Innlent

Undirbúa viðgerð á þjóðvegi eftir hlaupið

Rjúfa þurfti veginn í gær til þess að taka álagið af nýju brúnni yfir Markarfljót. Mynd/ Villi.
Rjúfa þurfti veginn í gær til þess að taka álagið af nýju brúnni yfir Markarfljót. Mynd/ Villi.
Vegagerðarmenn eru þegar farnir að undirbúa viðgerð á þjóðvegi eitt, sem rofnaði á fjórum stöðum vegna vatnavaxta frá eldgosinu í gær.

Allar brýr héldu velli þannig að nú blasir við að fylla að þeim aftur. Ekki verður byrjað á því nema þar sem þornað hefur upp, en töluvert vatn rennur enn um skarðið, sem rofið var í veginn vestan við brúnna á Markarfljóti í gær. Síðustu flóðin í fljótinu voru mun minni en stóra flóðið í gær, en jafn rennsli í fljótinu er þó enn langt yfir meðallagi.

Að sögn Hreins Halldórssonar vegamálastjóra er rétt hugsanlegt að hægt verði að opna akfæra slóða við brýrnar fyrir kvöldið, en of snemmt sé að slá neinu föstu um það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×