Er reynslan af EFTA áhugaverð? 20. ágúst 2010 06:00 Árið 1970 varð Ísland aðili að EFTA, árangur af Viðreisninni því farsæla stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Rofin var einangrun Íslands að vera utan viðskiptalegs samstarfs í Evrópu, tryggð viðskiptaleg fríðindi til jafns við keppinauta í útflutningi og komið á auknu innlutningsfrelsi. Aðildarsamningur veitti okkur tollfrelsi í EFTA við inngöngu en aðlögun fram til 1980 að lækka verndartolla, mikilvægt frelsi í innflutningi freðfisks í Bretlandi og aðgang að norrænum iðnþróunarsjóði fyrir Ísland að tillögu Bjarna Benediktssonar á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Aðildin var samþykkt af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalagsins sem stóðu að Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra veitti málinu öfluga forystu. Aðildin mætti mótspyrnu Alþýðubandalagsins sem barðist með oddi og egg gegn allri þátttöku í vestrænni samvinnu. Fríverslun var í æsingaskrifum Þjóðviljans talin hluti þeirrar óheillaþróunar sem hafði leitt Ísland í NATO og þátttaka í EFTA væri aðeins skref inn í hið enn verra, Efnahagsbandalagið. Vissulega voru margir óvissuþættir við slíka opnun hagkerfisins, einkum varðandi samkeppnishæfni íslensks iðnaðar. Mikils um vert var hve jákvæð og opin afstaða iðnrekenda var í máli sem boðaði mikla stefnubreytingu í vernduðum atvinnurekstri þeirra. Þeir sýndu víðsýni í stórmáli sem víst hefði mátt nálgast með efasemdum og neikvæðni sem hefði gert allt þyngra í vöfum á stjórnmálasviðinu. EFTA naut vinsælda en árið eftir að aðildin tók gildi urðu stjórnarskipti. Ríkisstjórn fyrrum stjórnarandstöðuflokka undir forystu Ólafs Jóhannessonar fylgdi óbreyttri stefnu varðandi EFTA. Sáu viðskiptaráðherrarnir Lúðvík Jósepsson og síðar Ólafur Jóhannesson, í annarri ríkisstjórn dyggilega um það. EFTA var hluti af „dynamísku“ ferli sem leiðir til EES-samningsins og þess að önnur aðildarríki en Ísland, Noregur og Sviss gerast aðilar að Evrópusambandinu. Nú er hálf öld liðin síðan umræðan um Ísland og Evrópusamstarfið hófst og ákveðið var að Ísland tengdist því með aðildinni að EFTA. Framundan er ákvörðunin um aðild að Evrópusambandinu. Með EES-samningnum erum við að verulegu leyti þá þegar innanborðs í ESB. Ísland hefur færst frá því að vera fákunnur byrjandi á Evrópuvettvangi í að vera gamalreyndur þátttakandi. Ekki einvörðungu hefur stjórnsýslan náð fullum tökum á hagsmunagæslu Íslands í Brussel, heldur hafa helstu hagsmunasamtök haslað sér þar völl. Íslendingar voru trúverðugur samstarfsaðili þar til kom að hinni hrapallegu þróun fjármálakerfisins eftir 2000. Áfellisdóminn yfir okkur er að finna í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008. Skýrslan og umræðan hér heima eru ekkert einkamál okkar því aðrar þjóðir fylgjast grannt með íslenska hruninu enda heimsfréttaefni. Eftirlitsstofnun EFTA undirbýr málssókn á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna vanefndar á skuldbindingum um lágmarkstryggingar á innistæðum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Gjaldeyrishöft sem grípa varð til eru brot á EES-samningnum og gætu leitt til þess að viðskiptafríðindi yrðu dregin til baka til mótvægis. EES-samningurinn yrði þá í uppnámi. Frumskilyrði fyrir góðum samskiptum við samstarfsþjóðir og alþjóðlegt fjármálasamstarf, er að samningar náist í Icesave-deilunni og bankakerfið nái fyrri stöðu í erlendum samskiptum. Takist það ekki fyrr frekar en síðar blasir við stöðnun og atgervisflótti. Þátttakan í fríversluninni 1970 gerði stjórnvöldum kleift að aflétta viðskiptahöftum og var aðildin því stjórntæki í efnahagsmálum. Þetta er sambærilegt við það markmið núverandi ríkisstjórnar að stefna að aðild að Myntbandalagi Evrópu og upptöku evru. Það er síður en svo minnkun af því að krónan eins og sjálfstæðar myntir Evrópuþjóða sé leyst af hólmi með þátttöku í myntbandalagi. Þannig séð er aðildin að ESB tæki til þjóðfélagslegra umbóta rétt eins og var um EFTA áður fyrr. Það er athyglisvert að þegar sænsk stjórnvöld lögðu fyrst til að Svíþjóð gerðist aðili að ESB var það hluti af aðgerðaáætlun í efnahagsmálum. Andstæðingar aðildar Íslands ganga hart fram í rangfærslum, svo sem því að Bretar og Hollendingar og þar með Evrópusambandið séu óvinir okkar. Hjákátlegastur var þó spuni „ungra bænda“ að okkur bíði herþjónusta í ESB! Hugmyndin um að draga aðildarumsóknina til baka er með því versta sem fram hefur komið, svo mikið áfall sem það yrði fyrir orðstír Íslands sem mikið hefur mátt þola vegna hrunsins. Vinir Íslands innan ESB eru fullir bjartsýni um að ná megi viðunandi lausnum á sviðum sem út af standa í fulla ESB-aðild, einkum í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En varla er nema von að þeir spyrji hvort Íslendingar vilji gerast aðilar að Evrópusambandinu og hvort ekki megi bjóða fólkinu í landinu upplýsta umræðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Árið 1970 varð Ísland aðili að EFTA, árangur af Viðreisninni því farsæla stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Rofin var einangrun Íslands að vera utan viðskiptalegs samstarfs í Evrópu, tryggð viðskiptaleg fríðindi til jafns við keppinauta í útflutningi og komið á auknu innlutningsfrelsi. Aðildarsamningur veitti okkur tollfrelsi í EFTA við inngöngu en aðlögun fram til 1980 að lækka verndartolla, mikilvægt frelsi í innflutningi freðfisks í Bretlandi og aðgang að norrænum iðnþróunarsjóði fyrir Ísland að tillögu Bjarna Benediktssonar á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Aðildin var samþykkt af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalagsins sem stóðu að Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra veitti málinu öfluga forystu. Aðildin mætti mótspyrnu Alþýðubandalagsins sem barðist með oddi og egg gegn allri þátttöku í vestrænni samvinnu. Fríverslun var í æsingaskrifum Þjóðviljans talin hluti þeirrar óheillaþróunar sem hafði leitt Ísland í NATO og þátttaka í EFTA væri aðeins skref inn í hið enn verra, Efnahagsbandalagið. Vissulega voru margir óvissuþættir við slíka opnun hagkerfisins, einkum varðandi samkeppnishæfni íslensks iðnaðar. Mikils um vert var hve jákvæð og opin afstaða iðnrekenda var í máli sem boðaði mikla stefnubreytingu í vernduðum atvinnurekstri þeirra. Þeir sýndu víðsýni í stórmáli sem víst hefði mátt nálgast með efasemdum og neikvæðni sem hefði gert allt þyngra í vöfum á stjórnmálasviðinu. EFTA naut vinsælda en árið eftir að aðildin tók gildi urðu stjórnarskipti. Ríkisstjórn fyrrum stjórnarandstöðuflokka undir forystu Ólafs Jóhannessonar fylgdi óbreyttri stefnu varðandi EFTA. Sáu viðskiptaráðherrarnir Lúðvík Jósepsson og síðar Ólafur Jóhannesson, í annarri ríkisstjórn dyggilega um það. EFTA var hluti af „dynamísku“ ferli sem leiðir til EES-samningsins og þess að önnur aðildarríki en Ísland, Noregur og Sviss gerast aðilar að Evrópusambandinu. Nú er hálf öld liðin síðan umræðan um Ísland og Evrópusamstarfið hófst og ákveðið var að Ísland tengdist því með aðildinni að EFTA. Framundan er ákvörðunin um aðild að Evrópusambandinu. Með EES-samningnum erum við að verulegu leyti þá þegar innanborðs í ESB. Ísland hefur færst frá því að vera fákunnur byrjandi á Evrópuvettvangi í að vera gamalreyndur þátttakandi. Ekki einvörðungu hefur stjórnsýslan náð fullum tökum á hagsmunagæslu Íslands í Brussel, heldur hafa helstu hagsmunasamtök haslað sér þar völl. Íslendingar voru trúverðugur samstarfsaðili þar til kom að hinni hrapallegu þróun fjármálakerfisins eftir 2000. Áfellisdóminn yfir okkur er að finna í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008. Skýrslan og umræðan hér heima eru ekkert einkamál okkar því aðrar þjóðir fylgjast grannt með íslenska hruninu enda heimsfréttaefni. Eftirlitsstofnun EFTA undirbýr málssókn á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna vanefndar á skuldbindingum um lágmarkstryggingar á innistæðum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Gjaldeyrishöft sem grípa varð til eru brot á EES-samningnum og gætu leitt til þess að viðskiptafríðindi yrðu dregin til baka til mótvægis. EES-samningurinn yrði þá í uppnámi. Frumskilyrði fyrir góðum samskiptum við samstarfsþjóðir og alþjóðlegt fjármálasamstarf, er að samningar náist í Icesave-deilunni og bankakerfið nái fyrri stöðu í erlendum samskiptum. Takist það ekki fyrr frekar en síðar blasir við stöðnun og atgervisflótti. Þátttakan í fríversluninni 1970 gerði stjórnvöldum kleift að aflétta viðskiptahöftum og var aðildin því stjórntæki í efnahagsmálum. Þetta er sambærilegt við það markmið núverandi ríkisstjórnar að stefna að aðild að Myntbandalagi Evrópu og upptöku evru. Það er síður en svo minnkun af því að krónan eins og sjálfstæðar myntir Evrópuþjóða sé leyst af hólmi með þátttöku í myntbandalagi. Þannig séð er aðildin að ESB tæki til þjóðfélagslegra umbóta rétt eins og var um EFTA áður fyrr. Það er athyglisvert að þegar sænsk stjórnvöld lögðu fyrst til að Svíþjóð gerðist aðili að ESB var það hluti af aðgerðaáætlun í efnahagsmálum. Andstæðingar aðildar Íslands ganga hart fram í rangfærslum, svo sem því að Bretar og Hollendingar og þar með Evrópusambandið séu óvinir okkar. Hjákátlegastur var þó spuni „ungra bænda“ að okkur bíði herþjónusta í ESB! Hugmyndin um að draga aðildarumsóknina til baka er með því versta sem fram hefur komið, svo mikið áfall sem það yrði fyrir orðstír Íslands sem mikið hefur mátt þola vegna hrunsins. Vinir Íslands innan ESB eru fullir bjartsýni um að ná megi viðunandi lausnum á sviðum sem út af standa í fulla ESB-aðild, einkum í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En varla er nema von að þeir spyrji hvort Íslendingar vilji gerast aðilar að Evrópusambandinu og hvort ekki megi bjóða fólkinu í landinu upplýsta umræðu?
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar