Stórir danskir bankar fjármagna glæpasamtök 27. janúar 2010 08:30 Fleiri af stærstu bönkum Danmerkur hafa lagt fjármagn í fasteignakaup og rekstur þekktra meðlima mótorhjóla/glæpasamtakana Hells Angels og Bandidos. Bankarnir hafa einkum verið duglegir að fjármagna klúbbhús þessara samtaka víða í landinu. Mikil umfjöllun hefur verið um fjármál og umfangsmikinn fyrirtækjarekstur Hells Angels og Bandidos í dönskum fjölmiðlum undanfarna daga. Bæði lögreglan og skattayfirvöld standa fyrir umfangsmiklum rannsóknum á þessu fjármálastússi. Berlingske Business hefur rannsakað tengsl danskra banka við fyrrgreind samtök. Meðal annars hefur blaðið komist að því að Fiona Bank hefur lánað til höfuðstöðva Hells Angels hópsins Nomads á Amager og Danske Bank er fjárhagslegur bakhjarl Bandidos forsetans Jan Bachmann Nielsen og fyrirtækja í hans eigu. „Þótt erfitt sé að alhæfa er hægt að undrast að viðskiptageirinn blandar geði við fólk úr þessum samtökum," segir Kim Kliver í samtali við Berlingske en Kliver er forstjóri Dönsku rannsóknarmiðstöðvarinnar (Det Nationale Efterforskningcenter) sem kemur að rannsóknum bæði lögreglu og skattsins. „Það er óheppilegt að senda frá sér skilaboð sem gefa slíkum samskiptum viðurkenningarstimpil." Viðskiptum dönsku bankanna við Hells Angels og Bandidos má skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi er um að ræða veð í húsnæði samtakanna gegn lánum til þeirra og í öðru lagi er um bein viðskipti við fyrirtæki þeirra að ræða. Yfirvöld benda hinsvegar á að það sé einkum fyrirtækjareksturinn sem sé notaður til peningaþvættis á gróða frá glæpastarfsemi eins og eiturlyfjaviðskiptum. Fram hefur komið að dönsk skattayfirvöld vinna að rannsókn sinni eftir svokölluðu Al Capone líkani. Glæpaforinginn Al Capone var með morð tuga manna á samviskunni en bandarískum yfirvöldum tókst fyrst að koma honum í fangelsi þegar þau gátu sannað á hann skattsvik. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fleiri af stærstu bönkum Danmerkur hafa lagt fjármagn í fasteignakaup og rekstur þekktra meðlima mótorhjóla/glæpasamtakana Hells Angels og Bandidos. Bankarnir hafa einkum verið duglegir að fjármagna klúbbhús þessara samtaka víða í landinu. Mikil umfjöllun hefur verið um fjármál og umfangsmikinn fyrirtækjarekstur Hells Angels og Bandidos í dönskum fjölmiðlum undanfarna daga. Bæði lögreglan og skattayfirvöld standa fyrir umfangsmiklum rannsóknum á þessu fjármálastússi. Berlingske Business hefur rannsakað tengsl danskra banka við fyrrgreind samtök. Meðal annars hefur blaðið komist að því að Fiona Bank hefur lánað til höfuðstöðva Hells Angels hópsins Nomads á Amager og Danske Bank er fjárhagslegur bakhjarl Bandidos forsetans Jan Bachmann Nielsen og fyrirtækja í hans eigu. „Þótt erfitt sé að alhæfa er hægt að undrast að viðskiptageirinn blandar geði við fólk úr þessum samtökum," segir Kim Kliver í samtali við Berlingske en Kliver er forstjóri Dönsku rannsóknarmiðstöðvarinnar (Det Nationale Efterforskningcenter) sem kemur að rannsóknum bæði lögreglu og skattsins. „Það er óheppilegt að senda frá sér skilaboð sem gefa slíkum samskiptum viðurkenningarstimpil." Viðskiptum dönsku bankanna við Hells Angels og Bandidos má skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi er um að ræða veð í húsnæði samtakanna gegn lánum til þeirra og í öðru lagi er um bein viðskipti við fyrirtæki þeirra að ræða. Yfirvöld benda hinsvegar á að það sé einkum fyrirtækjareksturinn sem sé notaður til peningaþvættis á gróða frá glæpastarfsemi eins og eiturlyfjaviðskiptum. Fram hefur komið að dönsk skattayfirvöld vinna að rannsókn sinni eftir svokölluðu Al Capone líkani. Glæpaforinginn Al Capone var með morð tuga manna á samviskunni en bandarískum yfirvöldum tókst fyrst að koma honum í fangelsi þegar þau gátu sannað á hann skattsvik.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira