Vilhjálmur: Golfið kemur ekki í stað vinnu Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2010 20:00 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson telur að golfið geti nýst atvinnulausum þó að það komi ekki í stað atvinnu. Mynd/ Vilhelm. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist alls ekki vera þeirrar skoðunar að golfíþróttin geti komið í staðin fyrir atvinnu. Orð hans á borgarstjórnarfundi í dag um að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa hafa vakið athygli, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. „Auðvitað veit ég að þetta kemur ekki í staðin fyrir atvinnu. En þetta er kannski til þess að auðvelda mönnum að ganga þá erfiðu braut sem atvinnuleysið getur reynst mönnum," segir Vilhjálmur. Hann bendir á að forystumenn golfhreyfingarinnar hafi nefnt það í blaðaviðtölum að þeir sem hafi orðið atvinnulausir síðasta sumar og hafi haft gaman af þessari íþrótt hafi nýtt sér hana til að stytta sér stundir. Þá bendir hann á að Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti VG í borgarstjórn, hafi bent á það að það mætti bjóða atvinnulausum ókeypis í sund. Enginn hafi fett fingur út í það. Samþykkt var í borgarstjórn í dag að verja 230 milljónum króna í nýjan golfvöll GR. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur gagnrýnt málið harðlega. Hann segir það furðulega forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar að verja öllum þessum peningum í nýjan golfvöll - mitt í öllum niðurskurðinum í fjármálum Reykjavíkurborgar. Meirihluti borgarstjórnar bendir hins vegar á að samningurinn um golfvöllinn hafi verið gerður fyrir síðustu kosningar, þegar Samfylkingin og VG voru í meirihluta. Það sé líka sérkennilegt að Samfylkingin og Dagur B. Eggertsson greiði atkvæði á sama fundi með nýju samkomulagi við önnur íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist alls ekki vera þeirrar skoðunar að golfíþróttin geti komið í staðin fyrir atvinnu. Orð hans á borgarstjórnarfundi í dag um að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa hafa vakið athygli, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. „Auðvitað veit ég að þetta kemur ekki í staðin fyrir atvinnu. En þetta er kannski til þess að auðvelda mönnum að ganga þá erfiðu braut sem atvinnuleysið getur reynst mönnum," segir Vilhjálmur. Hann bendir á að forystumenn golfhreyfingarinnar hafi nefnt það í blaðaviðtölum að þeir sem hafi orðið atvinnulausir síðasta sumar og hafi haft gaman af þessari íþrótt hafi nýtt sér hana til að stytta sér stundir. Þá bendir hann á að Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti VG í borgarstjórn, hafi bent á það að það mætti bjóða atvinnulausum ókeypis í sund. Enginn hafi fett fingur út í það. Samþykkt var í borgarstjórn í dag að verja 230 milljónum króna í nýjan golfvöll GR. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur gagnrýnt málið harðlega. Hann segir það furðulega forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar að verja öllum þessum peningum í nýjan golfvöll - mitt í öllum niðurskurðinum í fjármálum Reykjavíkurborgar. Meirihluti borgarstjórnar bendir hins vegar á að samningurinn um golfvöllinn hafi verið gerður fyrir síðustu kosningar, þegar Samfylkingin og VG voru í meirihluta. Það sé líka sérkennilegt að Samfylkingin og Dagur B. Eggertsson greiði atkvæði á sama fundi með nýju samkomulagi við önnur íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira