Bandarískir draumar Vigdís Hauksdóttir skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Í fréttum hefur verið greint frá aðgerðum utanríkisráðuneytisins til þess að afla stuðnings frá Bandaríkjamönnum vegna Icesave. Óskaði utanríkisráðherra eftir fundi með Hillary Clinton með frekari málaleitan í huga. Auðvitað eigum við að ræða þessi mál við sem flestar þjóðir enda hefur málflutningur okkar framsóknarmanna verið á þá leið. Það er undarlegt að utanríkisráðherra Íslendinga skuli ekki gera sér grein fyrir stöðu Bandaríkjamanna gagnvart Bretum og Hollendingum. Bandaríkjamenn heyja stríð í Írak og Afganistan undir nafni NATO. Í örvæntingu leita þeir leiða til þess að einangrast ekki í stríðsrekstrinum. Þeir hafa lagt hart að Bretum og Hollendingum að draga ekki herlið sitt til baka og jafnvel hafa þeir lagt fram kröfu um að fjölga hermönnum. Ég trúi því að Bretar og Hollendingar séu áhugalitlir um þennan hernað og vilji koma sér þaðan. Hollenska stjórnin er fallin vegna ágreinings um stríðsreksturinn og breska ríkisstjórnin sætir mikilli gagnrýni. Ljóst er að þessar þjóðir halda herliði sínu þarna eingöngu af undanlátssemi við Bandaríkin og gjalda fyrir það heima. Bretar og Hollendingar hafa eytt hundruðum milljarða vegna þessa, fyrir Bandaríkjamenn, og hafa sætt miklu mannfalli. Svo virðist nú sem breska ríkisstjórnin falli líka á næstu dögum. Bandaríkjamenn þurfa á allri aðstoð að halda frá Bretum og Hollendingum sem unnt er að fá. Þeir eru í engri stöðu til að beita þessar þjóðir þrýstingi í þágu Íslands. Að auki má benda á að diplómatísk samskipti Íslendinga við Bandaríkjamenn hafa ekki verið í lagi undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Sendiherra Bandaríkjanna fór af landi brott fyrir rúmu ári og ekki hefur nýr sendiherra verið skipaður eftir að Robert S. Connan, sem Obama tilnefndi, hætti við að þiggja embættið í fyrra. Í hvaða stöðu telur Össur sig vera til að skipa svo fyrir að senda embættismenn í bandaríska sendiráðið með hótanir um stuðning? Í morgunútvarpinu á Rás 2 sagði Össur að hann væri stoltur af þeirri hörku sem starfsmenn hans hefðu sýnt í viðræðum við Sam Watson starfandi sendifulltrúa. Já, Össur skipað gætir þú, væri þér hlýtt. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum hefur verið greint frá aðgerðum utanríkisráðuneytisins til þess að afla stuðnings frá Bandaríkjamönnum vegna Icesave. Óskaði utanríkisráðherra eftir fundi með Hillary Clinton með frekari málaleitan í huga. Auðvitað eigum við að ræða þessi mál við sem flestar þjóðir enda hefur málflutningur okkar framsóknarmanna verið á þá leið. Það er undarlegt að utanríkisráðherra Íslendinga skuli ekki gera sér grein fyrir stöðu Bandaríkjamanna gagnvart Bretum og Hollendingum. Bandaríkjamenn heyja stríð í Írak og Afganistan undir nafni NATO. Í örvæntingu leita þeir leiða til þess að einangrast ekki í stríðsrekstrinum. Þeir hafa lagt hart að Bretum og Hollendingum að draga ekki herlið sitt til baka og jafnvel hafa þeir lagt fram kröfu um að fjölga hermönnum. Ég trúi því að Bretar og Hollendingar séu áhugalitlir um þennan hernað og vilji koma sér þaðan. Hollenska stjórnin er fallin vegna ágreinings um stríðsreksturinn og breska ríkisstjórnin sætir mikilli gagnrýni. Ljóst er að þessar þjóðir halda herliði sínu þarna eingöngu af undanlátssemi við Bandaríkin og gjalda fyrir það heima. Bretar og Hollendingar hafa eytt hundruðum milljarða vegna þessa, fyrir Bandaríkjamenn, og hafa sætt miklu mannfalli. Svo virðist nú sem breska ríkisstjórnin falli líka á næstu dögum. Bandaríkjamenn þurfa á allri aðstoð að halda frá Bretum og Hollendingum sem unnt er að fá. Þeir eru í engri stöðu til að beita þessar þjóðir þrýstingi í þágu Íslands. Að auki má benda á að diplómatísk samskipti Íslendinga við Bandaríkjamenn hafa ekki verið í lagi undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Sendiherra Bandaríkjanna fór af landi brott fyrir rúmu ári og ekki hefur nýr sendiherra verið skipaður eftir að Robert S. Connan, sem Obama tilnefndi, hætti við að þiggja embættið í fyrra. Í hvaða stöðu telur Össur sig vera til að skipa svo fyrir að senda embættismenn í bandaríska sendiráðið með hótanir um stuðning? Í morgunútvarpinu á Rás 2 sagði Össur að hann væri stoltur af þeirri hörku sem starfsmenn hans hefðu sýnt í viðræðum við Sam Watson starfandi sendifulltrúa. Já, Össur skipað gætir þú, væri þér hlýtt. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun