Hæstaréttarlögmenn: Dýrkeyptur glannaskapur 16. mars 2011 17:23 Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Landsbankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig við um dómstólaleiðina. Órökrétt er að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður falli á Ísland. Aðeins annar kosturinn markar lok Icesavemálsins og þá með skilmálum og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niðurstaða málsins er úr okkar höndum. Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur. Kostnaðurinn við tapaða dómstólaleið verður aldrei minni en af þeim samningi sem búið er að ná, reyndar örugglega miklu meiri. Jafnvel þótt Ísland ynni málið eftir langdregin málaferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem hefur það hlutverk að túlka og fylgja eftir lögum og reglum tengdum EES, hefur þegar gefið út það álit sitt að Ísland beri ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta þar sem eignir sjóðsins dugðu ekki til að standa undir lögbundinni lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Ljúki Icesave deilunni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólinn. ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland. Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núverandi samningi ef EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES samningnum að því er varðar innstæðutryggingar. Sá dómur gæti fallið sumarið 2012 og þá yrðu Íslendingar að ákveða hvort þeir sinntu niðurstöðu dómstólsins. Gerðu þeir það ekki gæti ESA neyðst til þess að höfða annað mál til þess að fá staðfest að Ísland hefði ekki virt hina fyrri niðurstöðu. Færi nú á sömu leið, það er að EFTA dómstóllinn dæmdi með ESA, flyttist málið yfir á vettvang alþjóðastjórnmála. Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu. Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum“ eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu. Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn. Sá hugsunarháttur hefur þegar kallað yfir okkur eitt hrun og við megum ekki við öðru. Við undirrituð munum því segja já í væntanlegri atkvæðagreiðslu. Reykjavík, 15. mars 2011 Garðar Garðarsson, hrl. Gestur Jónsson, hrl. Guðrún Björg Birgisdóttir, hrl. Gunnar Jónsson, hrl. Jakob R. Möller, hrl. Lára V. Júlíusdóttir, hrl. Ragnar H. Hall, hrl. Sigurmar K. Albertsson, hrl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Landsbankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig við um dómstólaleiðina. Órökrétt er að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður falli á Ísland. Aðeins annar kosturinn markar lok Icesavemálsins og þá með skilmálum og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niðurstaða málsins er úr okkar höndum. Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur. Kostnaðurinn við tapaða dómstólaleið verður aldrei minni en af þeim samningi sem búið er að ná, reyndar örugglega miklu meiri. Jafnvel þótt Ísland ynni málið eftir langdregin málaferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem hefur það hlutverk að túlka og fylgja eftir lögum og reglum tengdum EES, hefur þegar gefið út það álit sitt að Ísland beri ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta þar sem eignir sjóðsins dugðu ekki til að standa undir lögbundinni lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Ljúki Icesave deilunni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólinn. ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland. Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núverandi samningi ef EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES samningnum að því er varðar innstæðutryggingar. Sá dómur gæti fallið sumarið 2012 og þá yrðu Íslendingar að ákveða hvort þeir sinntu niðurstöðu dómstólsins. Gerðu þeir það ekki gæti ESA neyðst til þess að höfða annað mál til þess að fá staðfest að Ísland hefði ekki virt hina fyrri niðurstöðu. Færi nú á sömu leið, það er að EFTA dómstóllinn dæmdi með ESA, flyttist málið yfir á vettvang alþjóðastjórnmála. Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu. Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum“ eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu. Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn. Sá hugsunarháttur hefur þegar kallað yfir okkur eitt hrun og við megum ekki við öðru. Við undirrituð munum því segja já í væntanlegri atkvæðagreiðslu. Reykjavík, 15. mars 2011 Garðar Garðarsson, hrl. Gestur Jónsson, hrl. Guðrún Björg Birgisdóttir, hrl. Gunnar Jónsson, hrl. Jakob R. Möller, hrl. Lára V. Júlíusdóttir, hrl. Ragnar H. Hall, hrl. Sigurmar K. Albertsson, hrl.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun