Líf Magneudóttir: Vinstri græn framtíð 26. maí 2010 14:45 Fyrir sveitastjórnarkosningar upphefst gjarnan sá söngur að allir flokkar séu eins og að stefnumál þeirra séu þau sömu. Sami grautur í mismunandi skálum. Það má vissulega til sanns vegar færa að margt sé líkt með stefnumálum stjórnmálaflokka á sveitastjórnarstigi. Ástæða fyrir því að stefnumálin virðast vera hin sömu er einföld: Stór hluti verkefna sveitarfélaga er lögbundinn. Þeim er þröngur stakkur sniðinn af löggjafanum. Af því leiðir hins vegar ekki að það skipti engu máli hver er kosinn. Svo er margt sinnið sem skinnið segir máltækið og víst er það svo að mannfólkið er ólíkt að upplagi. Fólk skipar sér í stjórnmálaflokka eftir lífsskoðunum og áherslum. Við sem erum í Vinstrihreyfingunni-grænu framboði sameinumst um félagslegar áherslur, kvenfrelsi og umhverfisvernd. Vinstri græn hafa ekki og munu ekki setja hagsmuni stórtækra verktaka eða hagsmuni hálaunafólks af því að greiða lága skatta, í forgang. Við Vinstri græn forgangsröðum ávallt í þágu barna, í þágu fatlaðra, í þágu efnaminna fólks og atvinnulausra og annarra sem eiga undir högg að sækja. Vinstri græn hafa réttlæti að leiðarljósi í forgangsröðun verkefna og hafna þröngum sérhagsmunum og yfirdrifinni frjálshyggju. Frá upphafi setti hreyfingin sér reglur um fjárframlög fyrir forvöl og aðra starfsemi. Þannig hafa vinstri græn alltaf getað verið óháð þrýstingi fjármagnseigenda. Það er enda sannfæring flokksins að með auknum jöfnuði, kvenfrelsi og umhverfisvernd skapist hér réttlátt þjóðfélag þar sem við fáum öll jafnt tækifæri að lifa, þroskast og deyja. Vonandi verður vorið Vinstri grænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Sjá meira
Fyrir sveitastjórnarkosningar upphefst gjarnan sá söngur að allir flokkar séu eins og að stefnumál þeirra séu þau sömu. Sami grautur í mismunandi skálum. Það má vissulega til sanns vegar færa að margt sé líkt með stefnumálum stjórnmálaflokka á sveitastjórnarstigi. Ástæða fyrir því að stefnumálin virðast vera hin sömu er einföld: Stór hluti verkefna sveitarfélaga er lögbundinn. Þeim er þröngur stakkur sniðinn af löggjafanum. Af því leiðir hins vegar ekki að það skipti engu máli hver er kosinn. Svo er margt sinnið sem skinnið segir máltækið og víst er það svo að mannfólkið er ólíkt að upplagi. Fólk skipar sér í stjórnmálaflokka eftir lífsskoðunum og áherslum. Við sem erum í Vinstrihreyfingunni-grænu framboði sameinumst um félagslegar áherslur, kvenfrelsi og umhverfisvernd. Vinstri græn hafa ekki og munu ekki setja hagsmuni stórtækra verktaka eða hagsmuni hálaunafólks af því að greiða lága skatta, í forgang. Við Vinstri græn forgangsröðum ávallt í þágu barna, í þágu fatlaðra, í þágu efnaminna fólks og atvinnulausra og annarra sem eiga undir högg að sækja. Vinstri græn hafa réttlæti að leiðarljósi í forgangsröðun verkefna og hafna þröngum sérhagsmunum og yfirdrifinni frjálshyggju. Frá upphafi setti hreyfingin sér reglur um fjárframlög fyrir forvöl og aðra starfsemi. Þannig hafa vinstri græn alltaf getað verið óháð þrýstingi fjármagnseigenda. Það er enda sannfæring flokksins að með auknum jöfnuði, kvenfrelsi og umhverfisvernd skapist hér réttlátt þjóðfélag þar sem við fáum öll jafnt tækifæri að lifa, þroskast og deyja. Vonandi verður vorið Vinstri grænt.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar