Frestur til að skila inn framboði í Mývatnssveit vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hefur verið framlengdur um tvo daga.
Einum framboðslista var skilað til kjörstjórnar í morgun - Mývatnslistinn - og ef fleiri framboð bætast ekki við fyrir hádegi á mánudag verður listinn sjálfkjörinn.
Fimm sitja í sveitarstjórn Mývatnssveitar en í síðustu kosningum var enginn listi í framboði.
Sama má segja um Súðavík en framboðsfrestur hefur verið framlengdur af sömu ástæðu þar í bæ fram til hádegis á mánudag.