Innlent

Um hvað snýst Icesave-samningurinn?

Íslenska þjóðin greiðir atkvæði um Icesave samkomulagið á næstunni en bæði stuðningsmenn og andstæðingar samningana hvetja þjóðina til að fjölmenna á kjörstað. En þekkja allir kjósendur efni samningana? Jónas Margeir Ingólfsson fer yfir það.

Að mati Seðlabankans og fleiri aðila eru hinir nýju Icesave samningar töluvert hagstæðari en fyrri samningarnir. Þjóðin fær nú hins vegar að hafa lokaorðið. En um hvað fjalla þessir samningar sem Íslendingar fá nú að greiða atkvæði um?

Seðlabanki Íslands telur að núvirði skuldbindingar íslenska ríkisins vegna samningana séu um 69 milljarðar króna, en það nemur 4,3 % af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2010.

Samningarnir fela í sér að Bretar og Hollendingar gangast einnig við ábyrgð. Vextir af bresku kröfunni verða 3,3 prósent en vextir Hollendinga 3%. Þá munu vextir af afborgunum ráðast af svokölluðum CIRR-vöxtum evrunnar og pundsins á þeim tíma.

Ef samningarnir verða samþykktir munu Íslendingar byrja að greiða af vöxtunum í ár. Afborganir af kröfunum sjálfum hefjast svo í júlí 2016. Endurgreiðslutíminn mun ráðast af stærð og stöðu skuldarinnar þegar afborganir hefjast en sú staða mun ráðast af þeim peningum sem fást upp í skuldina úr þrotabúi Landsbankans. Greiðslufrestur verður aldrei lengri en til 1. janúar 2046.

Engu að síður kveða samningarnir á um þak á árlegum afborgunum íslenska ríkisins. Afborganir verða þannig aldrei meiri en því sem nemur fimm prósentum af tekjum íslenska ríkissjóðsins árið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×