Sakar Goldman Sachs um að hafa komið AIG á hnéin 11. janúar 2010 09:14 Hank Greenberg, fyrrum forstjóri tryggingarisans AIG, hefur sakað Goldman Sachs um að hafa valdið því að AIG rambaði á barmi gjaldþrots eftir að fjármálakreppan skall á. Bandarísk stjórnvöld neyddust til að bjarga AIG með ærnum tilkostnaði undir lok ársins 2008.„Það er ekki erfitt að komast að þessari niðurstöðu," segir Greenberg í samtali við Wall Street Journal. Hann stendur í þeirri meiningu að undirrót vandamála AIG hafi stafað af breytingum á skuldatryggingum sem Goldman Sachs og Deutsche Bank knúðu í gegn. Samkvæmt þeir bar seljenda á skuldatryggingum á undirliggjandi veðum á skuldabréfum að gera upp eftir hendinni í stað þess að bíða greiðslufalls.Greenberg segir að Goldman Sachs hafi síðan markvisst staðið að markaðsmisnotkun eftir að bankinn gerði sér grein fyrir að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum var að hruni kominn. Bankinn hafi sett saman skuldabréf/vafninga sem tengd voru við undirmálslán og markaðssett þau um leið og hann keypti á þau skuldatryggingar frá AIG. Á sama tíma tók bankinn svo skortstöður í þessum bréfum.Þegar markaðurinn hrundi gat Goldman Sachs síðan krafist gríðarlegra upphæðna af AIG í samræmi við hinar nýju reglur og skapaði það gildru fyrir AIG sem félagið gat ekki komist út úr.Lucas van Praag talsmaður Goldman Sachs gerir lítið úr þessum skoðunum Greenberg og segir hann byggja þær fremur á fjölmiðlafréttum en staðreyndum. Þá segir Praag athyglisvert að Greenberg vitni ekki í afgerandi álit eigin endurskoðenda AIG um orsakirnar á bakvið vandamál félagsins.Það kostaði bandarísk stjórnvöld um 182 milljarða dollara að bjarga AIG fyrir rúmu ári síðan. Gjaldþrot AIG var talið hafa alvarlegri afleiðingar en gjaldþrot Lehman Brothers ef af því hefði orðið. Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hank Greenberg, fyrrum forstjóri tryggingarisans AIG, hefur sakað Goldman Sachs um að hafa valdið því að AIG rambaði á barmi gjaldþrots eftir að fjármálakreppan skall á. Bandarísk stjórnvöld neyddust til að bjarga AIG með ærnum tilkostnaði undir lok ársins 2008.„Það er ekki erfitt að komast að þessari niðurstöðu," segir Greenberg í samtali við Wall Street Journal. Hann stendur í þeirri meiningu að undirrót vandamála AIG hafi stafað af breytingum á skuldatryggingum sem Goldman Sachs og Deutsche Bank knúðu í gegn. Samkvæmt þeir bar seljenda á skuldatryggingum á undirliggjandi veðum á skuldabréfum að gera upp eftir hendinni í stað þess að bíða greiðslufalls.Greenberg segir að Goldman Sachs hafi síðan markvisst staðið að markaðsmisnotkun eftir að bankinn gerði sér grein fyrir að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum var að hruni kominn. Bankinn hafi sett saman skuldabréf/vafninga sem tengd voru við undirmálslán og markaðssett þau um leið og hann keypti á þau skuldatryggingar frá AIG. Á sama tíma tók bankinn svo skortstöður í þessum bréfum.Þegar markaðurinn hrundi gat Goldman Sachs síðan krafist gríðarlegra upphæðna af AIG í samræmi við hinar nýju reglur og skapaði það gildru fyrir AIG sem félagið gat ekki komist út úr.Lucas van Praag talsmaður Goldman Sachs gerir lítið úr þessum skoðunum Greenberg og segir hann byggja þær fremur á fjölmiðlafréttum en staðreyndum. Þá segir Praag athyglisvert að Greenberg vitni ekki í afgerandi álit eigin endurskoðenda AIG um orsakirnar á bakvið vandamál félagsins.Það kostaði bandarísk stjórnvöld um 182 milljarða dollara að bjarga AIG fyrir rúmu ári síðan. Gjaldþrot AIG var talið hafa alvarlegri afleiðingar en gjaldþrot Lehman Brothers ef af því hefði orðið.
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent