Hærra útsvar í borginni, takk Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. desember 2010 09:40 Eitt af kosningaloforðum Besta flokksins var að gera borgina skemmtilegri fyrir borgarbúa. Það var svo sem ekki útfært neitt sérstaklega en væntanlega átti ísbjörninn góði í Húsdýragarðinum og ókeypis handklæði í sundlaugunum að vera framlag til þess arna. Hvorugt er nú orðið að veruleika og þvert á móti mun ein gjaldskrárhækkunin sem ráðgerð er í borginni einmitt snúa að handklæðunum góðu í sundlaugunum. Og það er út af fyrir sig saklaust því það er svo auðvelt að koma með handklæðin með sér að heiman. Verri eru allar gjaldskrárhækkanirnar sem snúa að grunnþjónustu við barnafjölskyldurnar í borginni og hætt er við að þær hækkanir muni ekki gera borgina skemmtilegri fyrir þær fjölskyldur. Hækkun á leikskólagjöldum, minni systkinaafsláttur í leikskólum, hækkun á frístundaheimilisgjöldum og matarkostnaði í skólum og í frístund, auk annarra aukinna gjalda koma niður á öllum borgarbúum en í mörgum tilvikum enn frekar á barnafólki en öðrum. Það ber bæði vott um hugleysi og hugmyndaleysi að sækja fé til þessa hóps borgarbúa. Þetta er hópurinn sem ber að öðru leyti þyngstar byrðar, til dæmis í húsnæðisskuldum og auknum daglegum útgjöldum vegna matar og annars heimilishalds, auk þess að hafa, eins og raunar margir aðrir, tekið á sig tekjulækkun á undangengnum misserum. Á sama tíma er útsvarsprósentan í borginni ekki fullnýtt. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur bent á að með fullnýtingu útsvarsprósentu, sem þýðir hækkun um 0,25 prósentustig í stað 0,17 eins og nú stendur til, mætti sækja nærri 230 milljónir af þeim 250 sem borgin áætlar í auknar tekjur af gjaldskrám sem snúa beint að grunnþjónustu við börn. Hvað ætli ráði þeirri ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn að sækja þessa peninga til ungra barnafjölskyldna sem tilheyra vissulega öllum tekjuhópum en eru margar tekjulágar, fremur en að grípa til lítillegrar skattahækkunar sem bitnar á borgurunum í réttu hlutfalli við tekjur? Þau eru áreiðanlega mörg ömmurnar og afarnir í borginni sem viljug tækju á sig hækkað útsvar á móti því að uppkomin börn þeirra losnuðu undan auknum álögum vegna menntunar og gæslu barna sinna. Hitt er jafnljóst að grátkórinn sem alltaf upphefst þegar skattar eru hækkaðir er hávær og svo virðist sem Samfylkingin og Besti flokkurinn beri meiri virðingu fyrir honum eða óttist hann meira en unga fólkið sem vinnur að því að koma börnum til manns. Ef sama hugleysið og hugmyndaleysið ræður för þegar kemur að niðurskurði í rekstri borgarinnar er ástæða til kvíða. Verður það svo að niðurskurðurinn muni fyrst og fremst bitna á grunnþjónustu við börn og foreldra þeirra eða mun meirihlutinn í borginni sýna þá djörfung að ráðast til atlögu við verkefni sem í sjálfu sér eru góð og gild en flokkast ekki undir grunnþjónustu? Það er nefnilega svo að til þess að skemmtilegt geti verið að eiga heima í borginni verða ákveðin grunnatriði að vera í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Eitt af kosningaloforðum Besta flokksins var að gera borgina skemmtilegri fyrir borgarbúa. Það var svo sem ekki útfært neitt sérstaklega en væntanlega átti ísbjörninn góði í Húsdýragarðinum og ókeypis handklæði í sundlaugunum að vera framlag til þess arna. Hvorugt er nú orðið að veruleika og þvert á móti mun ein gjaldskrárhækkunin sem ráðgerð er í borginni einmitt snúa að handklæðunum góðu í sundlaugunum. Og það er út af fyrir sig saklaust því það er svo auðvelt að koma með handklæðin með sér að heiman. Verri eru allar gjaldskrárhækkanirnar sem snúa að grunnþjónustu við barnafjölskyldurnar í borginni og hætt er við að þær hækkanir muni ekki gera borgina skemmtilegri fyrir þær fjölskyldur. Hækkun á leikskólagjöldum, minni systkinaafsláttur í leikskólum, hækkun á frístundaheimilisgjöldum og matarkostnaði í skólum og í frístund, auk annarra aukinna gjalda koma niður á öllum borgarbúum en í mörgum tilvikum enn frekar á barnafólki en öðrum. Það ber bæði vott um hugleysi og hugmyndaleysi að sækja fé til þessa hóps borgarbúa. Þetta er hópurinn sem ber að öðru leyti þyngstar byrðar, til dæmis í húsnæðisskuldum og auknum daglegum útgjöldum vegna matar og annars heimilishalds, auk þess að hafa, eins og raunar margir aðrir, tekið á sig tekjulækkun á undangengnum misserum. Á sama tíma er útsvarsprósentan í borginni ekki fullnýtt. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur bent á að með fullnýtingu útsvarsprósentu, sem þýðir hækkun um 0,25 prósentustig í stað 0,17 eins og nú stendur til, mætti sækja nærri 230 milljónir af þeim 250 sem borgin áætlar í auknar tekjur af gjaldskrám sem snúa beint að grunnþjónustu við börn. Hvað ætli ráði þeirri ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn að sækja þessa peninga til ungra barnafjölskyldna sem tilheyra vissulega öllum tekjuhópum en eru margar tekjulágar, fremur en að grípa til lítillegrar skattahækkunar sem bitnar á borgurunum í réttu hlutfalli við tekjur? Þau eru áreiðanlega mörg ömmurnar og afarnir í borginni sem viljug tækju á sig hækkað útsvar á móti því að uppkomin börn þeirra losnuðu undan auknum álögum vegna menntunar og gæslu barna sinna. Hitt er jafnljóst að grátkórinn sem alltaf upphefst þegar skattar eru hækkaðir er hávær og svo virðist sem Samfylkingin og Besti flokkurinn beri meiri virðingu fyrir honum eða óttist hann meira en unga fólkið sem vinnur að því að koma börnum til manns. Ef sama hugleysið og hugmyndaleysið ræður för þegar kemur að niðurskurði í rekstri borgarinnar er ástæða til kvíða. Verður það svo að niðurskurðurinn muni fyrst og fremst bitna á grunnþjónustu við börn og foreldra þeirra eða mun meirihlutinn í borginni sýna þá djörfung að ráðast til atlögu við verkefni sem í sjálfu sér eru góð og gild en flokkast ekki undir grunnþjónustu? Það er nefnilega svo að til þess að skemmtilegt geti verið að eiga heima í borginni verða ákveðin grunnatriði að vera í lagi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun