Æsingalaust Icesave? Jóhannes Karl Sveinsson skrifar 10. mars 2011 00:01 Það eru í það minnsta tvær hliðar á þessu flókna máli og það reyndi ég á eigin skinni þegar ég sat sjálfur í samninganefnd Íslands. Þegar ég hef verið beðinn um að útskýra samninginn sjálfan - og það sem tekur við ef það verður enginn samningur - þá hef ég talið mér skylt að gera það. Ég hef gert það á eins hlutlægan hátt og ég get. Mér hefur fundist fólk vera þakklátt fyrir það; fólk vill ekki síður upplýsingar og útskýringar um það hvernig þetta kom allt saman til og hvers vegna spjótin hafa yfir höfuð beinst að Íslandi. Á kynningu málsins hefur enginn sérstakur aðili í samfélaginu forræði. Þingið hefur lokið umfjöllun og stjórnvöld hafa samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu mjög takmörkuðu hlutverki að gegna. Það má því búast við að kynningin fari að verulegu leyti fram í fjölmiðlum: umræðuþáttum, fréttum og ritstjórnarefni. Icesavemálið er mjög mikilvægt fyrir framtíð lands og þjóðar og þeir sem fjalla um það á vettvangi fjölmiðla verða að axla ábyrgð. Það felst í þeirri ábyrgð að láta ekki umræðuna snúast um eitthvað allt annað en Icesavemálið sjálft, t.d. hvort mönnum er illa eða vel við Steingrím eða Jóhönnu, hver afstaða manna er til ESB, útrásarvíkinga, Davíðs Oddssonar o.s.frv. Við höfum það heldur ekki fyrir börnunum okkar að uppnefna fólk sem hefur aðrar skoðanir en maður sjálfur, reynum ekki að gera það fólk tortryggilegt vegna óskyldra mála og gera því upp annarlegar hvatir. Þetta hélt maður að væru allt sjálfsagðir hlutir. Síðustu daga hefur hins vegar nafnlaust ritstjórnarefni í Morgunblaðinu verið þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig okkur muni takast að komast í gegnum þetta. Harðdræg skrif og föst skot á aðra fjölmiðla, sem jafnvel gera ekki annað en flytja fréttir af nýjum staðreyndum eða viðhorfum í málinu, eru ekki beinlínis uppörvandi, og koma kannski úr hörðustu átt. Einkunnagjöf þar um „vikapilta", „gungur" „álfa" „áróðursnefndir" o.þ.h. er stundum fyndin, en hjálpar í raun engum við að mynda sér alvarlega skoðun á forsendum sem snúast um þjóðarhag. Þessi framsetning espar líka aðra upp til alls konar öfga í umræðunni sem nóg framboð var af fyrir. Ég leyfi mér að hvetja til þess og vona að allir taki Icesavemálinu sem alvarlegu verkefni og að þeir sem taka þátt í umræðunni leggi til hliðar persónulegar væringar. Tilefnið er vissulega gremjulegt en við skulum ekki láta ákvörðun um sáttina slíta í sundur friðinn – ekki nú frekar en forðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það eru í það minnsta tvær hliðar á þessu flókna máli og það reyndi ég á eigin skinni þegar ég sat sjálfur í samninganefnd Íslands. Þegar ég hef verið beðinn um að útskýra samninginn sjálfan - og það sem tekur við ef það verður enginn samningur - þá hef ég talið mér skylt að gera það. Ég hef gert það á eins hlutlægan hátt og ég get. Mér hefur fundist fólk vera þakklátt fyrir það; fólk vill ekki síður upplýsingar og útskýringar um það hvernig þetta kom allt saman til og hvers vegna spjótin hafa yfir höfuð beinst að Íslandi. Á kynningu málsins hefur enginn sérstakur aðili í samfélaginu forræði. Þingið hefur lokið umfjöllun og stjórnvöld hafa samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu mjög takmörkuðu hlutverki að gegna. Það má því búast við að kynningin fari að verulegu leyti fram í fjölmiðlum: umræðuþáttum, fréttum og ritstjórnarefni. Icesavemálið er mjög mikilvægt fyrir framtíð lands og þjóðar og þeir sem fjalla um það á vettvangi fjölmiðla verða að axla ábyrgð. Það felst í þeirri ábyrgð að láta ekki umræðuna snúast um eitthvað allt annað en Icesavemálið sjálft, t.d. hvort mönnum er illa eða vel við Steingrím eða Jóhönnu, hver afstaða manna er til ESB, útrásarvíkinga, Davíðs Oddssonar o.s.frv. Við höfum það heldur ekki fyrir börnunum okkar að uppnefna fólk sem hefur aðrar skoðanir en maður sjálfur, reynum ekki að gera það fólk tortryggilegt vegna óskyldra mála og gera því upp annarlegar hvatir. Þetta hélt maður að væru allt sjálfsagðir hlutir. Síðustu daga hefur hins vegar nafnlaust ritstjórnarefni í Morgunblaðinu verið þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig okkur muni takast að komast í gegnum þetta. Harðdræg skrif og föst skot á aðra fjölmiðla, sem jafnvel gera ekki annað en flytja fréttir af nýjum staðreyndum eða viðhorfum í málinu, eru ekki beinlínis uppörvandi, og koma kannski úr hörðustu átt. Einkunnagjöf þar um „vikapilta", „gungur" „álfa" „áróðursnefndir" o.þ.h. er stundum fyndin, en hjálpar í raun engum við að mynda sér alvarlega skoðun á forsendum sem snúast um þjóðarhag. Þessi framsetning espar líka aðra upp til alls konar öfga í umræðunni sem nóg framboð var af fyrir. Ég leyfi mér að hvetja til þess og vona að allir taki Icesavemálinu sem alvarlegu verkefni og að þeir sem taka þátt í umræðunni leggi til hliðar persónulegar væringar. Tilefnið er vissulega gremjulegt en við skulum ekki láta ákvörðun um sáttina slíta í sundur friðinn – ekki nú frekar en forðum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun