Íslensk fiskhausaþurrkun skapar störf í Nova Scotia 7. febrúar 2010 10:00 Íslensk fiskhausaþurrkun mun skapa um 50 ný störf í Nova Scotia í Kanada á næstu fimm árum. Yfirvöld í Nova Scotia hafa ákveðið að leggja 1,4 milljónir kanadadollara eða um 180 milljónir kr. sem lán í fyrirtækið. Þetta kemur fram á vefsíðu blaðsins Chronicle Herald en um er að ræða íslenska eignarhaldsfélagið JHS Group Companies sem stofnað hefur JHS FishProducts Canada Inc. utan um þessa fiskhausaþurrkun. Fyrir rekur JHS Group fiskvinnslufyrirtækið JHS FishProducts Ltd. of England í Bretlandi. Helgi Már Stefánsson verður forstjóri JHS FishProducts Canada Inc. og hefur hann þegar flutt til Yarmoth frá Íslandi með fjölskyldu sína. Hann segir í samtali við Chronicle Herald að starfsemin hefjist í mars n.k. og að áætluð mánaðarvelta fyrirtækisins muni nema um 640.000 kanadadollurum eða rúmlega 80 milljónum kr. „Við munum skapa mikið af störfum á svæðinu með þessari starfsemi," segir Helgi Már. Fyrir utan fyrrgreint lán mun lánastofnunin Nova Scotia Business Inc. leggja fyrirtækinu til afslátt á launum og launatengdum gjöldum að hámarki 390.000 kanadadollurum á næstu fimm árum Það var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Nova Scotia, Sterling Belliveau, sem greindi frá þessum fyrirætlunum nú fyrir helgina. „JHS FishProducts er skínandi dæmi um fyrirtæki sem notar skapandi nálgun til að draga úr úrgangi, byggja upp rekstur og skapa störf í héraði okkar. Við erum stolt af þessari samvinnu," segir ráðherrann. Fram kemur í fréttinni að þurrkaðir fiskhausar séu verðmæt og vinsæl vara í Afríku, einkum Nígeríu og í sumum Evrópulöndum. JHS FishProducts noti hráefni sem annars er hent í Norður-Ameríku og breyti því í þurrkaðar afurðir sem séu ríkar af omega-3 fitusýrum. Hráefnið eru þorsk- og ýsuhausar og er áætlað að um 60% af því komi frá Nova Scotia en afgangurinn verði fluttur inn. Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Íslensk fiskhausaþurrkun mun skapa um 50 ný störf í Nova Scotia í Kanada á næstu fimm árum. Yfirvöld í Nova Scotia hafa ákveðið að leggja 1,4 milljónir kanadadollara eða um 180 milljónir kr. sem lán í fyrirtækið. Þetta kemur fram á vefsíðu blaðsins Chronicle Herald en um er að ræða íslenska eignarhaldsfélagið JHS Group Companies sem stofnað hefur JHS FishProducts Canada Inc. utan um þessa fiskhausaþurrkun. Fyrir rekur JHS Group fiskvinnslufyrirtækið JHS FishProducts Ltd. of England í Bretlandi. Helgi Már Stefánsson verður forstjóri JHS FishProducts Canada Inc. og hefur hann þegar flutt til Yarmoth frá Íslandi með fjölskyldu sína. Hann segir í samtali við Chronicle Herald að starfsemin hefjist í mars n.k. og að áætluð mánaðarvelta fyrirtækisins muni nema um 640.000 kanadadollurum eða rúmlega 80 milljónum kr. „Við munum skapa mikið af störfum á svæðinu með þessari starfsemi," segir Helgi Már. Fyrir utan fyrrgreint lán mun lánastofnunin Nova Scotia Business Inc. leggja fyrirtækinu til afslátt á launum og launatengdum gjöldum að hámarki 390.000 kanadadollurum á næstu fimm árum Það var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Nova Scotia, Sterling Belliveau, sem greindi frá þessum fyrirætlunum nú fyrir helgina. „JHS FishProducts er skínandi dæmi um fyrirtæki sem notar skapandi nálgun til að draga úr úrgangi, byggja upp rekstur og skapa störf í héraði okkar. Við erum stolt af þessari samvinnu," segir ráðherrann. Fram kemur í fréttinni að þurrkaðir fiskhausar séu verðmæt og vinsæl vara í Afríku, einkum Nígeríu og í sumum Evrópulöndum. JHS FishProducts noti hráefni sem annars er hent í Norður-Ameríku og breyti því í þurrkaðar afurðir sem séu ríkar af omega-3 fitusýrum. Hráefnið eru þorsk- og ýsuhausar og er áætlað að um 60% af því komi frá Nova Scotia en afgangurinn verði fluttur inn.
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent