Innlent

Lóa sást i Heimaey

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lóa sást í Heimaey í gær.
Lóa sást í Heimaey í gær.

Heiðlóa fannst á Heimaey í gær. Þetta er mögulega fyrsta heiðlóan sem kemur til landsins í ár, eftir því sem fram kemur á vefnum Fuglar.is. Þar segir að einungis hafi verið tilkynnt um eina heiðlóu á árinu en það var 4. febrúar og þykir nokkuð öruggt að það hafi verið fugl frá því í haust.

Frá 1998 hafa fyrstu heilóurnar sést á tímabilinu 20.-31. mars. Þetta er því mjög óvenjulegur tími og ekki útilokað að um vetursetufugl sé að ræða. Á hinn bóginn hefur veðrið verið frekar sérstakt það sem af er febrúar og hafa meðal annars komið vepjur og því þykir sá möguleiki vera fyrir hendi að lóan sé líka nýkomin til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×