Um hvað snýst Icesave-samningurinn? 21. febrúar 2011 19:01 Íslenska þjóðin greiðir atkvæði um Icesave samkomulagið á næstunni en bæði stuðningsmenn og andstæðingar samningana hvetja þjóðina til að fjölmenna á kjörstað. En þekkja allir kjósendur efni samningana? Jónas Margeir Ingólfsson fer yfir það. Að mati Seðlabankans og fleiri aðila eru hinir nýju Icesave samningar töluvert hagstæðari en fyrri samningarnir. Þjóðin fær nú hins vegar að hafa lokaorðið. En um hvað fjalla þessir samningar sem Íslendingar fá nú að greiða atkvæði um? Seðlabanki Íslands telur að núvirði skuldbindingar íslenska ríkisins vegna samningana séu um 69 milljarðar króna, en það nemur 4,3 % af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2010. Samningarnir fela í sér að Bretar og Hollendingar gangast einnig við ábyrgð. Vextir af bresku kröfunni verða 3,3 prósent en vextir Hollendinga 3%. Þá munu vextir af afborgunum ráðast af svokölluðum CIRR-vöxtum evrunnar og pundsins á þeim tíma. Ef samningarnir verða samþykktir munu Íslendingar byrja að greiða af vöxtunum í ár. Afborganir af kröfunum sjálfum hefjast svo í júlí 2016. Endurgreiðslutíminn mun ráðast af stærð og stöðu skuldarinnar þegar afborganir hefjast en sú staða mun ráðast af þeim peningum sem fást upp í skuldina úr þrotabúi Landsbankans. Greiðslufrestur verður aldrei lengri en til 1. janúar 2046. Engu að síður kveða samningarnir á um þak á árlegum afborgunum íslenska ríkisins. Afborganir verða þannig aldrei meiri en því sem nemur fimm prósentum af tekjum íslenska ríkissjóðsins árið áður. Icesave Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslenska þjóðin greiðir atkvæði um Icesave samkomulagið á næstunni en bæði stuðningsmenn og andstæðingar samningana hvetja þjóðina til að fjölmenna á kjörstað. En þekkja allir kjósendur efni samningana? Jónas Margeir Ingólfsson fer yfir það. Að mati Seðlabankans og fleiri aðila eru hinir nýju Icesave samningar töluvert hagstæðari en fyrri samningarnir. Þjóðin fær nú hins vegar að hafa lokaorðið. En um hvað fjalla þessir samningar sem Íslendingar fá nú að greiða atkvæði um? Seðlabanki Íslands telur að núvirði skuldbindingar íslenska ríkisins vegna samningana séu um 69 milljarðar króna, en það nemur 4,3 % af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2010. Samningarnir fela í sér að Bretar og Hollendingar gangast einnig við ábyrgð. Vextir af bresku kröfunni verða 3,3 prósent en vextir Hollendinga 3%. Þá munu vextir af afborgunum ráðast af svokölluðum CIRR-vöxtum evrunnar og pundsins á þeim tíma. Ef samningarnir verða samþykktir munu Íslendingar byrja að greiða af vöxtunum í ár. Afborganir af kröfunum sjálfum hefjast svo í júlí 2016. Endurgreiðslutíminn mun ráðast af stærð og stöðu skuldarinnar þegar afborganir hefjast en sú staða mun ráðast af þeim peningum sem fást upp í skuldina úr þrotabúi Landsbankans. Greiðslufrestur verður aldrei lengri en til 1. janúar 2046. Engu að síður kveða samningarnir á um þak á árlegum afborgunum íslenska ríkisins. Afborganir verða þannig aldrei meiri en því sem nemur fimm prósentum af tekjum íslenska ríkissjóðsins árið áður.
Icesave Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira