Alcoa prófar nýja tækni til að virkja sólarorku 23. mars 2010 10:43 Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu.Í tilkynningu segir að ný gerð sólarspegla, sem þróaðir voru af vísindamönnum við tæknimiðstöð Alcoa í Pittsburgh í Bandaríkjunum, voru nýlega settir upp til prófunar í Colorado í Bandaríkjunum, á prófunarsvæði rannsóknamiðstöðvar um endurnýjanlega orkugjafa . Ætlunin er að prófa getu þeirra til að framleiða orku og meta hvernig hönnun þeirra reynist í samanburði við eldri tækni.Þeir sólarspeglar sem nú eru á markaði nota flestir glerspegla til að safna sólarorku og breyta henni í hitaorku. Hitinn er síðan nýttur til að framleiða rafmagn með hefðbundinni túrbínu. Einn af kostum sólarspegla umfram sólarsellur, er að hægt er að geyma sólarorkuna sem þeir beisla sem varma og nýta hann til rafmagnsframleiðslu þegar þörf er á.Háglans-ál er notað í stað glers í sólarspeglunum sem Alcoa hefur þróað. Þeir eru um það bil 12X6 metrar á stærð. Álið er bæði endingarbetra og umhverfisvænna en brothætt gler. Hönnun Alcoa á sólarspeglunum byggir á þróun fyrirtækisins á íhlutum fyrir flugvéla- og bílaiðnaðinn og tók mið af því að búnaðurinn hentaði til fjöldaframleiðslu.Verkefnið er fjármagnað að hluta með 3,1 milljóna dala styrk frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Búist er við fyrstu niðurstöðum prófananna um mitt þetta ár og að því loknu taka við frekari rannsóknir. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu.Í tilkynningu segir að ný gerð sólarspegla, sem þróaðir voru af vísindamönnum við tæknimiðstöð Alcoa í Pittsburgh í Bandaríkjunum, voru nýlega settir upp til prófunar í Colorado í Bandaríkjunum, á prófunarsvæði rannsóknamiðstöðvar um endurnýjanlega orkugjafa . Ætlunin er að prófa getu þeirra til að framleiða orku og meta hvernig hönnun þeirra reynist í samanburði við eldri tækni.Þeir sólarspeglar sem nú eru á markaði nota flestir glerspegla til að safna sólarorku og breyta henni í hitaorku. Hitinn er síðan nýttur til að framleiða rafmagn með hefðbundinni túrbínu. Einn af kostum sólarspegla umfram sólarsellur, er að hægt er að geyma sólarorkuna sem þeir beisla sem varma og nýta hann til rafmagnsframleiðslu þegar þörf er á.Háglans-ál er notað í stað glers í sólarspeglunum sem Alcoa hefur þróað. Þeir eru um það bil 12X6 metrar á stærð. Álið er bæði endingarbetra og umhverfisvænna en brothætt gler. Hönnun Alcoa á sólarspeglunum byggir á þróun fyrirtækisins á íhlutum fyrir flugvéla- og bílaiðnaðinn og tók mið af því að búnaðurinn hentaði til fjöldaframleiðslu.Verkefnið er fjármagnað að hluta með 3,1 milljóna dala styrk frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Búist er við fyrstu niðurstöðum prófananna um mitt þetta ár og að því loknu taka við frekari rannsóknir.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira