Æsingalaust Icesave? Jóhannes Karl Sveinsson skrifar 10. mars 2011 00:01 Það eru í það minnsta tvær hliðar á þessu flókna máli og það reyndi ég á eigin skinni þegar ég sat sjálfur í samninganefnd Íslands. Þegar ég hef verið beðinn um að útskýra samninginn sjálfan - og það sem tekur við ef það verður enginn samningur - þá hef ég talið mér skylt að gera það. Ég hef gert það á eins hlutlægan hátt og ég get. Mér hefur fundist fólk vera þakklátt fyrir það; fólk vill ekki síður upplýsingar og útskýringar um það hvernig þetta kom allt saman til og hvers vegna spjótin hafa yfir höfuð beinst að Íslandi. Á kynningu málsins hefur enginn sérstakur aðili í samfélaginu forræði. Þingið hefur lokið umfjöllun og stjórnvöld hafa samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu mjög takmörkuðu hlutverki að gegna. Það má því búast við að kynningin fari að verulegu leyti fram í fjölmiðlum: umræðuþáttum, fréttum og ritstjórnarefni. Icesavemálið er mjög mikilvægt fyrir framtíð lands og þjóðar og þeir sem fjalla um það á vettvangi fjölmiðla verða að axla ábyrgð. Það felst í þeirri ábyrgð að láta ekki umræðuna snúast um eitthvað allt annað en Icesavemálið sjálft, t.d. hvort mönnum er illa eða vel við Steingrím eða Jóhönnu, hver afstaða manna er til ESB, útrásarvíkinga, Davíðs Oddssonar o.s.frv. Við höfum það heldur ekki fyrir börnunum okkar að uppnefna fólk sem hefur aðrar skoðanir en maður sjálfur, reynum ekki að gera það fólk tortryggilegt vegna óskyldra mála og gera því upp annarlegar hvatir. Þetta hélt maður að væru allt sjálfsagðir hlutir. Síðustu daga hefur hins vegar nafnlaust ritstjórnarefni í Morgunblaðinu verið þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig okkur muni takast að komast í gegnum þetta. Harðdræg skrif og föst skot á aðra fjölmiðla, sem jafnvel gera ekki annað en flytja fréttir af nýjum staðreyndum eða viðhorfum í málinu, eru ekki beinlínis uppörvandi, og koma kannski úr hörðustu átt. Einkunnagjöf þar um „vikapilta", „gungur" „álfa" „áróðursnefndir" o.þ.h. er stundum fyndin, en hjálpar í raun engum við að mynda sér alvarlega skoðun á forsendum sem snúast um þjóðarhag. Þessi framsetning espar líka aðra upp til alls konar öfga í umræðunni sem nóg framboð var af fyrir. Ég leyfi mér að hvetja til þess og vona að allir taki Icesavemálinu sem alvarlegu verkefni og að þeir sem taka þátt í umræðunni leggi til hliðar persónulegar væringar. Tilefnið er vissulega gremjulegt en við skulum ekki láta ákvörðun um sáttina slíta í sundur friðinn – ekki nú frekar en forðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru í það minnsta tvær hliðar á þessu flókna máli og það reyndi ég á eigin skinni þegar ég sat sjálfur í samninganefnd Íslands. Þegar ég hef verið beðinn um að útskýra samninginn sjálfan - og það sem tekur við ef það verður enginn samningur - þá hef ég talið mér skylt að gera það. Ég hef gert það á eins hlutlægan hátt og ég get. Mér hefur fundist fólk vera þakklátt fyrir það; fólk vill ekki síður upplýsingar og útskýringar um það hvernig þetta kom allt saman til og hvers vegna spjótin hafa yfir höfuð beinst að Íslandi. Á kynningu málsins hefur enginn sérstakur aðili í samfélaginu forræði. Þingið hefur lokið umfjöllun og stjórnvöld hafa samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu mjög takmörkuðu hlutverki að gegna. Það má því búast við að kynningin fari að verulegu leyti fram í fjölmiðlum: umræðuþáttum, fréttum og ritstjórnarefni. Icesavemálið er mjög mikilvægt fyrir framtíð lands og þjóðar og þeir sem fjalla um það á vettvangi fjölmiðla verða að axla ábyrgð. Það felst í þeirri ábyrgð að láta ekki umræðuna snúast um eitthvað allt annað en Icesavemálið sjálft, t.d. hvort mönnum er illa eða vel við Steingrím eða Jóhönnu, hver afstaða manna er til ESB, útrásarvíkinga, Davíðs Oddssonar o.s.frv. Við höfum það heldur ekki fyrir börnunum okkar að uppnefna fólk sem hefur aðrar skoðanir en maður sjálfur, reynum ekki að gera það fólk tortryggilegt vegna óskyldra mála og gera því upp annarlegar hvatir. Þetta hélt maður að væru allt sjálfsagðir hlutir. Síðustu daga hefur hins vegar nafnlaust ritstjórnarefni í Morgunblaðinu verið þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig okkur muni takast að komast í gegnum þetta. Harðdræg skrif og föst skot á aðra fjölmiðla, sem jafnvel gera ekki annað en flytja fréttir af nýjum staðreyndum eða viðhorfum í málinu, eru ekki beinlínis uppörvandi, og koma kannski úr hörðustu átt. Einkunnagjöf þar um „vikapilta", „gungur" „álfa" „áróðursnefndir" o.þ.h. er stundum fyndin, en hjálpar í raun engum við að mynda sér alvarlega skoðun á forsendum sem snúast um þjóðarhag. Þessi framsetning espar líka aðra upp til alls konar öfga í umræðunni sem nóg framboð var af fyrir. Ég leyfi mér að hvetja til þess og vona að allir taki Icesavemálinu sem alvarlegu verkefni og að þeir sem taka þátt í umræðunni leggi til hliðar persónulegar væringar. Tilefnið er vissulega gremjulegt en við skulum ekki láta ákvörðun um sáttina slíta í sundur friðinn – ekki nú frekar en forðum.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun