Jón Ólafur: Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2011 20:15 Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Mynd/ÓskarÓ Jón Ólafur Jónsson var í dag valinn besti leikmaður umferða 12 til 22 í Iceland Express deildar karla. Hann hefur verið lykilmaður í deildarmeistaraliði Snæfells og var með 20,6 stig og 10.1 frákast að meðaltali í leik í seinni hlutanum. "Þetta er búið að mjög gott tímabil. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki ánægður með þetta tímabil. Þetta var kannski ekki það sem fólk var búið að gera ráð fyrir en við trúðum því statt og stöðugt að við gætum þetta," sagði Jón Ólafur. Snæfellsliðið hefur náð að fylgja eftir Íslandsmeistaratitlinum með góðum árangri í vetur þrátt fyrir að missa öfluga leikmenn. "Við misstum tvo sterka leikmenn í Hlyn og Sigga. Aðrir leikmenn hafa bara bætt sinn leik og svo höfum við fengið inn Ryan sem hefur verið mjög góður hjá okkur í vetur. Svo fengum við Serbann Zeljko inni seinni partinn sem er reynslumikill, duglegur og góður leikmaður," segir Jón Ólafur. Jón Ólafur hefur bætti sinn leik mikið alveg eins og félagi Hans Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Jón Ólafur hefur hækkað framlag sitt um 6,9 framlagsstig milli tímabili og Pálmi hefur farið upp um 11,8 stig. Báðir hafa þeir hækkað sig í stigum, fráköstum og stoðsendingum. "Ingi sagði það ekki beint við okkur Pálma að við þurftum að gera meira en það var meira þannig að ég þurfti ekki að leggja saman tvo og tvo til að fatta það að maður þurfti að stíga upp fyrir næsta tímabil til þess að halda okkur í hópi sterkustu liðanna. Við gátum ekki endalaust verið að bæta við okkur útlendingum," sagði Jón Ólafur í léttum tón. Snæfell mætir Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar og er fyrsti leikur liðanna í Hólminum á föstudaginn. "Úrslitakeppnin er alltaf skemmtileg. Það er talað um að eina örugga serían sé á milli okkar og Hauka sem sumum finnst ekki spennandi. Ef við ætlum að hugsa eitthvað svoleiðis og láta það fara inn í hausinn á okkur þá eiga þeir eftir að nýta sér það," segir Jón Ólafur.Jón Ólafur í leik á móti Stjörnunni.Mynd/Valli"Sóknin hjá okkur er oft á tíðum búin að vera mjög góð í vetur og við erum með svo mörg vopn. Það er erfitt að stoppa okkur þegar við erum að spila saman óeigingjarnt og það er flæði í leiknum okkar. Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur þegar menn eins og Sean, Pálmi og jafnvel Ryan eru að hitta vel eins og þeir eiga til að gera," segir Jón Ólafur sem er oftar en ekki í hópi þeirra fyrrnefndu þegar leikmenn Snæfells fara að hitta allstaðar af á vellinum. "Nú þurfum við að fara að rífa vörnina upp. Í fyrra vorum við mjög sterkir varnarlega en núna hefur ekki borið eins mikið á því. Það er oft þannig að þegar lið eru góð sóknarlega þá fær vörnin aðeins að gjalda fyrir það. Ef við ætlum að fara alla leið þá þurfum við að rífa varnarleikinn svolítið upp og við erum að vinna í því. Við höfum alla burði til þess að vera gott varnarlið líka," segir Jón Ólafur. Hann segir að stærsti hluti liðsins hafi tekið þátt í að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í fyrra og að löngunin í hópnum sé mjög mikill. "Menn kunna þetta alveg og vita hvað þeir þurfa að gera. Þetta er spurning um baráttu og vilja þetta nógu mikið. Við ættum líka að vita hversu gaman þetta er. Við fengum að kynnast þessi í fyrra og sú tilfinning sem varaði út allt sumarið var sælutilfinning sem manni langar endilega að finna aftur," segir Jón Ólafur. Dominos-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Sjá meira
Jón Ólafur Jónsson var í dag valinn besti leikmaður umferða 12 til 22 í Iceland Express deildar karla. Hann hefur verið lykilmaður í deildarmeistaraliði Snæfells og var með 20,6 stig og 10.1 frákast að meðaltali í leik í seinni hlutanum. "Þetta er búið að mjög gott tímabil. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki ánægður með þetta tímabil. Þetta var kannski ekki það sem fólk var búið að gera ráð fyrir en við trúðum því statt og stöðugt að við gætum þetta," sagði Jón Ólafur. Snæfellsliðið hefur náð að fylgja eftir Íslandsmeistaratitlinum með góðum árangri í vetur þrátt fyrir að missa öfluga leikmenn. "Við misstum tvo sterka leikmenn í Hlyn og Sigga. Aðrir leikmenn hafa bara bætt sinn leik og svo höfum við fengið inn Ryan sem hefur verið mjög góður hjá okkur í vetur. Svo fengum við Serbann Zeljko inni seinni partinn sem er reynslumikill, duglegur og góður leikmaður," segir Jón Ólafur. Jón Ólafur hefur bætti sinn leik mikið alveg eins og félagi Hans Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Jón Ólafur hefur hækkað framlag sitt um 6,9 framlagsstig milli tímabili og Pálmi hefur farið upp um 11,8 stig. Báðir hafa þeir hækkað sig í stigum, fráköstum og stoðsendingum. "Ingi sagði það ekki beint við okkur Pálma að við þurftum að gera meira en það var meira þannig að ég þurfti ekki að leggja saman tvo og tvo til að fatta það að maður þurfti að stíga upp fyrir næsta tímabil til þess að halda okkur í hópi sterkustu liðanna. Við gátum ekki endalaust verið að bæta við okkur útlendingum," sagði Jón Ólafur í léttum tón. Snæfell mætir Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar og er fyrsti leikur liðanna í Hólminum á föstudaginn. "Úrslitakeppnin er alltaf skemmtileg. Það er talað um að eina örugga serían sé á milli okkar og Hauka sem sumum finnst ekki spennandi. Ef við ætlum að hugsa eitthvað svoleiðis og láta það fara inn í hausinn á okkur þá eiga þeir eftir að nýta sér það," segir Jón Ólafur.Jón Ólafur í leik á móti Stjörnunni.Mynd/Valli"Sóknin hjá okkur er oft á tíðum búin að vera mjög góð í vetur og við erum með svo mörg vopn. Það er erfitt að stoppa okkur þegar við erum að spila saman óeigingjarnt og það er flæði í leiknum okkar. Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur þegar menn eins og Sean, Pálmi og jafnvel Ryan eru að hitta vel eins og þeir eiga til að gera," segir Jón Ólafur sem er oftar en ekki í hópi þeirra fyrrnefndu þegar leikmenn Snæfells fara að hitta allstaðar af á vellinum. "Nú þurfum við að fara að rífa vörnina upp. Í fyrra vorum við mjög sterkir varnarlega en núna hefur ekki borið eins mikið á því. Það er oft þannig að þegar lið eru góð sóknarlega þá fær vörnin aðeins að gjalda fyrir það. Ef við ætlum að fara alla leið þá þurfum við að rífa varnarleikinn svolítið upp og við erum að vinna í því. Við höfum alla burði til þess að vera gott varnarlið líka," segir Jón Ólafur. Hann segir að stærsti hluti liðsins hafi tekið þátt í að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í fyrra og að löngunin í hópnum sé mjög mikill. "Menn kunna þetta alveg og vita hvað þeir þurfa að gera. Þetta er spurning um baráttu og vilja þetta nógu mikið. Við ættum líka að vita hversu gaman þetta er. Við fengum að kynnast þessi í fyrra og sú tilfinning sem varaði út allt sumarið var sælutilfinning sem manni langar endilega að finna aftur," segir Jón Ólafur.
Dominos-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum