RAX á Suðurskautið með færustu vísindamönnum Frakka 22. nóvember 2010 11:39 Ragnar Axelsson ljósmyndari er á leiðinni á Suðurskautslandið með hópi franskra vísindamanna og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. „Þetta boð kom í gegnum sýninguna mína um Grænland og ég er bara mjög spenntur," segir ljósmyndarinnar Ragnar Axelsson, RAX. Hann er á leiðinni á Suðurskautslandið með mörgum af færustu vísindamönnum Frakklands og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. Rocard var einmitt staddur á Íslandi fyrir skömmu og er mikill áhugamaður um heimskautasvæðin en því er spáð að mikilvægar siglingaleiðir fari að opnast með hlýnun jarðar. Til stóð að sjálfur Albert Monakó-prins yrði einnig með í för en af því verður ekki. Ragnar segist reyndar ekki hafa hugmynd um hvert nákvæmlega ferðinni sé heitið, hann viti bara að þeir séu að fara á þriðjudaginn og verði þar sem mikið af mörgæsum er. „Þetta verður mjög áhugavert, núna er náttúrlega farið að vora þarna og því hlýrra en venjulega. Mér hefur ekki gefist tími til að skoða ferðatilhögunina nákvæmlega en mér skilst að við heimsækjum verulega flotta staði." Myndir Ragnars hafa vakið mikla athygli og nýútkomin bók hans, Veiðimenn norðursins, hefur fengið frábæra dóma en hún sýnir einstakt líf veiðimanna á Grænlandi. Ragnar segir hins vegar, í meira gríni en alvöru, að kannski hefði verið sniðugra hjá sér að velja eitthvað örlítið hlýrra viðfangsefni. „Mér hefði þá verið boðið á hlýrri staði."- fgg Loftslagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira
„Þetta boð kom í gegnum sýninguna mína um Grænland og ég er bara mjög spenntur," segir ljósmyndarinnar Ragnar Axelsson, RAX. Hann er á leiðinni á Suðurskautslandið með mörgum af færustu vísindamönnum Frakklands og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. Rocard var einmitt staddur á Íslandi fyrir skömmu og er mikill áhugamaður um heimskautasvæðin en því er spáð að mikilvægar siglingaleiðir fari að opnast með hlýnun jarðar. Til stóð að sjálfur Albert Monakó-prins yrði einnig með í för en af því verður ekki. Ragnar segist reyndar ekki hafa hugmynd um hvert nákvæmlega ferðinni sé heitið, hann viti bara að þeir séu að fara á þriðjudaginn og verði þar sem mikið af mörgæsum er. „Þetta verður mjög áhugavert, núna er náttúrlega farið að vora þarna og því hlýrra en venjulega. Mér hefur ekki gefist tími til að skoða ferðatilhögunina nákvæmlega en mér skilst að við heimsækjum verulega flotta staði." Myndir Ragnars hafa vakið mikla athygli og nýútkomin bók hans, Veiðimenn norðursins, hefur fengið frábæra dóma en hún sýnir einstakt líf veiðimanna á Grænlandi. Ragnar segir hins vegar, í meira gríni en alvöru, að kannski hefði verið sniðugra hjá sér að velja eitthvað örlítið hlýrra viðfangsefni. „Mér hefði þá verið boðið á hlýrri staði."- fgg
Loftslagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira