Nóbelsverðlaunahafi rekinn frá örbanka sem hann stofnaði 2. mars 2011 11:21 Hinn heimsþekkti Nóbelsverðlaunahafi Mohammad Yunus hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá örlánabankanum, Grameen Bank sem hann sjálfur stofnaði. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórn bankans undanfarna mánuði um að reka Yunus. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir er haft eftir Muzammel Huq stjórnformanni Grameen Bank að Yunus hætti strax sem bankastjóri bankans en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 2000. Í heimildarmynd sem sýnd var í norska ríkissjónvarpinu, NRK í nóvember s.l. kom fram Grameen Bank að tekur okurvexti af örlánum sínum til fátækra. Vextirnir af lánunum eru 30% og þeir hafa leitt til þess að fjöldi fátækra kvenna er lentur í skuldagildru. Þá hefur bankinn einnig verið ásakaður um skattsvik. Yunus hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir það að hafa stofnað „banka fátæka fólksins" árið 1976 þegar hann lánaði 27 dollara til 42 kvenna í þorpinu Jobra í Bangladesh. Í dag eru lántakendur Grameen Bank 8,5 milljónir talsins, að mestu konur, en Grameen Bank er leiðandi á sviði örbankastarfsemi í heiminum. Heimildarmyndin sýndi allt aðra hlið á starfsemi Grameen Bank en hingað til hefur verið haldið fram opinberlega. Fyrir utan að greiða 30% vexti af lánum sínum þurfa viðskiptavinir bankans að byrja að borga af þeim strax eftir viku frá því að lán eru veitt. Þá kom fram í myndinni að innheimtuaðferðir Grameen Bank minni meir á aðferðir handrukkara en bankamanna. Ein kvennanna sem hefur verið í viðskiptum við bankann í 15 ár segir að eitt sinn hafi hún lent í vandræðum með afborgun af láni. Þá hafi fulltrúar bankans komið í heimsókn, hundskammað hana og haft í hótunum. „Þeir hótuðu mér að taka þakið af húsi mínu og henda mér út á götuna," segir þessi kona, Hazera að nafni. Mest lesið Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hinn heimsþekkti Nóbelsverðlaunahafi Mohammad Yunus hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá örlánabankanum, Grameen Bank sem hann sjálfur stofnaði. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórn bankans undanfarna mánuði um að reka Yunus. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir er haft eftir Muzammel Huq stjórnformanni Grameen Bank að Yunus hætti strax sem bankastjóri bankans en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 2000. Í heimildarmynd sem sýnd var í norska ríkissjónvarpinu, NRK í nóvember s.l. kom fram Grameen Bank að tekur okurvexti af örlánum sínum til fátækra. Vextirnir af lánunum eru 30% og þeir hafa leitt til þess að fjöldi fátækra kvenna er lentur í skuldagildru. Þá hefur bankinn einnig verið ásakaður um skattsvik. Yunus hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir það að hafa stofnað „banka fátæka fólksins" árið 1976 þegar hann lánaði 27 dollara til 42 kvenna í þorpinu Jobra í Bangladesh. Í dag eru lántakendur Grameen Bank 8,5 milljónir talsins, að mestu konur, en Grameen Bank er leiðandi á sviði örbankastarfsemi í heiminum. Heimildarmyndin sýndi allt aðra hlið á starfsemi Grameen Bank en hingað til hefur verið haldið fram opinberlega. Fyrir utan að greiða 30% vexti af lánum sínum þurfa viðskiptavinir bankans að byrja að borga af þeim strax eftir viku frá því að lán eru veitt. Þá kom fram í myndinni að innheimtuaðferðir Grameen Bank minni meir á aðferðir handrukkara en bankamanna. Ein kvennanna sem hefur verið í viðskiptum við bankann í 15 ár segir að eitt sinn hafi hún lent í vandræðum með afborgun af láni. Þá hafi fulltrúar bankans komið í heimsókn, hundskammað hana og haft í hótunum. „Þeir hótuðu mér að taka þakið af húsi mínu og henda mér út á götuna," segir þessi kona, Hazera að nafni.
Mest lesið Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira