Erlent

Leyniskýrslur um hvarf Madeleine

Óli Tynes skrifar
Madeleine McCann.
Madeleine McCann.
Foreldrum bresku telpunnar Madeleine McCann er mjög brugðið við fréttir um að hjá portúgölsku lögreglunni eru til leyniskýrslur um hvarf hennar upp á mörghundruð blaðsíður.

Skýrslurnar benda til þess að portúgalska lögreglan hafi fengið margvíslegar ábendingar sem ekki var fylgt eftir.

Kate og Gerry McCann hafa krafist þess að einkaspæjarar þeirra fái aðgang að skýrslunum þar sem þeir séu þeir einu sem enn leiti að Madeleine.

Í einni skýrslunni er nefndur breskur maður sem kallaður er Georg sem sá litla ljóshærða telpu í miklu uppnámi sem var dregin eftir götu út á Faro flugvöllinn í Portúgal, nóttina sem Madeleine hvarf.

Með skýrslunum fylgja nokkur myndbönd úr öryggismyndavélum. Á einu þeirra má sjá litla telpu sem líkist Madeleine leidda inn í stórmarkað á Nýja Sjálandi árið 2007 nokkrum mánuðum eftir að hún hvarf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×