Fram varði bikarmeistaratitilinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2011 14:54 Mynd/Daníel Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot. Þær Stella Sigurðardóttir (8 mörk), Sigurbjörg Jóhannsdóttir (5 mörk) og Karen Knútsdóttir (4 mörk) fóru fyrir sóknarleik Framara í leiknum og áttu stóran þátt í sigrinum með öflugri frammistöðu, eins og reyndar hjá fleirum í liði Fram. Það var þó fyrst og fremst vörn og markvarsla hjá Fram sem skóp þennan sigur í dag en annars öflugur sóknarleikur Vals var tekinn afar föstum tökum. Anett Köbli gerði sitt og nýtti þau sjö vítaköst sem hún tók en þó var áberandi hversu vel Frömurum gekk vel að halda skyttum Vals niðri í leiknum. Stella byrjaði af krafti fyrir Fram og skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins en liðin héldust þó í hendur fyrstu tíu mínútur leiksins. Framarar fóru svo að síga fram úr með öflugum varnarleik sem sókn Vals réði ekkert við. Valur skoraði ekkert mark á næstu tíu mínútum og Fram komst fjórum mörkum yfir, 8-4. Þetta bil áttu Valsmenn aldrei eftir að brúa en staðan í hálfleik var 13-9, Fram í vil. Sóknarleikur Vals skánaði þó í lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Ágætlega gekk að leysa inn á línu og leikmenn voru einnig duglegir að fiska víti með gegnumbrotum. Um miðbik hálfleiksins átti Valur þess kost að minnka muninn í eitt mark en Íris Björk lokaði markinu og Fram komst aftur í fjögurra marka forystu, 23-19. Síðustu mínúturnar voru þó spennuþrungnar en Framarar náðu að halda einbeitingunni í vörninni og komu í veg fyrir að áhlaup Vals næði að bera árangur. Stærsti munurinn á liðunum í dag var markvarslan og varnarleikurinn. Íris Björk fór mikinn en Valsmenn voru í miklum vandræðum með sína markvörslu. Greinilegt er að þeir sakna Berglindar Hansdóttur landsliðsmarkvarðar sárt en þær sem komu í hennar stað skortir einfaldlega reynslu af stórum leikjum eins og þessum. Pavla Nevarilova átti stórleik í vörn Framara og tók sóknarmenn Vals föstum tökum. Hún fiskaði einnig vítið á lokamínútu leisksins sem tryggði svo Fram endanlega sigurinn. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Fram - Valur. Íslenski handboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot. Þær Stella Sigurðardóttir (8 mörk), Sigurbjörg Jóhannsdóttir (5 mörk) og Karen Knútsdóttir (4 mörk) fóru fyrir sóknarleik Framara í leiknum og áttu stóran þátt í sigrinum með öflugri frammistöðu, eins og reyndar hjá fleirum í liði Fram. Það var þó fyrst og fremst vörn og markvarsla hjá Fram sem skóp þennan sigur í dag en annars öflugur sóknarleikur Vals var tekinn afar föstum tökum. Anett Köbli gerði sitt og nýtti þau sjö vítaköst sem hún tók en þó var áberandi hversu vel Frömurum gekk vel að halda skyttum Vals niðri í leiknum. Stella byrjaði af krafti fyrir Fram og skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins en liðin héldust þó í hendur fyrstu tíu mínútur leiksins. Framarar fóru svo að síga fram úr með öflugum varnarleik sem sókn Vals réði ekkert við. Valur skoraði ekkert mark á næstu tíu mínútum og Fram komst fjórum mörkum yfir, 8-4. Þetta bil áttu Valsmenn aldrei eftir að brúa en staðan í hálfleik var 13-9, Fram í vil. Sóknarleikur Vals skánaði þó í lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Ágætlega gekk að leysa inn á línu og leikmenn voru einnig duglegir að fiska víti með gegnumbrotum. Um miðbik hálfleiksins átti Valur þess kost að minnka muninn í eitt mark en Íris Björk lokaði markinu og Fram komst aftur í fjögurra marka forystu, 23-19. Síðustu mínúturnar voru þó spennuþrungnar en Framarar náðu að halda einbeitingunni í vörninni og komu í veg fyrir að áhlaup Vals næði að bera árangur. Stærsti munurinn á liðunum í dag var markvarslan og varnarleikurinn. Íris Björk fór mikinn en Valsmenn voru í miklum vandræðum með sína markvörslu. Greinilegt er að þeir sakna Berglindar Hansdóttur landsliðsmarkvarðar sárt en þær sem komu í hennar stað skortir einfaldlega reynslu af stórum leikjum eins og þessum. Pavla Nevarilova átti stórleik í vörn Framara og tók sóknarmenn Vals föstum tökum. Hún fiskaði einnig vítið á lokamínútu leisksins sem tryggði svo Fram endanlega sigurinn. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Fram - Valur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira