ESB sem afvötnun? Eygló Harðardóttir skrifar 15. mars 2011 06:00 Í nýlegri grein heldur Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar áfram áróðri Samfylkingarinnar um að eina leiðin til að ná tökum á íslenskum efnahag og afnema verðtrygginguna sé að ganga í Evrópusambandið. Þannig virðist aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrst og fremst vera hugsuð á efnahagslegum nótum. Evrópusambandið var á sínum tíma stofnað til að tryggja frið og frelsi í Evrópu eftir hamfarir fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Leiðin að því markmiði var víðtæk pólítísk samvinna, meðal annars, en ekki aðeins á sviði efnahagsmála. Helsti árangur Evrópusambandsins er einmitt friður og þar með velmegun í Evrópu. Því er það óásættanlegt að jafn merkilegt ríkjasamstarf og Evrópusambandið skuli eiga að verða einhvers konar afvötnunarstöð fyrir íslenskt efnahagslíf, ef marka má málflutning íslenskra aðildarsinna. Það er jafnframt óraunsætt. Reynsla hinna ýmsu aðildarríkja hefur sýnt og sannað að aðild að Evrópusambandinu tryggir ekki efnahagslegan stöðugleika og velsæld. Lykilatriðið er og verður efnahagsstjórnun hvers lands. Embættismenn frá Brussel geta ekki þakkað sér velgengni Svíþjóðar og Þýskalands né axlað ábyrgðina á efnahagshruni Írlands og Grikklands. Þá ábyrgð bera Svíar, Þjóðverjar, Írar og Grikkir með stjórnun sinni á innlendum efnahagsmálum. Evra eða króna tryggir ekki ábyrga stefnu í peningamálum eða fjármálum ríkisins, né ábyrga stefnu í rekstri fyrirtækja og heimila. Allt hagkerfið þarf að spila saman og allir þurfa að bera ábyrgð á efnahagsstjórninni. Ekki bara stjórnvöld og Seðlabankinn og svo sannarlega ekki Evrópusambandið. Upptaka evru myndi gera ábyrga efnahagsstjórnun enn brýnni. Reynslan hefur sýnt að þá er hætta á auknu innflæði fjármagns, aukinni skuldsetningu heimila og fyrirtækja og eignabólum og aðlögun að þrengri kosti er erfiðari með evru og fastgengi. Því tel ég nauðsynlegt að skilja á milli aðildar og upptöku evru. Það er ekkert sjálfsagt við það að taka upp evru, heldur þarf þjóðin að meta kosti hennar og galla burtséð frá aðild. Aðildin má ekki vera einhvers konar inngönguskilyrði að evrunni. Með því er helsti kostur aðildar hunsaður, þ.e.a.s. möguleikar okkar til að koma að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar í framkvæmdastjórninni, Evrópuþinginu og ráðherraráðunum. Það er orðið löngu tímabært að Íslendingar fari að ræða aðild að Evrópusambandinu sem þátttöku fullvalda þjóðar í samstarfi Evrópuþjóða, en ekki sem þynnkumeðal við heimabrugguðum vandræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein heldur Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar áfram áróðri Samfylkingarinnar um að eina leiðin til að ná tökum á íslenskum efnahag og afnema verðtrygginguna sé að ganga í Evrópusambandið. Þannig virðist aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrst og fremst vera hugsuð á efnahagslegum nótum. Evrópusambandið var á sínum tíma stofnað til að tryggja frið og frelsi í Evrópu eftir hamfarir fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Leiðin að því markmiði var víðtæk pólítísk samvinna, meðal annars, en ekki aðeins á sviði efnahagsmála. Helsti árangur Evrópusambandsins er einmitt friður og þar með velmegun í Evrópu. Því er það óásættanlegt að jafn merkilegt ríkjasamstarf og Evrópusambandið skuli eiga að verða einhvers konar afvötnunarstöð fyrir íslenskt efnahagslíf, ef marka má málflutning íslenskra aðildarsinna. Það er jafnframt óraunsætt. Reynsla hinna ýmsu aðildarríkja hefur sýnt og sannað að aðild að Evrópusambandinu tryggir ekki efnahagslegan stöðugleika og velsæld. Lykilatriðið er og verður efnahagsstjórnun hvers lands. Embættismenn frá Brussel geta ekki þakkað sér velgengni Svíþjóðar og Þýskalands né axlað ábyrgðina á efnahagshruni Írlands og Grikklands. Þá ábyrgð bera Svíar, Þjóðverjar, Írar og Grikkir með stjórnun sinni á innlendum efnahagsmálum. Evra eða króna tryggir ekki ábyrga stefnu í peningamálum eða fjármálum ríkisins, né ábyrga stefnu í rekstri fyrirtækja og heimila. Allt hagkerfið þarf að spila saman og allir þurfa að bera ábyrgð á efnahagsstjórninni. Ekki bara stjórnvöld og Seðlabankinn og svo sannarlega ekki Evrópusambandið. Upptaka evru myndi gera ábyrga efnahagsstjórnun enn brýnni. Reynslan hefur sýnt að þá er hætta á auknu innflæði fjármagns, aukinni skuldsetningu heimila og fyrirtækja og eignabólum og aðlögun að þrengri kosti er erfiðari með evru og fastgengi. Því tel ég nauðsynlegt að skilja á milli aðildar og upptöku evru. Það er ekkert sjálfsagt við það að taka upp evru, heldur þarf þjóðin að meta kosti hennar og galla burtséð frá aðild. Aðildin má ekki vera einhvers konar inngönguskilyrði að evrunni. Með því er helsti kostur aðildar hunsaður, þ.e.a.s. möguleikar okkar til að koma að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar í framkvæmdastjórninni, Evrópuþinginu og ráðherraráðunum. Það er orðið löngu tímabært að Íslendingar fari að ræða aðild að Evrópusambandinu sem þátttöku fullvalda þjóðar í samstarfi Evrópuþjóða, en ekki sem þynnkumeðal við heimabrugguðum vandræðum.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun