Olic óstöðvandi og Bayern í úrslit Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2010 16:22 Bæjarar fagna fyrsta marki Olic. Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt. Þýska liðið mun sterkara frá upphafi leiks og er verðskuldað komið í úrslit þar sem það mætir annað hvort Inter eða Barcelona. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum má sjá hana hér að neðan. Lyon - FC Bayern 0-3 (0-4 samanlagt) 0-1 Ivica Olic (26. mín), 0-2 Ivica Olic (66.), 0-3 Ivica Olic (78.) Rautt spjald: Cris, Lyon (59.) 86. mín: Lyon er fyrir löngu búið að gefast upp og leikmenn bíða eftir því að leiknum ljúki.78. mín: Olic getur hreinlega ekki hætt að skora og hann var að fullkomna þrennu sína. Að þessu sinni skoraði hann með skalla.76. mín: Bayern er líklegra til að bæta við en Lyon að minnka muninn.66. mín: MARK!!! Olic fær stungusendingu frá Altintop og klárar færið vel eins og svo oft áður. Held við getum lýst því yfir og sagt að Bayern sé komið í úrslitaleikinn.59. mín: Enn syrtir í álinn hjá Lyon sem var að missa Cris af velli með rautt spjald fyrir skrautlega tæklingu.56. mín: Gengur sem fyrr erfiðlega hjá Lyon að opna vörn Bayern sem sækir hratt og Robben var næstum búinn að skora eftir góða skyndisókn.50. mín: Lyon fær ágætt færi en skotið siglir yfir markið. Frakkarnir verða að ná marki snemma til að eiga smá von.Hálfleikur: 0-1 fyrir Bayern sem er 45 mínútum frá sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeau.39. mín: Varnarleikurinn hjá Bayern þéttur og liðið er með öll völd í þessum leik. Frakkarnir þurfa heldur betur að spýta í lófana.31. mín: Bastos fær algjört dauðafæri í teig Bayern en setur boltann fram hjá markinu. Lyon hefur ekki efni á að klúðra svona færum.26. mín: MARK!!! Ivica Olic kemur FC Bayern yfir með skoti úr teignum. Bayern spilaði vel í teiginn, Muller gaf á Olic sem kláraði færið sitt vel. Bayern með annan fótinn í úrslitaleiknum enda þarf Lyon nú að skora þrjú mörk og halda markinu hreinu á sama tíma ætli liðið sér í úrslit.23. mín: Leikurinn hefur róast nokkuð eftir fjöruga byrjun. Bayern sækir meira ef eitthvað er.10. mín: Leikurinn er mjög fjörugur og bæði lið reyna að sækja og leikurinn því opinn og skemmtilegur. Við gætum séð einhver mörk hér í kvöld.2. mín: Bayern byrjar með látum og Thomas Muller fékk dauðafæri strax í upphafi leiks en á einhvern óskilanlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum fram hjá markinu. Byrjunarlið Lyon: Hugo Lloris, Jean-Alain Boumsong, Cris, Aly Cissokho. Anthony Reveillere, Jean Makoun, Maxime Gonalons, Lisandro Lopez, César Delgado, Michel Bastos, Sidney Govou. Byrjunarlið Bayern: Jörg Butt, Holger Badstuber, Daniel Van Buyten, Diego Contento, Philipp Lahm, Mark Van Bommel, Bastian Schweinsteiger, Arjen Robben, Hamit Altintop, Ivica Olic, Thomas Muller. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt. Þýska liðið mun sterkara frá upphafi leiks og er verðskuldað komið í úrslit þar sem það mætir annað hvort Inter eða Barcelona. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum má sjá hana hér að neðan. Lyon - FC Bayern 0-3 (0-4 samanlagt) 0-1 Ivica Olic (26. mín), 0-2 Ivica Olic (66.), 0-3 Ivica Olic (78.) Rautt spjald: Cris, Lyon (59.) 86. mín: Lyon er fyrir löngu búið að gefast upp og leikmenn bíða eftir því að leiknum ljúki.78. mín: Olic getur hreinlega ekki hætt að skora og hann var að fullkomna þrennu sína. Að þessu sinni skoraði hann með skalla.76. mín: Bayern er líklegra til að bæta við en Lyon að minnka muninn.66. mín: MARK!!! Olic fær stungusendingu frá Altintop og klárar færið vel eins og svo oft áður. Held við getum lýst því yfir og sagt að Bayern sé komið í úrslitaleikinn.59. mín: Enn syrtir í álinn hjá Lyon sem var að missa Cris af velli með rautt spjald fyrir skrautlega tæklingu.56. mín: Gengur sem fyrr erfiðlega hjá Lyon að opna vörn Bayern sem sækir hratt og Robben var næstum búinn að skora eftir góða skyndisókn.50. mín: Lyon fær ágætt færi en skotið siglir yfir markið. Frakkarnir verða að ná marki snemma til að eiga smá von.Hálfleikur: 0-1 fyrir Bayern sem er 45 mínútum frá sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeau.39. mín: Varnarleikurinn hjá Bayern þéttur og liðið er með öll völd í þessum leik. Frakkarnir þurfa heldur betur að spýta í lófana.31. mín: Bastos fær algjört dauðafæri í teig Bayern en setur boltann fram hjá markinu. Lyon hefur ekki efni á að klúðra svona færum.26. mín: MARK!!! Ivica Olic kemur FC Bayern yfir með skoti úr teignum. Bayern spilaði vel í teiginn, Muller gaf á Olic sem kláraði færið sitt vel. Bayern með annan fótinn í úrslitaleiknum enda þarf Lyon nú að skora þrjú mörk og halda markinu hreinu á sama tíma ætli liðið sér í úrslit.23. mín: Leikurinn hefur róast nokkuð eftir fjöruga byrjun. Bayern sækir meira ef eitthvað er.10. mín: Leikurinn er mjög fjörugur og bæði lið reyna að sækja og leikurinn því opinn og skemmtilegur. Við gætum séð einhver mörk hér í kvöld.2. mín: Bayern byrjar með látum og Thomas Muller fékk dauðafæri strax í upphafi leiks en á einhvern óskilanlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum fram hjá markinu. Byrjunarlið Lyon: Hugo Lloris, Jean-Alain Boumsong, Cris, Aly Cissokho. Anthony Reveillere, Jean Makoun, Maxime Gonalons, Lisandro Lopez, César Delgado, Michel Bastos, Sidney Govou. Byrjunarlið Bayern: Jörg Butt, Holger Badstuber, Daniel Van Buyten, Diego Contento, Philipp Lahm, Mark Van Bommel, Bastian Schweinsteiger, Arjen Robben, Hamit Altintop, Ivica Olic, Thomas Muller.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira