Umfjöllun: Naumur sigur Grindavíkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2011 20:59 Mladen Soskic skoraði 20 stig í kvöld þar af 15 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Mynd/Daníel Grindavík er komið í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deild karla. Grindvíkingar unnu nauman sigur á heimavelli, 90-83, eftir hörkuspennandi viðureign. Grindvíkingar voru með undirtökin lengst af í leiknum en Stjörnumenn gáfust aldrei upp og náðu forystunni nokkrum sinnum í seinni hálfleik. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Grindvíkingum tókst með naumindum að verja forystu sína og klára leikinn með sigri sem fyrr segir. Grindvíkingar tóku frumkvæðið í leiknum strax í upphafi og þeir gulklæddu voru duglegir að skjóta að utan. Alls skoruðu þeir sex þriggja stiga körfur, þar af Mladen Soskic þrjár, og tóku átta stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 28-20. Nick Bradford er greinilega að koma sér betur inn í takt Grindavíkurliðsins því hann var duglegur að spila félaga sína uppi í upphafi leiks. Það átti reyndar eftir að draga af honum í öðrum leikhluta. Stjörnumenn náðu að laga varnarleikinn aðeins í öðrum leikhluta en fyrir vikið var baráttan í teignum þeim mun meiri. Ryan Pettinella var þar sterkur en alls skoraði hann þrettán stig í fyrri hálfleik. Soskic var reyndar stigahæstur með sautján hjá Grindavík en heimamenn náðu ekki að fylgja eftir öflugri byrjun og misnotuðu öll þriggja stiga skotin sín í öðrum leikhluta. Stjarnan er mikið baráttulið og þó svo að Grindavík hafi verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik gáfust Garðbæingar aldrei upp. Eistlendingurinn Renato Lindmets fór þar fremstur í flokki en hann skoraði alls fjórtán stig í fyrri hálfleik og var áberandi í leik liðsins. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og voru ekki nema örfáar mínútur að ná forystunni í fyrsta sinn í leiknum, 52-51. Þá vaknaði skyndilega Páll Axel Vilbergsson til lífsins og skoraði næstu níu stig Grindavíkur í leiknum - allt utan þriggja stiga línunnar. Grindavík var því enn með frumkvæðið þegar að fjórði leikhlutinn hófst en Stjörnumenn héldu áfram að salla inn stigunum og halda leiknum galopnum. Jovan Zdravevski setti niður mikilvægan þrist og kom Stjörnunni yfir þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Við tók lokakafli þar sem barist var af hörku í hverri einustu sókn. Grindvíkingar reyndust hafa betur í þeirri baráttu og var það viðeigandi að vinnuþjarkurinn Ólafur Ólafsson hafi stolið boltanum þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir og kláraði leikinn með glæsilegri troðslu. Ólafur var einn allra besti leikmaður Grindavíkur í kvöld og kórónaði þarna góðan leik. Mikið hefur verið fjallað um innkomu Nicks Bradfords í Grindavíkurliðið en hann átti lengst af fínan leik í kvöld. Hann þreyttist þó fljótt og því þurfti hann að hvíla nokkuð oft en staðreyndin var einfaldlega sú að Grindavík gekk betur með hann inn á vellinum. Hinn nautsterki Ryan Pettinella naut sín einnig í teignum og fékk ef til vill full mikið frelsi frá varnarmönnum Stjörnunnar til þess. Þegar að Grindavík þurfti að leita inn í teig leysti hann oftast vel úr þeirri stöðu. Mladen Soskic byrjaði frábærlega í kvöld og átti ágætan leik eins og fleiri í liði Grindavíkur. Liðsheildin var sem fyrr kannski sterkasti þátturinn við leik Stjörnunnar en það munar einnig mikið um Lindmets sem hefur verið öflugur í bláa búningnum. Lykilmenn eins og Justin Shouse, Fannar Freyr Helgason, Jovan Zdravevski og Marvin Valdimarsson skiluðu einnig sínu. Liðin mætast næst í Garðabænum á sunnudagskvöldið. Grindavík-Stjarnan 90-83 (28-20, 17-18, 22-26, 23-19)Grindavík: Mladen Soskic 20/4 fráköst, Ryan Pettinella 19/8 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 18/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/5 fráköst/7 stoðsendingar, Nick Bradford 12/10 fráköst/7 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 4, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Egill Birgisson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Ármann Vilbergsson 0.Stjarnan: Justin Shouse 21/9 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 17, Renato Lindmets 16/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 14, Fannar Freyr Helgason 10/15 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3, Guðjón Lárusson 1, Kjartan Atli Kjartansson 1, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Dagur Kár Jónsson 0, Ólafur Aron Ingvason 0. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Helgi Jónas: Baráttan komin aftur Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld en þar með eru Grindvíkingar komnir í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 17. mars 2011 21:23 Teitur: Getum gert miklu betur „Það er alltaf sárt að tapa,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að Grindavík vann í kvöld fyrsta leikinn í rimmu liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld. 17. mars 2011 21:34 Ólafur: Spiluðum betri vörn Ólafur Ólafsson sýndi frábæra takta í kvöld og kórónaði góðan leik þegar hann stal boltanum í blálokin og tryggði sínum mönnum í Grindavík sigur á Stjörnunni með tilþrifamikilli troðslu. 17. mars 2011 21:30 Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira
Grindavík er komið í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deild karla. Grindvíkingar unnu nauman sigur á heimavelli, 90-83, eftir hörkuspennandi viðureign. Grindvíkingar voru með undirtökin lengst af í leiknum en Stjörnumenn gáfust aldrei upp og náðu forystunni nokkrum sinnum í seinni hálfleik. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Grindvíkingum tókst með naumindum að verja forystu sína og klára leikinn með sigri sem fyrr segir. Grindvíkingar tóku frumkvæðið í leiknum strax í upphafi og þeir gulklæddu voru duglegir að skjóta að utan. Alls skoruðu þeir sex þriggja stiga körfur, þar af Mladen Soskic þrjár, og tóku átta stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 28-20. Nick Bradford er greinilega að koma sér betur inn í takt Grindavíkurliðsins því hann var duglegur að spila félaga sína uppi í upphafi leiks. Það átti reyndar eftir að draga af honum í öðrum leikhluta. Stjörnumenn náðu að laga varnarleikinn aðeins í öðrum leikhluta en fyrir vikið var baráttan í teignum þeim mun meiri. Ryan Pettinella var þar sterkur en alls skoraði hann þrettán stig í fyrri hálfleik. Soskic var reyndar stigahæstur með sautján hjá Grindavík en heimamenn náðu ekki að fylgja eftir öflugri byrjun og misnotuðu öll þriggja stiga skotin sín í öðrum leikhluta. Stjarnan er mikið baráttulið og þó svo að Grindavík hafi verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik gáfust Garðbæingar aldrei upp. Eistlendingurinn Renato Lindmets fór þar fremstur í flokki en hann skoraði alls fjórtán stig í fyrri hálfleik og var áberandi í leik liðsins. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og voru ekki nema örfáar mínútur að ná forystunni í fyrsta sinn í leiknum, 52-51. Þá vaknaði skyndilega Páll Axel Vilbergsson til lífsins og skoraði næstu níu stig Grindavíkur í leiknum - allt utan þriggja stiga línunnar. Grindavík var því enn með frumkvæðið þegar að fjórði leikhlutinn hófst en Stjörnumenn héldu áfram að salla inn stigunum og halda leiknum galopnum. Jovan Zdravevski setti niður mikilvægan þrist og kom Stjörnunni yfir þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Við tók lokakafli þar sem barist var af hörku í hverri einustu sókn. Grindvíkingar reyndust hafa betur í þeirri baráttu og var það viðeigandi að vinnuþjarkurinn Ólafur Ólafsson hafi stolið boltanum þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir og kláraði leikinn með glæsilegri troðslu. Ólafur var einn allra besti leikmaður Grindavíkur í kvöld og kórónaði þarna góðan leik. Mikið hefur verið fjallað um innkomu Nicks Bradfords í Grindavíkurliðið en hann átti lengst af fínan leik í kvöld. Hann þreyttist þó fljótt og því þurfti hann að hvíla nokkuð oft en staðreyndin var einfaldlega sú að Grindavík gekk betur með hann inn á vellinum. Hinn nautsterki Ryan Pettinella naut sín einnig í teignum og fékk ef til vill full mikið frelsi frá varnarmönnum Stjörnunnar til þess. Þegar að Grindavík þurfti að leita inn í teig leysti hann oftast vel úr þeirri stöðu. Mladen Soskic byrjaði frábærlega í kvöld og átti ágætan leik eins og fleiri í liði Grindavíkur. Liðsheildin var sem fyrr kannski sterkasti þátturinn við leik Stjörnunnar en það munar einnig mikið um Lindmets sem hefur verið öflugur í bláa búningnum. Lykilmenn eins og Justin Shouse, Fannar Freyr Helgason, Jovan Zdravevski og Marvin Valdimarsson skiluðu einnig sínu. Liðin mætast næst í Garðabænum á sunnudagskvöldið. Grindavík-Stjarnan 90-83 (28-20, 17-18, 22-26, 23-19)Grindavík: Mladen Soskic 20/4 fráköst, Ryan Pettinella 19/8 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 18/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/5 fráköst/7 stoðsendingar, Nick Bradford 12/10 fráköst/7 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 4, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Egill Birgisson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Ármann Vilbergsson 0.Stjarnan: Justin Shouse 21/9 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 17, Renato Lindmets 16/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 14, Fannar Freyr Helgason 10/15 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3, Guðjón Lárusson 1, Kjartan Atli Kjartansson 1, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Dagur Kár Jónsson 0, Ólafur Aron Ingvason 0.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Helgi Jónas: Baráttan komin aftur Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld en þar með eru Grindvíkingar komnir í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 17. mars 2011 21:23 Teitur: Getum gert miklu betur „Það er alltaf sárt að tapa,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að Grindavík vann í kvöld fyrsta leikinn í rimmu liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld. 17. mars 2011 21:34 Ólafur: Spiluðum betri vörn Ólafur Ólafsson sýndi frábæra takta í kvöld og kórónaði góðan leik þegar hann stal boltanum í blálokin og tryggði sínum mönnum í Grindavík sigur á Stjörnunni með tilþrifamikilli troðslu. 17. mars 2011 21:30 Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira
Helgi Jónas: Baráttan komin aftur Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld en þar með eru Grindvíkingar komnir í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 17. mars 2011 21:23
Teitur: Getum gert miklu betur „Það er alltaf sárt að tapa,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að Grindavík vann í kvöld fyrsta leikinn í rimmu liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld. 17. mars 2011 21:34
Ólafur: Spiluðum betri vörn Ólafur Ólafsson sýndi frábæra takta í kvöld og kórónaði góðan leik þegar hann stal boltanum í blálokin og tryggði sínum mönnum í Grindavík sigur á Stjörnunni með tilþrifamikilli troðslu. 17. mars 2011 21:30
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti