Raforkuverð í Danmörku nær þrjátíufalt hærra en hér 7. desember 2010 10:58 Raforkuverð til danskra heimila muna fara upp í allt að 15 kr. danskar, eða rúmlega 300 kr., á kílówattstundina milli klukkan fimm og sjö síðdegis í dag. Þetta er nær þrjátíufalt það verð sem íslensk heimili borga fyrir raforkuna í dag en verðið hérlendis er 10,6 kr. á kílówattstundina. Ástæðan fyrir þessu háa orkuverði sem Danir neyðast til að greiða í dag eru hinar miklu vetrarhörkur í Evrópu og mikill skortur á raforku um norðanverða Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að undanfarnar vikur hafi raforkuverð í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum verið nokkuð hátt en venjulegt verð er í kringum 35 aurar danskir á kílówattstund eða um 8 kr.að meðaltali. „Í dag rýkur verðið svo upp og verður það hæsta sem skráð hefur verið í sögu Danmerkur," segir Stine Grenaa Jensen hjá Dansk Energi í samtali við Ritzau fréttaþjónustuna. Sökum vetrarhörkunnar er lítið magn af vatni nú í uppistöðulónum virkjanna í Noregi og Svíþjóð. Þá eru nokkur kjarnorkuver í Svíþjóð ekki í rekstri í augnablikinu en það er einmitt í austurhluta Danmerkur þar sem orkuverðið verður hæst í dag. „Sjáland verður verst úti," segir Jensen. „Þetta skýrist af því að rafmagnkaplar milli Sjálands og Þýskalands eru ekki í notkun þar sem verið er að gera við þá. Þar að auki eru kaplarnir frá Svíþjóð einnig óvirkir þar sem Svíar eru sjálfir í vandræðum með orkuverð sitt." Fram kemur að Svíar höfðu ákveðið að endurbæta kjarnorkuver sín fyrir veturinn en hann kom mun fyrr en menn áttu von á og er endurbótunum ekki enn lokið. Því standa neytendur nú frammi fyrir himinháum orkuverðum til heimilisnota. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Raforkuverð til danskra heimila muna fara upp í allt að 15 kr. danskar, eða rúmlega 300 kr., á kílówattstundina milli klukkan fimm og sjö síðdegis í dag. Þetta er nær þrjátíufalt það verð sem íslensk heimili borga fyrir raforkuna í dag en verðið hérlendis er 10,6 kr. á kílówattstundina. Ástæðan fyrir þessu háa orkuverði sem Danir neyðast til að greiða í dag eru hinar miklu vetrarhörkur í Evrópu og mikill skortur á raforku um norðanverða Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að undanfarnar vikur hafi raforkuverð í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum verið nokkuð hátt en venjulegt verð er í kringum 35 aurar danskir á kílówattstund eða um 8 kr.að meðaltali. „Í dag rýkur verðið svo upp og verður það hæsta sem skráð hefur verið í sögu Danmerkur," segir Stine Grenaa Jensen hjá Dansk Energi í samtali við Ritzau fréttaþjónustuna. Sökum vetrarhörkunnar er lítið magn af vatni nú í uppistöðulónum virkjanna í Noregi og Svíþjóð. Þá eru nokkur kjarnorkuver í Svíþjóð ekki í rekstri í augnablikinu en það er einmitt í austurhluta Danmerkur þar sem orkuverðið verður hæst í dag. „Sjáland verður verst úti," segir Jensen. „Þetta skýrist af því að rafmagnkaplar milli Sjálands og Þýskalands eru ekki í notkun þar sem verið er að gera við þá. Þar að auki eru kaplarnir frá Svíþjóð einnig óvirkir þar sem Svíar eru sjálfir í vandræðum með orkuverð sitt." Fram kemur að Svíar höfðu ákveðið að endurbæta kjarnorkuver sín fyrir veturinn en hann kom mun fyrr en menn áttu von á og er endurbótunum ekki enn lokið. Því standa neytendur nú frammi fyrir himinháum orkuverðum til heimilisnota.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira