Snyrtifræðingur hélt lífinu í viðskiptavini 16. apríl 2010 03:45 Ester kristinsdóttir Gafst ekki upp og bjargaði lífi viðskiptavinar sem fékk hjartastopp síðastliðinn þriðjudag.Fréttablaðið/Pjetur „Það var eins og hann rankaði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur, sem á þriðjudag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fótsnyrtingu. Maðurinn, sem er 74 ára gamall Hafnfirðingur og bæði hjartveikur og með sykursýki samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, er fastur viðskiptavinur á Snyrtistofu Rósu í verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Hann sat bara hér í fótsnyrtingu og í fullu fjöri þegar hann virtist syfja. Sú sem var að sinna honum ætlaði að halla honum aftur en í þeirri andrá lognaðist hann út af,“ lýsir Ester. Að sögn Esterar þekkja snyrtifræðingarnir á Rósu vel til mannsins. Hann sé hress og mikill húmoristi en eigi við veikindi að stríða. Þær hafi því strax áttað sig á að staðan væri alvarleg þegar hann hneig í ómegin. „Hann var hættur að anda og orðinn blár. Við hringdum strax í 112 og það var hlaupið hér upp á heilsugæslustöð á þriðju hæð og náð í lækni og hjúkrunarfræðing,“ segir Ester, sem ásamt Helgu Sigurðardóttur, starfssystur sinni, barðist við að halda lífi í manninum þar til önnur hjálp bærist. Sjálf lærði Ester til sjúkraliða á sínum tíma og starfaði lengi í Bláa lóninu þar sem hún sótti skyndihjálparnámskeið. „Það voru eiginlega ósjálfráð viðbrögð að blása. Helga sem var með mér byrjaði að hnoða hann líka með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni. Svo kom hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn og slógu hann harkalega í hjartastað eins og á að gera og komu honum í gang,“ segir Ester. Veikindi mannsins eru eins og áður segir alvarleg. Hann fékk aftur hjartastopp í gær þar sem hann dvelur enn á spítala að jafna sig. „Stundum er eins og æðri máttarvöld grípi í taumana. Hann vildi vera í tíma hjá okkur klukkan eitt en fékk tíma klukkan tvö. Ef hann hefði fengið fyrri tímann og verið farinn frá okkur þegar þetta gerðist veit enginn hvernig farið hefði,“ segir Kristín Sigurrós Jónasdóttir, eigandi snyrtistofunnar Rósu. gar@frettabladid.is Innlent Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
„Það var eins og hann rankaði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur, sem á þriðjudag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fótsnyrtingu. Maðurinn, sem er 74 ára gamall Hafnfirðingur og bæði hjartveikur og með sykursýki samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, er fastur viðskiptavinur á Snyrtistofu Rósu í verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Hann sat bara hér í fótsnyrtingu og í fullu fjöri þegar hann virtist syfja. Sú sem var að sinna honum ætlaði að halla honum aftur en í þeirri andrá lognaðist hann út af,“ lýsir Ester. Að sögn Esterar þekkja snyrtifræðingarnir á Rósu vel til mannsins. Hann sé hress og mikill húmoristi en eigi við veikindi að stríða. Þær hafi því strax áttað sig á að staðan væri alvarleg þegar hann hneig í ómegin. „Hann var hættur að anda og orðinn blár. Við hringdum strax í 112 og það var hlaupið hér upp á heilsugæslustöð á þriðju hæð og náð í lækni og hjúkrunarfræðing,“ segir Ester, sem ásamt Helgu Sigurðardóttur, starfssystur sinni, barðist við að halda lífi í manninum þar til önnur hjálp bærist. Sjálf lærði Ester til sjúkraliða á sínum tíma og starfaði lengi í Bláa lóninu þar sem hún sótti skyndihjálparnámskeið. „Það voru eiginlega ósjálfráð viðbrögð að blása. Helga sem var með mér byrjaði að hnoða hann líka með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni. Svo kom hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn og slógu hann harkalega í hjartastað eins og á að gera og komu honum í gang,“ segir Ester. Veikindi mannsins eru eins og áður segir alvarleg. Hann fékk aftur hjartastopp í gær þar sem hann dvelur enn á spítala að jafna sig. „Stundum er eins og æðri máttarvöld grípi í taumana. Hann vildi vera í tíma hjá okkur klukkan eitt en fékk tíma klukkan tvö. Ef hann hefði fengið fyrri tímann og verið farinn frá okkur þegar þetta gerðist veit enginn hvernig farið hefði,“ segir Kristín Sigurrós Jónasdóttir, eigandi snyrtistofunnar Rósu. gar@frettabladid.is
Innlent Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira