Oddviti L-listans: Bíðum róleg 27. maí 2010 15:36 „Auðvitað spilar inn í þetta óánægja með fjórflokkinn á landsvísu,“ segir Geir. „Við erum róleg og vitum að að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. Við bíðum því róleg eftir því hvað kemur upp úr kjörkössunum," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipar fyrsta sæti á framboðslista L-listans, lista fólksins, á Akureyri. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir fréttamiðilinn Vikudag mælist L-listinn með 39,3% fylgi og fengi fimm bæjarfulltrúa af ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 14,2% fylgi og tvo bæjarfulltrúa en önnur framboð fá einn bæjarfulltrúa hvert. Framsóknarflokkurinn fær 13% fylgi, Vinstri grænir 12,6%, Samfylkingin 11,2% og Bæjarlistinn 9,7%. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin þrjá, VG tvo, Framsókn einn og L-listinn einn. Í kjölfarið mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin meirihluta.Fólk óánægt með fjórflokkinn Geir segir frambjóðendur L-listans finna fyrir gríðarlega miklum meðbyr í bæjarfélaginu. „Auðvitað spilar inn í þetta óánægja með fjórflokkinn á landsvísu. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en við höfum unnið okkar heimavinnu mjög vel og höfum lagt fram raunhæfa og ábyrga stefnuskrá sem er að hitta í mark hjá fólki," segir Geir bætir við að L-listinn bjóði nú fram í fjórða sinn á Akureyri. Framboðið sé því fyrir margt löngu orðið rótgróið afl í bænum.Vilja faglega ráðinn bæjarstjóra Capacent Gallup spurði Akureyringa einnig hvort að ráða eigi pólitískan eða ópólitískan bæjarstjóra á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 82,6% að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri en 17,4% vildu ráða pólitískan bæjarstjóra. Þrír bæjarstjórar hafa setið á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Geir bendir á það hafi lengi verið eitt af stefnumálum L-listans að bæjarstjórinn verði ráðinn faglega. „Við teljum mikilvægt að stíga þetta skref þannig að bæjarstjórinn verði sameiningartákn bæjarbúa og fyrirtækjanna í bænum og efli í rauninni bæjarstjórnina í heild sinni." Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27. maí 2010 14:43 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
„Við erum róleg og vitum að að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. Við bíðum því róleg eftir því hvað kemur upp úr kjörkössunum," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipar fyrsta sæti á framboðslista L-listans, lista fólksins, á Akureyri. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir fréttamiðilinn Vikudag mælist L-listinn með 39,3% fylgi og fengi fimm bæjarfulltrúa af ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 14,2% fylgi og tvo bæjarfulltrúa en önnur framboð fá einn bæjarfulltrúa hvert. Framsóknarflokkurinn fær 13% fylgi, Vinstri grænir 12,6%, Samfylkingin 11,2% og Bæjarlistinn 9,7%. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin þrjá, VG tvo, Framsókn einn og L-listinn einn. Í kjölfarið mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin meirihluta.Fólk óánægt með fjórflokkinn Geir segir frambjóðendur L-listans finna fyrir gríðarlega miklum meðbyr í bæjarfélaginu. „Auðvitað spilar inn í þetta óánægja með fjórflokkinn á landsvísu. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en við höfum unnið okkar heimavinnu mjög vel og höfum lagt fram raunhæfa og ábyrga stefnuskrá sem er að hitta í mark hjá fólki," segir Geir bætir við að L-listinn bjóði nú fram í fjórða sinn á Akureyri. Framboðið sé því fyrir margt löngu orðið rótgróið afl í bænum.Vilja faglega ráðinn bæjarstjóra Capacent Gallup spurði Akureyringa einnig hvort að ráða eigi pólitískan eða ópólitískan bæjarstjóra á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 82,6% að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri en 17,4% vildu ráða pólitískan bæjarstjóra. Þrír bæjarstjórar hafa setið á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Geir bendir á það hafi lengi verið eitt af stefnumálum L-listans að bæjarstjórinn verði ráðinn faglega. „Við teljum mikilvægt að stíga þetta skref þannig að bæjarstjórinn verði sameiningartákn bæjarbúa og fyrirtækjanna í bænum og efli í rauninni bæjarstjórnina í heild sinni."
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27. maí 2010 14:43 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27. maí 2010 14:43