Olic óstöðvandi og Bayern í úrslit Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2010 16:22 Bæjarar fagna fyrsta marki Olic. Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt. Þýska liðið mun sterkara frá upphafi leiks og er verðskuldað komið í úrslit þar sem það mætir annað hvort Inter eða Barcelona. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum má sjá hana hér að neðan. Lyon - FC Bayern 0-3 (0-4 samanlagt) 0-1 Ivica Olic (26. mín), 0-2 Ivica Olic (66.), 0-3 Ivica Olic (78.) Rautt spjald: Cris, Lyon (59.) 86. mín: Lyon er fyrir löngu búið að gefast upp og leikmenn bíða eftir því að leiknum ljúki.78. mín: Olic getur hreinlega ekki hætt að skora og hann var að fullkomna þrennu sína. Að þessu sinni skoraði hann með skalla.76. mín: Bayern er líklegra til að bæta við en Lyon að minnka muninn.66. mín: MARK!!! Olic fær stungusendingu frá Altintop og klárar færið vel eins og svo oft áður. Held við getum lýst því yfir og sagt að Bayern sé komið í úrslitaleikinn.59. mín: Enn syrtir í álinn hjá Lyon sem var að missa Cris af velli með rautt spjald fyrir skrautlega tæklingu.56. mín: Gengur sem fyrr erfiðlega hjá Lyon að opna vörn Bayern sem sækir hratt og Robben var næstum búinn að skora eftir góða skyndisókn.50. mín: Lyon fær ágætt færi en skotið siglir yfir markið. Frakkarnir verða að ná marki snemma til að eiga smá von.Hálfleikur: 0-1 fyrir Bayern sem er 45 mínútum frá sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeau.39. mín: Varnarleikurinn hjá Bayern þéttur og liðið er með öll völd í þessum leik. Frakkarnir þurfa heldur betur að spýta í lófana.31. mín: Bastos fær algjört dauðafæri í teig Bayern en setur boltann fram hjá markinu. Lyon hefur ekki efni á að klúðra svona færum.26. mín: MARK!!! Ivica Olic kemur FC Bayern yfir með skoti úr teignum. Bayern spilaði vel í teiginn, Muller gaf á Olic sem kláraði færið sitt vel. Bayern með annan fótinn í úrslitaleiknum enda þarf Lyon nú að skora þrjú mörk og halda markinu hreinu á sama tíma ætli liðið sér í úrslit.23. mín: Leikurinn hefur róast nokkuð eftir fjöruga byrjun. Bayern sækir meira ef eitthvað er.10. mín: Leikurinn er mjög fjörugur og bæði lið reyna að sækja og leikurinn því opinn og skemmtilegur. Við gætum séð einhver mörk hér í kvöld.2. mín: Bayern byrjar með látum og Thomas Muller fékk dauðafæri strax í upphafi leiks en á einhvern óskilanlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum fram hjá markinu. Byrjunarlið Lyon: Hugo Lloris, Jean-Alain Boumsong, Cris, Aly Cissokho. Anthony Reveillere, Jean Makoun, Maxime Gonalons, Lisandro Lopez, César Delgado, Michel Bastos, Sidney Govou. Byrjunarlið Bayern: Jörg Butt, Holger Badstuber, Daniel Van Buyten, Diego Contento, Philipp Lahm, Mark Van Bommel, Bastian Schweinsteiger, Arjen Robben, Hamit Altintop, Ivica Olic, Thomas Muller. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt. Þýska liðið mun sterkara frá upphafi leiks og er verðskuldað komið í úrslit þar sem það mætir annað hvort Inter eða Barcelona. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum má sjá hana hér að neðan. Lyon - FC Bayern 0-3 (0-4 samanlagt) 0-1 Ivica Olic (26. mín), 0-2 Ivica Olic (66.), 0-3 Ivica Olic (78.) Rautt spjald: Cris, Lyon (59.) 86. mín: Lyon er fyrir löngu búið að gefast upp og leikmenn bíða eftir því að leiknum ljúki.78. mín: Olic getur hreinlega ekki hætt að skora og hann var að fullkomna þrennu sína. Að þessu sinni skoraði hann með skalla.76. mín: Bayern er líklegra til að bæta við en Lyon að minnka muninn.66. mín: MARK!!! Olic fær stungusendingu frá Altintop og klárar færið vel eins og svo oft áður. Held við getum lýst því yfir og sagt að Bayern sé komið í úrslitaleikinn.59. mín: Enn syrtir í álinn hjá Lyon sem var að missa Cris af velli með rautt spjald fyrir skrautlega tæklingu.56. mín: Gengur sem fyrr erfiðlega hjá Lyon að opna vörn Bayern sem sækir hratt og Robben var næstum búinn að skora eftir góða skyndisókn.50. mín: Lyon fær ágætt færi en skotið siglir yfir markið. Frakkarnir verða að ná marki snemma til að eiga smá von.Hálfleikur: 0-1 fyrir Bayern sem er 45 mínútum frá sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeau.39. mín: Varnarleikurinn hjá Bayern þéttur og liðið er með öll völd í þessum leik. Frakkarnir þurfa heldur betur að spýta í lófana.31. mín: Bastos fær algjört dauðafæri í teig Bayern en setur boltann fram hjá markinu. Lyon hefur ekki efni á að klúðra svona færum.26. mín: MARK!!! Ivica Olic kemur FC Bayern yfir með skoti úr teignum. Bayern spilaði vel í teiginn, Muller gaf á Olic sem kláraði færið sitt vel. Bayern með annan fótinn í úrslitaleiknum enda þarf Lyon nú að skora þrjú mörk og halda markinu hreinu á sama tíma ætli liðið sér í úrslit.23. mín: Leikurinn hefur róast nokkuð eftir fjöruga byrjun. Bayern sækir meira ef eitthvað er.10. mín: Leikurinn er mjög fjörugur og bæði lið reyna að sækja og leikurinn því opinn og skemmtilegur. Við gætum séð einhver mörk hér í kvöld.2. mín: Bayern byrjar með látum og Thomas Muller fékk dauðafæri strax í upphafi leiks en á einhvern óskilanlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum fram hjá markinu. Byrjunarlið Lyon: Hugo Lloris, Jean-Alain Boumsong, Cris, Aly Cissokho. Anthony Reveillere, Jean Makoun, Maxime Gonalons, Lisandro Lopez, César Delgado, Michel Bastos, Sidney Govou. Byrjunarlið Bayern: Jörg Butt, Holger Badstuber, Daniel Van Buyten, Diego Contento, Philipp Lahm, Mark Van Bommel, Bastian Schweinsteiger, Arjen Robben, Hamit Altintop, Ivica Olic, Thomas Muller.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira