Persónuleg gjaldþrot aukast verulega í Danmörku 20. apríl 2010 08:56 Veruleg aukning hefur orðið á persónulegum gjaldþrotum einstaklinga í Danmörku frá árinu 2007. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólum landsins voru persónuleg gjaldþrot 862 talsins árið 2007. Í fyrra var þessi tala komin í 1.360.Blaðið 24timer fjallar um málið. Þar kemur fram að neytendasamtök landsins hafi brugðist við þessu með nýju tilboði um persónulega skuldaráðgjöf í borgunum Kaupmannahöfn, Óðinsvéum, Álaborg og Esbjerg. Mikil ásókn hefur verið í þessa ráðgjöf og segir stjórnandi hennar, Anette Mathiasen, að nú séu um 200 manns á biðlista.Ráðgjöfin er ókeypis en hún er einkum ætluð þeim sem standa illa félagslega. Mathiasen segir að hún geti þar að auki verið vörn gegn þunglyndi hjá þeim sem skulda mikið.„Ef maður er í vandræðum fjárhagslega er oft ekki langt í þunglyndi og skilnaði. Því er fólk yfirleitt ánægt með að fá skýra yfirsýn yfir efnahagslega stöðu sína," segir Mathiasen.Troels Holmberg hjá neytendaráði landsins (Forbrugerrådet) segir að mikil aðsókn í fyrrgreinda ráðgjöf komi sér ekki á óvart. Það séu ekki aðeins þeir sem eru illa staddir fjárhagslega sem þurfi á þessari aðstoða að halda.„Nú þarf að borga reikninginn fyrir neysluveisluna," segir Holmberg. „Það er ekki bara þeir verst settu sem hafa tekið of mikið af lánum." Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Veruleg aukning hefur orðið á persónulegum gjaldþrotum einstaklinga í Danmörku frá árinu 2007. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólum landsins voru persónuleg gjaldþrot 862 talsins árið 2007. Í fyrra var þessi tala komin í 1.360.Blaðið 24timer fjallar um málið. Þar kemur fram að neytendasamtök landsins hafi brugðist við þessu með nýju tilboði um persónulega skuldaráðgjöf í borgunum Kaupmannahöfn, Óðinsvéum, Álaborg og Esbjerg. Mikil ásókn hefur verið í þessa ráðgjöf og segir stjórnandi hennar, Anette Mathiasen, að nú séu um 200 manns á biðlista.Ráðgjöfin er ókeypis en hún er einkum ætluð þeim sem standa illa félagslega. Mathiasen segir að hún geti þar að auki verið vörn gegn þunglyndi hjá þeim sem skulda mikið.„Ef maður er í vandræðum fjárhagslega er oft ekki langt í þunglyndi og skilnaði. Því er fólk yfirleitt ánægt með að fá skýra yfirsýn yfir efnahagslega stöðu sína," segir Mathiasen.Troels Holmberg hjá neytendaráði landsins (Forbrugerrådet) segir að mikil aðsókn í fyrrgreinda ráðgjöf komi sér ekki á óvart. Það séu ekki aðeins þeir sem eru illa staddir fjárhagslega sem þurfi á þessari aðstoða að halda.„Nú þarf að borga reikninginn fyrir neysluveisluna," segir Holmberg. „Það er ekki bara þeir verst settu sem hafa tekið of mikið af lánum."
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent