Innlent

Það hefur verið jarðgosaveður undanfarið

Björn Dúason, Jón Gunnar Karlsson og Daníel Gunnarsson sátu spakir og sötruðu kaffi á bensínstöðinni á Hvolsvelli um nóttina eftir að gosið hófst.
Fréttablaðið / daníel
Björn Dúason, Jón Gunnar Karlsson og Daníel Gunnarsson sátu spakir og sötruðu kaffi á bensínstöðinni á Hvolsvelli um nóttina eftir að gosið hófst. Fréttablaðið / daníel

„Það hefur verið jarðgosaveður undanfarið, miklar stillur þannig að maður hefur nú búist við þessu,“ segir Jón Gunnar Karlsson, bóndi á Strönd í Vestur-Landeyjum.

Jón Gunnar hefur búið í Landeyjunum alla sína tíð en hefur eðli málsins samkvæmt aldrei áður upplifað gos í Eyjafjallajökli, þótt hann hafi þurft að rýma heimili sitt reglulega vegna æfinga.

Jón Gunnar tók þó öllu með ró nóttina eftir að gosið hófst, eins og sveitungar hans, Björn Dúason úr Austur-Landeyjum og Daníel Gunnarsson frá Strandahjáleigu. Blaðamaður hitti á þremenningana á bensínstöðinni á Hvolsvelli þar sem þeir sátu saman yfir kaffibolla og biðu þess að komast heim á bæi að sinna skepnunum. Það gekk svo eftir árla morguns. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×