Þúsundir bíða enn bótanna 25. nóvember 2010 07:30 Þrátt fyrir tap vegna niðurfellingar flugs skila bresku flugfélögin góðum hagnaði.nordicphotos/AFP Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar. Breska dagblaðið Daily Mail segir að flugfélög hafi gert viðskiptavinum eins erfitt fyrir og mögulegt er. Til að mynda hafi þau einhliða og án heimildar sett hámark á greiðslur og margir fái einungis greitt fyrir brot af því fjárhagstjóni sem þeir urðu fyrir. Einnig sé tölvupóstum ekki svarað, þannig að viðskiptavinir þurfi að hringja í dýr símanúmer til að útskýra mál sitt. Blaðið segir þetta stinga í augu, ekki síst þegar flugfélög á borð við Ryanair og EasyJet hafi nýlega skýrt frá umtalsverðum rekstrarhagnaði. Þannig hafi hagnaður Ryanair aukist um 17 prósent og verið 452 milljónir punda, sem er tíföld sú fjárhæð sem fyrirtækið segir það hafa kostað sig að fella niður tíu þúsund flugferðir vegna öskunnar. Hagnaður EasyJet reyndist þegar upp var staðið 152 milljónir punda, þrátt fyrir 65 milljóna kostnað vegna gossins.- gb Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar. Breska dagblaðið Daily Mail segir að flugfélög hafi gert viðskiptavinum eins erfitt fyrir og mögulegt er. Til að mynda hafi þau einhliða og án heimildar sett hámark á greiðslur og margir fái einungis greitt fyrir brot af því fjárhagstjóni sem þeir urðu fyrir. Einnig sé tölvupóstum ekki svarað, þannig að viðskiptavinir þurfi að hringja í dýr símanúmer til að útskýra mál sitt. Blaðið segir þetta stinga í augu, ekki síst þegar flugfélög á borð við Ryanair og EasyJet hafi nýlega skýrt frá umtalsverðum rekstrarhagnaði. Þannig hafi hagnaður Ryanair aukist um 17 prósent og verið 452 milljónir punda, sem er tíföld sú fjárhæð sem fyrirtækið segir það hafa kostað sig að fella niður tíu þúsund flugferðir vegna öskunnar. Hagnaður EasyJet reyndist þegar upp var staðið 152 milljónir punda, þrátt fyrir 65 milljóna kostnað vegna gossins.- gb
Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira