Umfjöllun: Soskic tryggði Grindavík sigur á KR Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 3. mars 2011 21:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Grindvíkingar hefndu í kvöld fyrir tapið í úrslitum bikarkeppninnar er þeir fóru í Vesturbæinn og lögðu KR með einu stigi, 104-105. KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur. Spiluðu sterka vörn og keyrðu svo hratt á Grindvíkingana. Það skilaði þeim fljótlega ellefu stiga forskot, 20-9. Grindvíkingar eru aftur á móti ólseigir. Þeir neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í sjö stig áður en fyrsti leikhluti var allur, 29-22. KR-ingar voru áfram skrefi á undan þökk sé fínum leik Marcus Walker, Brynjars Þórs og Pavels. Hinum megin var Ryan "Albatross" Pettinella afar drjúgur undir körfunni og Grindvíkingar söxuðu á forskot KR. Litlu breytti að Nick Bradford væri ekki að finna sig og munurinn aðeins þrjú stig í leikhléi, 46-43 Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var veikur og gat hvorki spilað né stýrt sínu liði í kvöld. Aðstoðarmaður hans, Guðmundur Bragason, hafði ákaflega lítið að segja við sína menn í leikhléi en þeir voru komnir aftur út á gólf tveim mínútum eftir að blásið var til leikhlés. Ræðurnar þurfa greinilega ekki alltaf að vera langar því Grindjánar mættu geysilega beittir til síðari hálfleiks og náðu að komast yfir, 59-61. Páll Axel að spila mjög vel á meðan KR-ingar voru að taka illa ígrunduð skot hvað eftir annað. Grindavík leiddi því þegar einn leikhluti var eftir. Staðan 73-77. Grindvíkingar héldu áfram að vera grimmir í lokaleikhlutanum. Ólafur Ólafsson fór mikinn á meðan nafni hans Ægisson hélt KR inn í leiknum með mögnuðum körfum. Baráttan á lokamínútunum var rosaleg en þá skiptust liðin á að hafa forystuna. Ryan Pettinella kom Grindavík í 102-103 þegar innan við mínúta var eftir. Brynjar Þór, sem hafði komið inn fyrir sjóðheitan Ólaf Ægisson, klikkaði í kjölfarið og Grindjánar með pálmann í höndunum. Jón Orri braut á Pettinella þegar 23 sekúndur voru eftir. Hann klúðraði báðum og KR komst í sókn. Marcus Walker skoraði pressukörfu þegar sex sekúndur voru eftir, 104-103 fyrir KR og Grindavík tók leikhlé. Mladen Soskic keyrði að körfunni og skoraði af miklu harðfylgi. Tíminn of lítill fyrir KR og Grindavík fagnaði sigri.KR - Grindavík 104-105 (46-43)KR: Marcus Walker 31/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 18, Brynjar Þór Björnsson 14, Ólafur Már Ægisson 14, Pavel Ermolinskij 9/6 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Páll Fannar Helgason 1.Grindavík: Ryan Pettinella 26/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 25/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 19, Mladen Soskic 17/8 fráköst, Nick Bradford 8/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45 Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00 Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59 Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Grindvíkingar hefndu í kvöld fyrir tapið í úrslitum bikarkeppninnar er þeir fóru í Vesturbæinn og lögðu KR með einu stigi, 104-105. KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur. Spiluðu sterka vörn og keyrðu svo hratt á Grindvíkingana. Það skilaði þeim fljótlega ellefu stiga forskot, 20-9. Grindvíkingar eru aftur á móti ólseigir. Þeir neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í sjö stig áður en fyrsti leikhluti var allur, 29-22. KR-ingar voru áfram skrefi á undan þökk sé fínum leik Marcus Walker, Brynjars Þórs og Pavels. Hinum megin var Ryan "Albatross" Pettinella afar drjúgur undir körfunni og Grindvíkingar söxuðu á forskot KR. Litlu breytti að Nick Bradford væri ekki að finna sig og munurinn aðeins þrjú stig í leikhléi, 46-43 Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var veikur og gat hvorki spilað né stýrt sínu liði í kvöld. Aðstoðarmaður hans, Guðmundur Bragason, hafði ákaflega lítið að segja við sína menn í leikhléi en þeir voru komnir aftur út á gólf tveim mínútum eftir að blásið var til leikhlés. Ræðurnar þurfa greinilega ekki alltaf að vera langar því Grindjánar mættu geysilega beittir til síðari hálfleiks og náðu að komast yfir, 59-61. Páll Axel að spila mjög vel á meðan KR-ingar voru að taka illa ígrunduð skot hvað eftir annað. Grindavík leiddi því þegar einn leikhluti var eftir. Staðan 73-77. Grindvíkingar héldu áfram að vera grimmir í lokaleikhlutanum. Ólafur Ólafsson fór mikinn á meðan nafni hans Ægisson hélt KR inn í leiknum með mögnuðum körfum. Baráttan á lokamínútunum var rosaleg en þá skiptust liðin á að hafa forystuna. Ryan Pettinella kom Grindavík í 102-103 þegar innan við mínúta var eftir. Brynjar Þór, sem hafði komið inn fyrir sjóðheitan Ólaf Ægisson, klikkaði í kjölfarið og Grindjánar með pálmann í höndunum. Jón Orri braut á Pettinella þegar 23 sekúndur voru eftir. Hann klúðraði báðum og KR komst í sókn. Marcus Walker skoraði pressukörfu þegar sex sekúndur voru eftir, 104-103 fyrir KR og Grindavík tók leikhlé. Mladen Soskic keyrði að körfunni og skoraði af miklu harðfylgi. Tíminn of lítill fyrir KR og Grindavík fagnaði sigri.KR - Grindavík 104-105 (46-43)KR: Marcus Walker 31/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 18, Brynjar Þór Björnsson 14, Ólafur Már Ægisson 14, Pavel Ermolinskij 9/6 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Páll Fannar Helgason 1.Grindavík: Ryan Pettinella 26/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 25/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 19, Mladen Soskic 17/8 fráköst, Nick Bradford 8/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45 Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00 Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59 Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45
Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00
Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59
Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30