Takk fyrir mig Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar 8. mars 2010 06:00 Í dag langar mig að þakka fyrir það að ég hef kosningarétt. Mig langar þakka fyrir það að hafa fengið að mennta mig í háskóla. Ég vil þakka konunum sem á undan komu fyrir alla þeirra vinnu sem hefur skilað árangri fyrir mig og kynsystur mínar. Takk fyrir réttinn til að stunda launaða vinnu og eiga mínar eigin eignir. Takk fyrir frelsið til að velja. Hetjurnar sem á undan komu Í dag eru alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Hann er haldinn hátíðlegur um allan heim til að minnast þess árangurs sem hefur náðst í því að jafna rétt kvenna og karla en ekki síður til að minna á hvað á eftir að gera. Konurnar sem á undan mér komu og gerðu að veruleika þau mannréttindi og lífsgæði sem mér þykja sjálfsögð þurftu að leggja mikið á sig. Konur þurftu að berjast fyrir þeim með blóði, svita og tárum. Olympe de Gouges sem skrifaði yfirlýsingu um réttindi kvenna á tímum frönsku byltingarinnar var síðar líflátin. Bandarískar kvenfrelsiskonur í upphafi 20. aldarinnar voru fangelsaðar og fóru í hungurverkfall fyrir málstað sinn; það að konur fengju að kjósa. Íslenskar kvenréttindakonur þurftu að þola það að vera álitnar nornir, óhæfar mæður og haldnar einhverju óeðli þegar þær settu fram kröfur sínar um jafnrétti til náms og kjörgengis.Dauðans alvara Það að konur hætti lífi sínu fyrir málstaðinn er ekki eitthvað sem heyrir sögunni til. Í sumar hitti ég yfirkonu UNIFEM í Afganistan sem sagði mér að starfsfólkið hennar væri í stöðugri hættu. Þetta eru raunverulegar aðstæður kvenna víða um heim. Konur leggja þetta á sig vegna þess að baráttan er upp á líf og dauða. Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og kynbundið ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert. Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría til samans. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur lýst ofbeldi gegn konum sem faraldri sem þurfi að stöðva. Hann segir þetta sé eitthvert útbreiddasta og algengasta mannréttindabrot í heimi. Á kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku sagði hann meðal annars að vinnu að friði, öryggi og sjálfbærri þróun í heiminum sé stefnt í voða ef ekki er sérstaklega unnið að því að frelsa konur og stúlkur undan misrétti og fátækt.Vikivaki jafnréttisins Í ár eru liðin 100 ár síðan konur úr verkalýðshreyfingunni komu saman í Ungdomshuset í Kaupmannahöfn og ákváðu að tileinka einn dag árlega alþjóðlegri baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Síðan þá hefur margt áunnist en engu að síður svipar þessari baráttu frekar til vikivaka en beinnar vegferðar þar sem stigin eru tvö skref fram og eitt til baka. Við sjáum jákvæðar breytingar með aukinni menntun kvenna, þátttöku á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Þó að konur skipi aðeins 18% þingsæta í heiminum hafa þær nú réttinn til þátttöku í langflestum ríkjum heims. En á sama tíma verður umfang annarra vandamála eins og mansals stærra og alvarlegra. Í sumar fer fram heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Suður-Afríku. Þess er beðið með mikilli eftirvæntingu og vona suður-afrískar konur og karlar að mótið muni færa landinu efnahagslega velmegun. Kvennahreyfingar í Afríku og alþjóðlega eru þó á nálum því nokkuð ljóst þykir að mansal frá fátækum nágrannaríkjum kemur til með að aukast í tengslum við keppnina.Krafturinn Á Íslandi eigum við enn langt í land með jafnréttið en það sem íslenskum konum þykir sjálfsagt mál eins og að geta menntað sig, valið sér sinn eigin maka og eignast börn með aðstoð læknis eða ljósmóður er fjarlægur veruleiki systra okkar víða um heim. Um allan heim starfa kvennahreyfingar af miklum krafti. Um allan heim er fjöldi fólks að vinna að því að binda endi á ofbeldi gegn konum. Leyfum þeim að njóta sín og blómstra. Nýtum alþjóðlegan baráttudag kvenna til að íhuga hvernig hægt er að leggja hönd á plóg og láta til sín taka í baráttunni fyrir jafnrétti og friði. Höfundur er framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Í dag langar mig að þakka fyrir það að ég hef kosningarétt. Mig langar þakka fyrir það að hafa fengið að mennta mig í háskóla. Ég vil þakka konunum sem á undan komu fyrir alla þeirra vinnu sem hefur skilað árangri fyrir mig og kynsystur mínar. Takk fyrir réttinn til að stunda launaða vinnu og eiga mínar eigin eignir. Takk fyrir frelsið til að velja. Hetjurnar sem á undan komu Í dag eru alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Hann er haldinn hátíðlegur um allan heim til að minnast þess árangurs sem hefur náðst í því að jafna rétt kvenna og karla en ekki síður til að minna á hvað á eftir að gera. Konurnar sem á undan mér komu og gerðu að veruleika þau mannréttindi og lífsgæði sem mér þykja sjálfsögð þurftu að leggja mikið á sig. Konur þurftu að berjast fyrir þeim með blóði, svita og tárum. Olympe de Gouges sem skrifaði yfirlýsingu um réttindi kvenna á tímum frönsku byltingarinnar var síðar líflátin. Bandarískar kvenfrelsiskonur í upphafi 20. aldarinnar voru fangelsaðar og fóru í hungurverkfall fyrir málstað sinn; það að konur fengju að kjósa. Íslenskar kvenréttindakonur þurftu að þola það að vera álitnar nornir, óhæfar mæður og haldnar einhverju óeðli þegar þær settu fram kröfur sínar um jafnrétti til náms og kjörgengis.Dauðans alvara Það að konur hætti lífi sínu fyrir málstaðinn er ekki eitthvað sem heyrir sögunni til. Í sumar hitti ég yfirkonu UNIFEM í Afganistan sem sagði mér að starfsfólkið hennar væri í stöðugri hættu. Þetta eru raunverulegar aðstæður kvenna víða um heim. Konur leggja þetta á sig vegna þess að baráttan er upp á líf og dauða. Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og kynbundið ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert. Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría til samans. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur lýst ofbeldi gegn konum sem faraldri sem þurfi að stöðva. Hann segir þetta sé eitthvert útbreiddasta og algengasta mannréttindabrot í heimi. Á kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku sagði hann meðal annars að vinnu að friði, öryggi og sjálfbærri þróun í heiminum sé stefnt í voða ef ekki er sérstaklega unnið að því að frelsa konur og stúlkur undan misrétti og fátækt.Vikivaki jafnréttisins Í ár eru liðin 100 ár síðan konur úr verkalýðshreyfingunni komu saman í Ungdomshuset í Kaupmannahöfn og ákváðu að tileinka einn dag árlega alþjóðlegri baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Síðan þá hefur margt áunnist en engu að síður svipar þessari baráttu frekar til vikivaka en beinnar vegferðar þar sem stigin eru tvö skref fram og eitt til baka. Við sjáum jákvæðar breytingar með aukinni menntun kvenna, þátttöku á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Þó að konur skipi aðeins 18% þingsæta í heiminum hafa þær nú réttinn til þátttöku í langflestum ríkjum heims. En á sama tíma verður umfang annarra vandamála eins og mansals stærra og alvarlegra. Í sumar fer fram heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Suður-Afríku. Þess er beðið með mikilli eftirvæntingu og vona suður-afrískar konur og karlar að mótið muni færa landinu efnahagslega velmegun. Kvennahreyfingar í Afríku og alþjóðlega eru þó á nálum því nokkuð ljóst þykir að mansal frá fátækum nágrannaríkjum kemur til með að aukast í tengslum við keppnina.Krafturinn Á Íslandi eigum við enn langt í land með jafnréttið en það sem íslenskum konum þykir sjálfsagt mál eins og að geta menntað sig, valið sér sinn eigin maka og eignast börn með aðstoð læknis eða ljósmóður er fjarlægur veruleiki systra okkar víða um heim. Um allan heim starfa kvennahreyfingar af miklum krafti. Um allan heim er fjöldi fólks að vinna að því að binda endi á ofbeldi gegn konum. Leyfum þeim að njóta sín og blómstra. Nýtum alþjóðlegan baráttudag kvenna til að íhuga hvernig hægt er að leggja hönd á plóg og láta til sín taka í baráttunni fyrir jafnrétti og friði. Höfundur er framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar