Umfjöllun: Engir meistarataktar hjá Snæfelli en sigur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. mars 2011 20:47 Ryan Amaroso. Mynd/Vilhelm Nýliðar Hauka komu meistaraliði Snæfells í opna skjöldu í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Þrátt fyrir að Snæfell hafi marið 76-67 sigur var leikur þeirra langt frá því að vera sannfærandi. Aðeins léleg skotnýting Haukaliðsins varð til þess að liðið náði ekki að leggja meistarana að velli. Það var líkt og leikmenn Snæfells hefðu ekki áttað sig á því að úrslitakeppnin væri hafin. Og það væri titilvörn þar að auki. Fjárhúsið var langt frá því að vera fullsetið og það var deyfð yfir áhorfendum sem og leikmönnum. Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka bauð upp á gott svefnmeðal með lúshægum sóknarleik. Og það svefnmeðal virkaði. Haukaliðið sótti án afláts í hjarta varnarinnar hjá Snæfelli – og varnartilþrif heimamanna voru ekki útgáfuefni í kennslubók. Staðan var 14-6 fyrir Hauka eftir 5 mínútur. Snæfell varð fyrir miklu áfalli undir lok fyrsta leikhluta þegar Sean Burton snéri sig á ökkla og er óvist með framhaldið hjá honum. Burton gat varla stigið í fótinn í leikslok en hann missti af lokakafla úrslitakeppninnar í fyrra vegna meiðsla. Staðan var 40-41 fyrir Hauka í hálfleik. Snæfell lék svæðisvörn í síðari hálfleik sem skilaði góðum árangri. Haukar skoruðu aðeins 8 stig í þeim leikhluta en þeir fengu færin til þess að skora. Á lokakaflanum náðu lykilmenn Snæfells að sýna sitt rétta andlit. Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson fóru þá fyrir liðinu. Hinsvegar var það góð „þriggja stiga skorpa“ sem Egill Egilsson stóð fyrir sem kveikti neistann hjá Snæfelli. Næsti leikur fer fram á Ásvöllum á mánudaginn og það verður án efa fróðlegt að fylgjast með gangi mála í þeim leik. Snæfell-Haukar 76-67 (15-24, 25-17, 15-8, 21-18)Snæfell: Ryan Amaroso 18/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 11/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 8, Egill Egilsson 8/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Sean Burton 3.Haukar: Gerald Robinson 24/15 fráköst, Semaj Inge 21/9 fráköst, Örn Sigurðarson 9/6 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 5/10 stoðsendingar, Sveinn Ómar Sveinsson 4/7 fráköst, Emil Barja 2/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 2. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Nýliðar Hauka komu meistaraliði Snæfells í opna skjöldu í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Þrátt fyrir að Snæfell hafi marið 76-67 sigur var leikur þeirra langt frá því að vera sannfærandi. Aðeins léleg skotnýting Haukaliðsins varð til þess að liðið náði ekki að leggja meistarana að velli. Það var líkt og leikmenn Snæfells hefðu ekki áttað sig á því að úrslitakeppnin væri hafin. Og það væri titilvörn þar að auki. Fjárhúsið var langt frá því að vera fullsetið og það var deyfð yfir áhorfendum sem og leikmönnum. Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka bauð upp á gott svefnmeðal með lúshægum sóknarleik. Og það svefnmeðal virkaði. Haukaliðið sótti án afláts í hjarta varnarinnar hjá Snæfelli – og varnartilþrif heimamanna voru ekki útgáfuefni í kennslubók. Staðan var 14-6 fyrir Hauka eftir 5 mínútur. Snæfell varð fyrir miklu áfalli undir lok fyrsta leikhluta þegar Sean Burton snéri sig á ökkla og er óvist með framhaldið hjá honum. Burton gat varla stigið í fótinn í leikslok en hann missti af lokakafla úrslitakeppninnar í fyrra vegna meiðsla. Staðan var 40-41 fyrir Hauka í hálfleik. Snæfell lék svæðisvörn í síðari hálfleik sem skilaði góðum árangri. Haukar skoruðu aðeins 8 stig í þeim leikhluta en þeir fengu færin til þess að skora. Á lokakaflanum náðu lykilmenn Snæfells að sýna sitt rétta andlit. Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson fóru þá fyrir liðinu. Hinsvegar var það góð „þriggja stiga skorpa“ sem Egill Egilsson stóð fyrir sem kveikti neistann hjá Snæfelli. Næsti leikur fer fram á Ásvöllum á mánudaginn og það verður án efa fróðlegt að fylgjast með gangi mála í þeim leik. Snæfell-Haukar 76-67 (15-24, 25-17, 15-8, 21-18)Snæfell: Ryan Amaroso 18/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 11/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 8, Egill Egilsson 8/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Sean Burton 3.Haukar: Gerald Robinson 24/15 fráköst, Semaj Inge 21/9 fráköst, Örn Sigurðarson 9/6 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 5/10 stoðsendingar, Sveinn Ómar Sveinsson 4/7 fráköst, Emil Barja 2/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira