöðvandi spírall fari í gang þar sem hækkandi vextir kalli á aukna útgáfu skuldabréfa sem kalli á enn hærri vexti o.sv.fr.Bretland fær það óþvegið í áliti Cecchetti. Landið gæti hafa siglt inn í kreppuna með litlar opinberar skuldir en það svigrúm hefur verið notað og sú þróun hefur leitt í ljós hve opinber reikningsskil eru rotin í Bretlandi. Fram kemur að stór hætta sé á að opinbera skuldir Bretlands verði stjórnlausar.Áætlað er að bara vaxtagreiðslur af opinberum skuldum Bretlands muni vaxa úr núverandi 5% af landsframleiðslu landsins upp í 10% innan tíu ára og að árið 2040 verði þessar afborganir orðnar 27% af landsframleiðslunni. Grikkir eiga betri framtíð fyrir sér hvað þetta varðar og Ítalir eru hreinir englar í samanburðinum.Niðurskurður hjá hinu opinbera er besta og einfaldasta leiðin til að berjast gegn of mikilli skuldsetningu. BIS segir að áætlanir núverandi stjórnar Bretlands um að draga úr umsvifum hins opinbera um 1,3% af landsframleiðslu á ári næstu þrjú árin dugi hvergi nærri til. Nær væri að taka Spán til fyrirmyndar sem ætlar að skera fjárlagahalla sinn úr 11,4% og niður í 3% á sama tímabili.
Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira