Ábyrgðin er okkar Elín Björg Jónsdóttir skrifar 7. desember 2010 06:45 Þjóðin hafði ekki úr miklu að moða árið 1936. Kreppunni miklu var varla lokið, fjöldi atvinnu- og húsnæðislausra hafði aldrei verið meiri. Fjárþörf ríkissjóðs var mikil. Gæfa íslensku þjóðarinnar var hins vegar sú að þá sátu framsýnir menn á þingi og eftir nokkurt þref samþykktu þeir að koma á fót kerfi almannatrygginga. Með því var viðurkennt að samfélagið sem heild bæri ábyrgð á því að framfleyta þeim sem ekki höfðu tök á því sjálfir. Fólk sem lenti í slysi, varð veikt eða missti vinnu fékk bætur. Til að sjá um útrgeiðsluna var Tryggingastofnun Íslands komið á fót. Mjór er mikils vísir og segja má að þarna hafi grunnurinn að velferðarkerfinu verið lagður. Á því hefur verið gerður fjöldi endurbóta, það verið úttvíkað og bætt með það fyrir augum að ná til sem flestra. Grunnhugsunin er hins vegar enn sú sama; að þeir sem einhverra hluta vegna geta ekki séð sér farborða, fái við það aðstoð. Það er á ábyrgð samfélagsins alls. Enn á ný steðja efnahagsþrengingar að þjóðinni og engum dylst að fjárþörf ríkissjóðs er gríðarlega mikil. Sú fjárþörf er tímabundin; íslenskt samfélag mun rísa upp úr efnahagslægðinni á ný. Þetta hafa verið erfiðir tímar og þeir verða það áfram. Víða þarf að þrengja sultarólina og margir munu búa við kröpp kjör. Við slíkar aðstæður er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að öryggisnet velferðarkerfisins sé þéttriðið. Þetta skildi íslenskt launafólk í kreppunni miklu og því tókst að sannfæra stjórnvöld um hið sama. Ýmislegt verður að breytast í íslensku samfélagi, það er ljóst. Einhversstaðar þarf að ná í það fé sem vantar upp á, eða spara útgjöld á móti. Það væri hins vegar þyngra en tárum tæki ef við, í upphafi 21. aldar, eyðileggðum það starf sem afar okkar og ömmur lögðu á sig við mun verri kjör á fjórða áratugnum. Fjárlagafrumvarpið 2011 kemur nú til annarrar umræðu. Þingmenn hafa það hlutverk að verja velferðarkerfið. Þeirra ábyrgð er að tryggja að fjárlögin höggvi ekki að rótum þess. Þá ábyrgð berum við einnig sem þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Þjóðin hafði ekki úr miklu að moða árið 1936. Kreppunni miklu var varla lokið, fjöldi atvinnu- og húsnæðislausra hafði aldrei verið meiri. Fjárþörf ríkissjóðs var mikil. Gæfa íslensku þjóðarinnar var hins vegar sú að þá sátu framsýnir menn á þingi og eftir nokkurt þref samþykktu þeir að koma á fót kerfi almannatrygginga. Með því var viðurkennt að samfélagið sem heild bæri ábyrgð á því að framfleyta þeim sem ekki höfðu tök á því sjálfir. Fólk sem lenti í slysi, varð veikt eða missti vinnu fékk bætur. Til að sjá um útrgeiðsluna var Tryggingastofnun Íslands komið á fót. Mjór er mikils vísir og segja má að þarna hafi grunnurinn að velferðarkerfinu verið lagður. Á því hefur verið gerður fjöldi endurbóta, það verið úttvíkað og bætt með það fyrir augum að ná til sem flestra. Grunnhugsunin er hins vegar enn sú sama; að þeir sem einhverra hluta vegna geta ekki séð sér farborða, fái við það aðstoð. Það er á ábyrgð samfélagsins alls. Enn á ný steðja efnahagsþrengingar að þjóðinni og engum dylst að fjárþörf ríkissjóðs er gríðarlega mikil. Sú fjárþörf er tímabundin; íslenskt samfélag mun rísa upp úr efnahagslægðinni á ný. Þetta hafa verið erfiðir tímar og þeir verða það áfram. Víða þarf að þrengja sultarólina og margir munu búa við kröpp kjör. Við slíkar aðstæður er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að öryggisnet velferðarkerfisins sé þéttriðið. Þetta skildi íslenskt launafólk í kreppunni miklu og því tókst að sannfæra stjórnvöld um hið sama. Ýmislegt verður að breytast í íslensku samfélagi, það er ljóst. Einhversstaðar þarf að ná í það fé sem vantar upp á, eða spara útgjöld á móti. Það væri hins vegar þyngra en tárum tæki ef við, í upphafi 21. aldar, eyðileggðum það starf sem afar okkar og ömmur lögðu á sig við mun verri kjör á fjórða áratugnum. Fjárlagafrumvarpið 2011 kemur nú til annarrar umræðu. Þingmenn hafa það hlutverk að verja velferðarkerfið. Þeirra ábyrgð er að tryggja að fjárlögin höggvi ekki að rótum þess. Þá ábyrgð berum við einnig sem þjóð.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun