„Við höfum annan leik hérna á fimmtudaginn til að lagfæra þetta, ég var að gæla við að klára þetta í tveimur leikjum en núna er ekkert annað í stöðunni," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR eftir tap ÍR gegn Keflavík í Toyota höllinni í kvöld.
„Við þurfum að taka betri fráköst, spila betri vörn."
„Það er auðvitað erfitt að koma í Keflavík en við þjálfararnir erum alltaf að berja það í leikmennina, þetta eru sömu körfur og sömu vellir.Það er þó miserfitt að mótivera leikmenn og núna treysti ég á að strákarnir mínir berjist og sýni góðan varnarleik fyrir framan stuðningsmennina okkar. Þá vinnum við," sagði Gunnar.
Körfubolti