Borgari elti bílþjóf og hélt honum föngnum 22. maí 2010 05:30 Bílþjófur í höndum Lögreglunnar Eftir tveggja vikna bíltúr á stolnum bíl var þjófurinn króaður af og lögreglan kom á vettvang og hafði piltinn á brott með sér á öruggan stað að vera á. „Nei, ég var ekkert hræddur. Þessir strákar eru í mesta lagi fimmtíu kíló með skólatösku,“ segir Andri Þór Sigurjónsson, þrítugur tölvumaður, sem í gær handsamaði bílþjóf eftir eftirför frá Smáralind upp í Grafarholt. Þjófurinn var ásamt pilti og stúlku á jepplingi sem stolið var á föstudaginn fyrir hálfum mánuði af bílastæði Brimborgar á Ártúnshöfða. Þar var bíllinn til sölu en eigendur hans eru foreldrar vinar Andra, Helga Freys Sveinssonar. „Það sést af upptökum úr eftirlitsmyndavél að ungur piltur skýst inn í Brimborg klukkan átta um morguninn og kemur út með lykil að bílnum sem hann brunar síðan í burtu á,“ segir Helgi. Að sögn Helga lét lögreglan foreldra hans vita að stolið hefði verið bensíni á bílinn bæði hjá Olís og N1 og að þjófurinn hefði verið myndaður við þá iðju. Síðan hafi þjófurinn tvisvar sett stolin bílnúmer á jepplinginn. „Á þriðjudaginn mætti mamma bílnum þegar hún var að koma ofan úr Grafarholti. Við hringdum strax á lögregluna en þar sögðust menn því miður ekki geta sinnt málinu,“ segir Helgi. Laust eftir hádegi í gær var Andri Þór á ferð í nágrenni við Smáralind þegar hann kom auga á jeppling eins og þann sem stolið var frá foreldrum vinar hans. Hann taldi víst að þar væri stolni bíllinn því ökumaðurinn passaði við lýsingu sem hann hafði heyrt. „Ég elti hann bara. Fyrst að Kringlunni og endaði síðan uppi í Grafarholti. Ég held að hann hafi verið búinn að taka eftir því að ég var að elta því hann keyrði eins og fáviti,“ lýsir Andri eftirförinni sem endaði við fjölbýlishús við Prestastíg. Andri segist hafa lagt bíl sínum fyrir aftan bílinn sem þjófurinn ók þannig að ekki var unnt að aka honum burt. Pilturinn og stúlkan hafi stigið þar út úr bílnum en hann hafi ekki hleypt ökumanninum burt. „Ég hoppaði út og drap á bílnum hjá stráknum og ýtti honum aftur inn og lokaði hurðinni. Hann sagðist vera með bílinn í láni hjá „Jónasi“ en ég sagði að hann gæti reynt að ljúga því að löggunni og að hann ætti bara að bíða inni í bíl þar til hún kæmi.“ Helgi segir að laugardaginn eftir að bíl foreldra hans var stolið hafi átt að ganga frá sölu á honum. Þótt sú sala hafi farið út um þúfur sé bíllinn enn til sölu. „Það sér ekkert á honum þótt það sé ljóst að þjófurinn hafi keyrt hann mjög mikið og jafnvel sofið í honum að því er virðist,“ segir Helgi Freyr Sveinsson. gar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Nei, ég var ekkert hræddur. Þessir strákar eru í mesta lagi fimmtíu kíló með skólatösku,“ segir Andri Þór Sigurjónsson, þrítugur tölvumaður, sem í gær handsamaði bílþjóf eftir eftirför frá Smáralind upp í Grafarholt. Þjófurinn var ásamt pilti og stúlku á jepplingi sem stolið var á föstudaginn fyrir hálfum mánuði af bílastæði Brimborgar á Ártúnshöfða. Þar var bíllinn til sölu en eigendur hans eru foreldrar vinar Andra, Helga Freys Sveinssonar. „Það sést af upptökum úr eftirlitsmyndavél að ungur piltur skýst inn í Brimborg klukkan átta um morguninn og kemur út með lykil að bílnum sem hann brunar síðan í burtu á,“ segir Helgi. Að sögn Helga lét lögreglan foreldra hans vita að stolið hefði verið bensíni á bílinn bæði hjá Olís og N1 og að þjófurinn hefði verið myndaður við þá iðju. Síðan hafi þjófurinn tvisvar sett stolin bílnúmer á jepplinginn. „Á þriðjudaginn mætti mamma bílnum þegar hún var að koma ofan úr Grafarholti. Við hringdum strax á lögregluna en þar sögðust menn því miður ekki geta sinnt málinu,“ segir Helgi. Laust eftir hádegi í gær var Andri Þór á ferð í nágrenni við Smáralind þegar hann kom auga á jeppling eins og þann sem stolið var frá foreldrum vinar hans. Hann taldi víst að þar væri stolni bíllinn því ökumaðurinn passaði við lýsingu sem hann hafði heyrt. „Ég elti hann bara. Fyrst að Kringlunni og endaði síðan uppi í Grafarholti. Ég held að hann hafi verið búinn að taka eftir því að ég var að elta því hann keyrði eins og fáviti,“ lýsir Andri eftirförinni sem endaði við fjölbýlishús við Prestastíg. Andri segist hafa lagt bíl sínum fyrir aftan bílinn sem þjófurinn ók þannig að ekki var unnt að aka honum burt. Pilturinn og stúlkan hafi stigið þar út úr bílnum en hann hafi ekki hleypt ökumanninum burt. „Ég hoppaði út og drap á bílnum hjá stráknum og ýtti honum aftur inn og lokaði hurðinni. Hann sagðist vera með bílinn í láni hjá „Jónasi“ en ég sagði að hann gæti reynt að ljúga því að löggunni og að hann ætti bara að bíða inni í bíl þar til hún kæmi.“ Helgi segir að laugardaginn eftir að bíl foreldra hans var stolið hafi átt að ganga frá sölu á honum. Þótt sú sala hafi farið út um þúfur sé bíllinn enn til sölu. „Það sér ekkert á honum þótt það sé ljóst að þjófurinn hafi keyrt hann mjög mikið og jafnvel sofið í honum að því er virðist,“ segir Helgi Freyr Sveinsson. gar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira