Krabbamein hjá körlum Laufey Tryggvadóttir skrifar 6. mars 2010 06:00 Árlega greinast hér á landi að meðaltali 716 karlar með krabbamein. Þessi mein eru af margvíslegum toga og horfurnar eru mjög ólíkar eftir meinum og eftir því á hvaða stigi þau greinast. Mynd 1 sýnir breytingar á nýgengi allra meina hjá körlum, en aldursstaðlað nýgengi gefur til kynna hve margir greinast með krabbamein árlega eftir að leiðrétt hefur verið fyrir íbúafjölda og aldursdreifingu. Einnig eru sýndar breytingar á dánartíðni. Þótt nýgengið hafi aukist jafnt og þétt hefur dánartíðnin ekki aukist heldur hefur hún lækkað síðustu árin. Árlega deyja að meðaltali 278 karlar af völdum krabbameina og nú eru á lífi á Íslandi yfir 4.500 karlar sem hafa einhvern tíma greinst með krabbamein, þrátt fyrir að meðalaldur við greiningu sé nokkuð hár, eða 67 ár. Stór hluti karla læknast af sínum meinum og horfurnar hafa stöðugt batnað frá því að krabbameinsskráning hófst á landinu, eins og sést á mynd 2. Síðustu árin er fimm ára lifun miðað við jafnaldra orðin yfir 60% og lifunin er enn betri hjá konum. Þessa mynd og fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Krabbameinsskrár Íslands (www.krabbameinsskra.is) og á heimasíðu Krabbameinsfélagsins (www.krabb.is). Krabbamein í eistum eru sérstök að því leyti að þau eru mun tíðari hjá ungum körlum en þeim sem eldri eru, og er mikilvægt að bregðast fljótt við einkennum því þá er árangur meðferðar mjög góður. Árlega greinast um tíu karlar með þetta mein á Íslandi. Blöðruhálskirtilskrabbamein eru tæpur þriðjungur allra krabbameina hjá körlum. Árlega greinast nú um 220 karlar, en nýgengið hefur sexfaldast síðustu 50 árin. Dánartíðnin hefur hins vegar aðeins tvöfaldast á sama tímabili og horfur sjúklinga hafa því batnað mikið. Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast eru í heildina góðar, eða yfir 80% af því sem búast má við meðal jafnaldra. Horfurnar eru bestar hjá þeim sjúklingum sem greinast með meinið á fyrstu stigum, þ.e. áður en meinið hefur náð að dreifa sér, eins og gildir almennt um krabbamein. Meðalaldur við greiningu krabbameins í blöðruhálskirtli er rúmlega 70 ár og nú eru á lífi yfir 1.650 karlar sem hafa greinst með þetta mein. Þótt nýgengi lungnakrabbameina hjá körlum sé talsvert lægra en nýgengi krabbameina í blöðruhálskirtli er dánartíðnin hærri. Árlega greinast um 77 karlar og 64 deyja af völdum sjúkdómsins. Lungnakrabbamein eru í hópi örfárra krabbameina þar sem meginorsök er þekkt, en 80-90% þeirra orsakast af tóbaksreykingum. Lungnakrabbamein eru algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal vestrænna þjóða. Fram til um 1980 var mikil og stöðug aukning á nýgengi og dánartíðni á Íslandi, en þá stöðvaðist hún vegna hins merka árangurs tóbaksvarna og síðustu árin hefur tíðnin farið lækkandi. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru rúm 10% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru algeng dánarorsök af völdum krabbameins. Þau eru heldur algengari hjá körlum en konum, en á árunum 2004-2008 greindust að meðaltali 75 karlar og 62 konur á ári. Þrátt fyrir vaxandi nýgengi síðustu áratugina hefur dánartíðni af völdum sjúkdómsins heldur lækkað. Fyrst og fremst er það talið stafa af því að nú orðið greinist sjúkdómurinn fyrr en áður. Margt bendir til þess að krabbamein hjá körlum séu oft lengra gengin en hjá konum þegar þau greinast. Því er mikilvægt að karlar dragi ekki að fara til læknis ef þeir finna eða sjá einkenni sem gætu bent til þess að krabbamein væru í uppsiglingu. Dæmi um góðan árangur slíkrar árvekni er lækkandi dánartíðni vegna sortuæxla hjá yngra fólki, sem er duglegt að láta fylgjast með breytingum á fæðingarblettum. Það má sjá að við erum á réttri braut því dánartíðni af völdum krabbameina hefur farið lækkandi hjá körlum jafnt og hjá konum, og horfur hafa stöðugt batnað. Þennan góða árangur má eflaust bæði rekja til þeirra framfara sem orðið hafa í meðferð sjúklinga, til betri greiningarmöguleika og til aukinna forvarna gegn krabbameinum á ýmsum sviðum. Má þar nefna að mjög hefur dregið úr reykingum, heldur hefur dregið úr notkun ljósabekkja, fleiri stunda líkamsrækt, jákvæðar breytingar hafa orðið á mataræði með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis og að svo virðist sem árvekni hafi aukist gagnvart einkennum eða merkjum um fyrstu stig krabbameins.Höfundur er framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega greinast hér á landi að meðaltali 716 karlar með krabbamein. Þessi mein eru af margvíslegum toga og horfurnar eru mjög ólíkar eftir meinum og eftir því á hvaða stigi þau greinast. Mynd 1 sýnir breytingar á nýgengi allra meina hjá körlum, en aldursstaðlað nýgengi gefur til kynna hve margir greinast með krabbamein árlega eftir að leiðrétt hefur verið fyrir íbúafjölda og aldursdreifingu. Einnig eru sýndar breytingar á dánartíðni. Þótt nýgengið hafi aukist jafnt og þétt hefur dánartíðnin ekki aukist heldur hefur hún lækkað síðustu árin. Árlega deyja að meðaltali 278 karlar af völdum krabbameina og nú eru á lífi á Íslandi yfir 4.500 karlar sem hafa einhvern tíma greinst með krabbamein, þrátt fyrir að meðalaldur við greiningu sé nokkuð hár, eða 67 ár. Stór hluti karla læknast af sínum meinum og horfurnar hafa stöðugt batnað frá því að krabbameinsskráning hófst á landinu, eins og sést á mynd 2. Síðustu árin er fimm ára lifun miðað við jafnaldra orðin yfir 60% og lifunin er enn betri hjá konum. Þessa mynd og fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Krabbameinsskrár Íslands (www.krabbameinsskra.is) og á heimasíðu Krabbameinsfélagsins (www.krabb.is). Krabbamein í eistum eru sérstök að því leyti að þau eru mun tíðari hjá ungum körlum en þeim sem eldri eru, og er mikilvægt að bregðast fljótt við einkennum því þá er árangur meðferðar mjög góður. Árlega greinast um tíu karlar með þetta mein á Íslandi. Blöðruhálskirtilskrabbamein eru tæpur þriðjungur allra krabbameina hjá körlum. Árlega greinast nú um 220 karlar, en nýgengið hefur sexfaldast síðustu 50 árin. Dánartíðnin hefur hins vegar aðeins tvöfaldast á sama tímabili og horfur sjúklinga hafa því batnað mikið. Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast eru í heildina góðar, eða yfir 80% af því sem búast má við meðal jafnaldra. Horfurnar eru bestar hjá þeim sjúklingum sem greinast með meinið á fyrstu stigum, þ.e. áður en meinið hefur náð að dreifa sér, eins og gildir almennt um krabbamein. Meðalaldur við greiningu krabbameins í blöðruhálskirtli er rúmlega 70 ár og nú eru á lífi yfir 1.650 karlar sem hafa greinst með þetta mein. Þótt nýgengi lungnakrabbameina hjá körlum sé talsvert lægra en nýgengi krabbameina í blöðruhálskirtli er dánartíðnin hærri. Árlega greinast um 77 karlar og 64 deyja af völdum sjúkdómsins. Lungnakrabbamein eru í hópi örfárra krabbameina þar sem meginorsök er þekkt, en 80-90% þeirra orsakast af tóbaksreykingum. Lungnakrabbamein eru algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal vestrænna þjóða. Fram til um 1980 var mikil og stöðug aukning á nýgengi og dánartíðni á Íslandi, en þá stöðvaðist hún vegna hins merka árangurs tóbaksvarna og síðustu árin hefur tíðnin farið lækkandi. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru rúm 10% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru algeng dánarorsök af völdum krabbameins. Þau eru heldur algengari hjá körlum en konum, en á árunum 2004-2008 greindust að meðaltali 75 karlar og 62 konur á ári. Þrátt fyrir vaxandi nýgengi síðustu áratugina hefur dánartíðni af völdum sjúkdómsins heldur lækkað. Fyrst og fremst er það talið stafa af því að nú orðið greinist sjúkdómurinn fyrr en áður. Margt bendir til þess að krabbamein hjá körlum séu oft lengra gengin en hjá konum þegar þau greinast. Því er mikilvægt að karlar dragi ekki að fara til læknis ef þeir finna eða sjá einkenni sem gætu bent til þess að krabbamein væru í uppsiglingu. Dæmi um góðan árangur slíkrar árvekni er lækkandi dánartíðni vegna sortuæxla hjá yngra fólki, sem er duglegt að láta fylgjast með breytingum á fæðingarblettum. Það má sjá að við erum á réttri braut því dánartíðni af völdum krabbameina hefur farið lækkandi hjá körlum jafnt og hjá konum, og horfur hafa stöðugt batnað. Þennan góða árangur má eflaust bæði rekja til þeirra framfara sem orðið hafa í meðferð sjúklinga, til betri greiningarmöguleika og til aukinna forvarna gegn krabbameinum á ýmsum sviðum. Má þar nefna að mjög hefur dregið úr reykingum, heldur hefur dregið úr notkun ljósabekkja, fleiri stunda líkamsrækt, jákvæðar breytingar hafa orðið á mataræði með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis og að svo virðist sem árvekni hafi aukist gagnvart einkennum eða merkjum um fyrstu stig krabbameins.Höfundur er framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun