Barcelona með yfirburði gegn Arsenal - Persie sá rautt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2011 21:47 Börsungar fagna í kvöld. Barcelona og Shaktar Donetsk tryggðu sig í kvöld inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Shaktar lagði Roma, 3-0 á meðan Barcelona lagði Arsenal, 3-1, í líflegum leik. Yfirburðir Börsunga í fyrri hálfleik voru fáranlega miklir. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum og það heyrði hreinlega til stórtíðinda ef Arsenal komst yfir miðju. Enda gerðist það ekki oft í hálfleiknum. Arsenal varð fyrir áfalli á 18. mínútu er markvörðurinn Szczesny meiddist á fingri. Í hans stað kom Manuel Almunia sem á ekki góðar minningar frá Nou Camp. Eftir því sem leið á hálfleikinn jókst sóknarþungi heimamanna og það var hreint ótrúlegt að Arsenal tækist að halda markinu hreinu. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik brast loksins stíflan. Fabregas átti kjánalega hælsendingu fyrir utan teig sem varð þess valdandi að Barcelona náði boltanum. Iniesta stakk boltanum á Messi. Argentínumaðurinn vippaði yfir Almunia og skoraði í tómt markið. Snilldarlega gert. 1-0 fyrir Barcelona í hálfleik sem þýddi að Arsenal varð að koma framar í seinni hálfleik enda dugði þessi staða Barcelona til þess að komast áfram í keppninni.Van Persie fær að líta rauða spjaldið frá Busacca,Arsenal fékk draumabyrjun í síðari hálfleik er þeir jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Samir Nasri tók þá hornspyrnu sem Sergio Busquets skallaði í eigið net. Afar klaufalegt. Markið sprengdi leikinn upp á ný. Aðeins tveim mínútum síðar varð Arsenal manni færri. Hollendingurinn Robin Van Persie fékk þá sitt annað gula spjald í leiknum og um leið það rauða. Hann tók þá skot að marki eftir að búið var að flauta. Van Persie sagðist ekki hafa heyrt í flautunni og verður að segjast eins og er að þetta var ansi harður dómur hjá Massimo Busacca dómara. Eins og við mátti búast hófst mikil sókn hjá Barcelona í kjölfarið. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok spiluðu Iniesta og David Villa listavel saman. Xavi slapp einn í gegn og kláraði færið. Ákaflega smekklega gert. Aðeins tveim mínútum síðar braut Koscielny klaufalega á Pedro og vítaspyrna réttilega dæmd. Messi tók vítið og skoraði af gríðarlegu öryggi. 3-1 fyrir Barcelona.Messi er hér búinn að vippa yfir markvörð Arsenal og skömmu síðar kom hann Barcelona yfir.Börsungar óðu í færum næstu mínútur en Almunia átti stórbrotinn leik í markinu og varði eins og óður maður. Hættuleg staða fyrir Barcelona enda hefði eitt mark frá Arsenal komið þeim áfram. Bendtner var ekki fjarri því að skora er tvær mínútur lifðu leiks en Börsungar björguðu á elleftu stundu. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og að lokum má geta þess að Arsenal átti ekki eitt einasta skot að marki Börsunga. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
Barcelona og Shaktar Donetsk tryggðu sig í kvöld inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Shaktar lagði Roma, 3-0 á meðan Barcelona lagði Arsenal, 3-1, í líflegum leik. Yfirburðir Börsunga í fyrri hálfleik voru fáranlega miklir. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum og það heyrði hreinlega til stórtíðinda ef Arsenal komst yfir miðju. Enda gerðist það ekki oft í hálfleiknum. Arsenal varð fyrir áfalli á 18. mínútu er markvörðurinn Szczesny meiddist á fingri. Í hans stað kom Manuel Almunia sem á ekki góðar minningar frá Nou Camp. Eftir því sem leið á hálfleikinn jókst sóknarþungi heimamanna og það var hreint ótrúlegt að Arsenal tækist að halda markinu hreinu. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik brast loksins stíflan. Fabregas átti kjánalega hælsendingu fyrir utan teig sem varð þess valdandi að Barcelona náði boltanum. Iniesta stakk boltanum á Messi. Argentínumaðurinn vippaði yfir Almunia og skoraði í tómt markið. Snilldarlega gert. 1-0 fyrir Barcelona í hálfleik sem þýddi að Arsenal varð að koma framar í seinni hálfleik enda dugði þessi staða Barcelona til þess að komast áfram í keppninni.Van Persie fær að líta rauða spjaldið frá Busacca,Arsenal fékk draumabyrjun í síðari hálfleik er þeir jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Samir Nasri tók þá hornspyrnu sem Sergio Busquets skallaði í eigið net. Afar klaufalegt. Markið sprengdi leikinn upp á ný. Aðeins tveim mínútum síðar varð Arsenal manni færri. Hollendingurinn Robin Van Persie fékk þá sitt annað gula spjald í leiknum og um leið það rauða. Hann tók þá skot að marki eftir að búið var að flauta. Van Persie sagðist ekki hafa heyrt í flautunni og verður að segjast eins og er að þetta var ansi harður dómur hjá Massimo Busacca dómara. Eins og við mátti búast hófst mikil sókn hjá Barcelona í kjölfarið. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok spiluðu Iniesta og David Villa listavel saman. Xavi slapp einn í gegn og kláraði færið. Ákaflega smekklega gert. Aðeins tveim mínútum síðar braut Koscielny klaufalega á Pedro og vítaspyrna réttilega dæmd. Messi tók vítið og skoraði af gríðarlegu öryggi. 3-1 fyrir Barcelona.Messi er hér búinn að vippa yfir markvörð Arsenal og skömmu síðar kom hann Barcelona yfir.Börsungar óðu í færum næstu mínútur en Almunia átti stórbrotinn leik í markinu og varði eins og óður maður. Hættuleg staða fyrir Barcelona enda hefði eitt mark frá Arsenal komið þeim áfram. Bendtner var ekki fjarri því að skora er tvær mínútur lifðu leiks en Börsungar björguðu á elleftu stundu. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og að lokum má geta þess að Arsenal átti ekki eitt einasta skot að marki Börsunga.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira