Innlent

Evrópa bregst ef evran fellur

Angela Merkel
Angela Merkel

„Það er okkar sögulega verkefni. Ef evran bregst þá bregst Evrópa," sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, þegar hún í gær hvatti neðri deild þingsins til að samþykkja hlut Þýskalands í eitt þúsund milljarða evra björgunarpakka í Evrópu.

„Evran er í hættu. Ef við náum ekki að bægja henni frá þá verða afleiðingarnar óútreiknanlegar fyrir Evrópu og afleiðingarnar utan Evrópu eru óútreiknanlegar," sagði Merkel sem lét viðvörunar­orð sín falla í kjölfar þess að Þjóðverjar settu nýjar reglur sem banna skortsölu á skuldabréfum stórra fjármálafyrirtækja og á hlutabréfum í þeim.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×